Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Page 13

Vísbending - 19.12.1994, Page 13
Þróun fjármagnsmarkaðar á árinu 1994 Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur. Þróun fjármagnsmarkaöar á þessu árí hefur einkennst af því að markaðsaðilar hafa í vax- andi mœli nýtt sér það aukna frelsi sem komið hefur verið á í fjármagnsviðskiptum á undan- förnum árum. Þessi viðleitni hefur tekið á sig ýmsar myndir. Innlendir aðilar hafa nýtt sér frelsi til að fjárfesta erlendis en auk þess hefur notkun framvirkra gjaldeyrissamninga rutt sér til rúms. Fyrirtœki eru tekin að selja skulda- hréf í útboðum ásamt sveitarfélögum og lána- sjóðum en það á rœtur að rekja til vaxta- lœkkana síðastliðið haust. Fyrirtœkin liafa þó ekki aukið skuldir heldur notað nýtt lánsfé til að greiða upp eldri og óhagstœðari lán, ekki síst eríend lán. Sveitarfélög virðast Itins vegar hafa aukið skuldir sínar á þessu ári, enda margvísleg verkefni í gangi hjá þeim um þessar mundir. Vaxtalœkkunin hefur einnig haft þau áhrif að opinbera húsnœðislána- kerfinu hefur gengið illa að afla lánsfjár og einnig hefur nú á haustmánuðum dregið nokkuð úr sölu verðtryggðra ríkisskuldabréfa. Vaxtaþróunin Skammtímavextir hafa verið stöðugir lengst af á árinu, en nú á haustmánuðum hækkuðu þeir lítillega sem rekja má til vaxta- hækkana erlendis og þess að horfur eru á aukinn verðbólgu á næsta ári. Þannig er í þjóðhagsáætlun búist við að verðhækkun milli áranna 1994 og 1995 verði um 2,5%, mælt á kvarða lánskjaravísitölu, samanborið við 1,5% milli áranna 1993 og 1994. Langtímavextir á verðtryggðum skuldbindingum fóru hins vegar að hækka strax í júnímánuði í kjölfar hækkandi ávöxtunarkröfu á húsbréfum. I lok júlí var ávöxtun húsbréfa í viðskiptum á Verðbréfaþingi um 5,36% en hún lækkaði síðan lítillega og hélst í kringum 5,3% fram í október er hún tók stökk upp á við og náði hæst 5,95%. Síðan hefur ávöxtunin lækkað nokkuð og er nú um 5,75%. Skýringanna á þessari þróun er lfklega annars vegar að leita í vaxandi útgáfu húsbréfa og hins vegar í vax- andi áhuga á skuldabréfaútboðum eins og að framan er getið. Innlend verðbréfaútgáfa Veruleg aukning hefur verið í verðbréfaút- gáfu sveitarfélaga, lánasjóða og fyrirtækja á þessu ári. Þessar aðilar hafa til þessa aðeins lítillega fjármagnað starfsemi sína með verð- bréfaútboðum á innlendum markaði. A undan- förnum árum hafa lántökur lánasjóða, annarra en húsnæðiskerfisins, aðallega beinst að er- lendum mörkuðum og lántökur sveitarfélaga og fyrirtækja hafa einkum farið urn banka- kerfið, aðrar lánastofnanir eða átt sér stað í útlöndum. Reyndar gerðu fyrirtæki tilraunir með verðbréfaútboð á árunum 1986 til 1988 en útkoma þeirra var óhagstæð þar sem ávöx- tun var í mörgum tilvikum hærri en banka- vextir. A þessu ári hefur ávöxtun hins vegar verið undir bankavöxtum og almennt hefur þessum aðiluni tekist að selja verðbréf sín á vöxtum sem hafa verið á bilinu 5,4%-6,4%. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um heildarfjárhæð þessara útboða en lauslegar athuganir verðbréfafyrirtækja benda til þess að um sé að ræða 10-12 milljarða króna. Þrennt virðist einkum hafa ýtt undir þessa þróun. I fyrsta lagi hefur vaxtalækkunin síð- astliðið haust ásamt vaxtahækkunum erlendis aukið áhuga lántakenda á innlenda markaðin- um. I öðru lagi eru vextir banka, sparisjóða og annarra lánastofnana tiltölulega háir vegna útlánataps, þrátt fyrir að þessar stofnanir hafi náð nokkrum árangri með hagræðingu í rekstri. I þriðja lagi hafa markmið ríkisvalds- ins í vaxtamálum varðandi langtímavexti skapað svigrúm fyrir þessa aðila til þess að koma inn á verðbréfamarkaðinn. Ríkissjóði og opinbera húsnæðislánakerfinu hefur gengið erfiðlega að afla lánsfjár á þeim kjörum sem þau hafa sett sér og afleiðingin hefur orðið sú að dregið hefur úr lántökum þessara aðila á innlendum markaði. Þannig nema lántökur húsnæðislánakerfisins einungis um 2,3 ma.kr. á þessu ári samanborið við 7,1 ma.kr. á síðasta ári. Langmest af þessu lánsfjármagni skilaði sér á fyrstu mánuðum ársins. Engunt tilboðum hefur verið tekið í útboðum á húsnæðisbréfum síðan í júlí og jafnframt hefur sala á verð- tryggðum spariskírteinum gengið erfiðlegra eftir því sem liðið hefur á árið og hafa útboð alfarið fallið niður frá því í byrjun október. Sala verðtryggðra spariskírteina umfram inn- lausn nam unt 2,6 ma.kr. á fyrstu 10 mánuðum Langtímavextir 1991-1994 Raunávöxtun hvers mánaöar í % á ári (nýjustu gildi áætluð) 1991 1992 1993 1994 Skammtímavextir 1991-1994 Nafnávöxtun hvcrs mánaðar í % á ári (nvjustu gildi áætluð) 1991 1992 1993 1994 VÍSBENDING 13

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.