Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Síða 16

Vísbending - 19.12.1994, Síða 16
skipti verði í verðþróuninni. Nú í haust hafa verulegar verðhækkanir orðið á l'lestum sjá- varafurðum. Pilluð rækja hefur hækkað um 40% í SDR frá því í sumar, skelrækja um 11%, hörpudiskur um 24% og botnfiskur um 2%. Einungis verð á lýsi hefur lækkað. Flest bendir til þess að verðhækkanir haldi áfram á næsta ári, enda mikill hagvöxtur í helstu markaðslöndunum. Ovarlegt er að spá um það hversu miklar þessar verðhækkanir gætu orðið. Reynslan kennir okkur að þær geta orðið miklar, en hún kennir okkur einnig að miklar verðhækkanir mæta mótstöðu frá neyt- endum og leiða til minni sölu og verðlækkana. Ef kostnaðaraðstæður hér innanlands breytast ekki að ráði má búast við mjög góðri afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á næsta ári. Vandinn er hins vegar sá að góð afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hefur nær undantekn- ingarlaust leitt til þess að kostnaður hefur hækkað. Afkoma fyrirtækjanna hefur aldrei orðið það góð að þau hafi getað lagt í þá varasjóði sem nauðsynlegir eru til að mæta þeirri óvissu sem er í rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja. Fyrst hækkar hráefnisverð og þar næst laun í sjávarútvegi og í landinu í heild. Þegar svo verðið lækkar aftur verða stjórnvöld að grípa inn í með gengisfellingum og sjóðum til að rétta við afkomu sjávarútvegsfyrirtækj- anna og forða miklu atvinnuleysi. 1 þessum efnum eru hendur stjórnvalda nú bundnari. Frelsi í hreyfingum fjármagns út úr landinu gerir það erfiðara en áður að grípa til gengis- fellinga, Verðjöfnunarsjóður hefur verið gerð- ur óvirkur og fríverslunarákvæði varðandi fisk hjá EFTA takmarkar möguleikana á að nota aðra sjóði til að styrkja sjávarútveg. Efnahags- legur stöðugleiki á næstu árum er því undir því kominn að sjávarútvegsfyrirtæki nái að hagnast vel í þeirri uppsveillu sem framundan er og leggi til hliðar til að mæta þeim erfíð- leikum sem á eftir munu koma. 1 Skýrsla með niðurstöðum vinnuhópsins heitir „Hagkvæm nýting fiskstofna". Talnakönnun hf. Óskar Candsmönnum öCCum gCeðiCegra jóCa oggcefurífyS /jomanctt árs! „Frá og með deginum í dagþurfum við ekki að borga dráttarvexti“ mmmm kCDBÐBH -■JIhkiiiiI RAÐGJOF OG ÁÆTLANAGERÐ m VERÐBREFAÞJONUSTA VERÐBRÉFAVARSLA Utgjöldum ársins er dreift á jafnar mánaðargreiðslur — reikningarnir greiddir á réttum tíma Aunninn lánsréttur með reglubundnum sparnaði gefur möguleika á hagstæðari lánum. Félagar fá handhæga skipulagsbók og möppu fyrir fjármál heimilisins. Auk þess eru Ijármálanámskeiðin á sérstöku verði fyrir félaga. mii , BUNAÐARBANKI ÍSLANDS HEIMILISLINAN - Heildarlausn ájjármálum einstaklinga. 16 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.