Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 19

Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 19
Framtíðin Bill Gates hefur tekist að skapa fyrirtæki sem skrifar einhver aðgengilegustu og öflug- ustu forrit sem framleidd eru fyrir tölvur. Það er öllum ljóst sem nota PC-tölvur að Micro- soft hefur náð því stigi að vera sambærilegt við Apple Macintosh í notendaviðmóti. Marg- ir telja að með næstu útgáfu af Windows stýrikerfinu, Windows 95, verði Microsoft endanlega búið að tryggja sér markaðinn all- an. Aðeins hörðustu sérvitringar muni nota önnur stýrikerfi. Þótt enginn neiti því að Microsoft búi til öflug forrit þá óttast margir að fyrirtækið geti orðið dragbítur á þróun hugbúnaðar í fram- tíðinni. Þegar keppnautarnir koma með snið- ugar nýjungar á markaðinn þá annað hvort stelur Microsoft þeint og býður í sínum eigin pökkum eða kaupir keppinautinn. Með þessu móti sjá menn fram á að innan skamms verði bara eitt fyrirtæki á markaðinum sem eitthvað kveður að. Keppinautarnir verði að semja við Gates, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Fyrirtækið IBM, sem sleit samstarfinu við Gates eins og áður sagði, hefur nú orðið að óska eftir samstarfi urn Windows 95. Reyndin er sú að Windows hefur að minnsta kosti tíu sinnum meiri útbreiðslu en OS/2. Það er ekkert grín að keppa við fyrirtæki á borð við Microsoft þar sem hagnaður fyrir skatta er um 30% af tekjum, sem á ári eru um 325 rnillj- arðar! Nýlega hafa borist fregnir af því að Gates hyggist færa út kvíarnar með því að setja upp mikið gervihnattanet sem verði grunnur að fjarskiptasamskiptum í framtíðinni. Hann er nýbúinn að semja við stjómvöld í Kína um Windows-kerfið. Aður hafði hann lagt undir sig Japansmarkað. Microsoft hefur hal'ið sókn inn á heimilistölvumarkaðinn með því að skrifa og kaupa ýmiss konar hugbúnað, til dæmis fjármálaforrit fyrir einstaklinga, leikja- og kennsluforrit. Menn geta ekki varist því að hrífast af afrekum þessa unga manns en á sama tíma heyrast sífellt fleiri raddir sem óttast að fyrir- tæki hans nái einokunaraðstöðu. En meðan samkeppnin er enn við lýði geta tölvunotendur um allan heim glaðst yfir stöðugt nýrri og betri forritum frá Microsoft. Aðalheimild við fyrri hluta þessarar greinar er bókin Hard Drive eftir Wailace og Erickson. Gleðilegjól ogfarsœlt komandi ár! ÍSLENSK ENDURTRYGCINC HF. FJÖLNIR sveigjanleiki er forsenda árangurs STRENGUR hf. - í stöðugri sókn VÍSBENDING 19

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.