Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 6
an samþykkt 1. mars 1950 og mun það hafa
verið í fyrsta sinn síðan 1911 að stjórn féll
fyrir vantrausti.
Það mun hafa verið í þessu brambolti öllu
að Sveinn Björnsson sneri sér til Vilhjálms
Þórs og bað hann að reyna að mynda blandaða
stjórn þingmanna og utanþingsmanna. Ekki
kom þó til þess því að Framsókn og Sjálf-
stæðisflokkur komu sér loks saman um stjóm-
armyndun undir forsæti forseta Sameinaðs
þings, Steingríms Steinþórssonar, en þeir
Hermann og Olafur Thors féllust báðir á að
taka sæti í henni, Hermann sem landbúnaðar-
ráðherra og Olafur fór með sjávarútvegsmálin.
[1 Islandssögu Sögufélagsins er komist svo
að orði að hastarlegasta efnahagsaðgerð þess-
arar stjórnar hafi verið gengislækkun sem nam
42,6% og samsvaraði 74,3% hækkun á erlend-
um gjaldeyri í íslenskum krónum talið. Og að
þessar aðgerðir, sem áttu að bæta hag sjávarút-
vegsins hafi naumast borið tilætlaðan árangur.
Hafi um hríð flest verið andstætt útvegsmönn-
um, svo sem langvinn togaraverkföll, verð-
hækkanir á erlendum rekstrarvörum og fleira.]
Mér finnst nú hafa gætt nokkurrar tilhneig-
ingar til að vanmeta árangurinn af þessum til-
lögum Benjamíns og mín. Menn mega alls
ekki gleyma að höftin og skömmtunin voru
aldrei endurreist í þeirri mynd sem verið
hafði. Á árunum 1950 og ‘51 var gefinn út
svonefndur frílisti og urðu með honum um
40% innflutningsins frjáls og óháð leyfisveit-
ingum. Bakhjarlinn fyrir þessu var þátttakan í
Marshallaðstoðinni og Greiðslubandalagi
Evrópu. Meira að segja vinstri stjórn Her-
manns Jónassonar 1956-’58 skirrðist við að
endurreisa höftin. Verstu mistök hennar voru
þau að skilja ekki, að það var grundvallarskil-
yrði fyrir frjálsri verslun að gengið væri eitt.
Hún hafði sér reyndar málsbætur í því að báta-
gjaldeyriskerfinu var komið á í tíð stjórnar
Olafs Thors með Framsóknarflokknum, en
vorið 1958 hafði það snúið svo upp á sig að í
Alþýðublaðinu var fullyrt að 40 gengi væru í
gangi samtímis.
Annað sem menn gjarnan gleyma er það að
þessi stóra gengisfelling ruddi frysta fiskinum
okkar braut inn á Bandaríkjamarkað, sem um
þrjá næstu áratugi var okkar stærsti og örugg-
asti markaður fyrir sjávarafurðir. Þessar til-
lögur okkar mörkuðu því örugglega rétta braut
fram á við þótt á ýmsu gengi um framkvæmd-
ina. Eitt var það þó sem skorti átakanlega á
þessa tillögugerð, það að engar ráðstafanir
voru gerðar í peningamálum. Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur voru nokkuð
sammála um að vöxtunum yrði að halda í lág-
marki og voru lítt tilbúnir til að hlusta á
hagfræðinga sem litu á gengi og vexti sem
hagstjómartæki.
Helsti galli á tillögugerð okkar var kannski
sá að við urðum að byggja á mjög ófullkomn-
um upplýsingum um ástand þjóðarbúskapar-
ins. Eg man að við Benjamín kölluðum fyrir
okkur atvinnurekendur úr sjávarútvegi og öðr-
um greinum. Þeir voru því mjög mótfallnir að
gefa nokkrar upplýsingar um afkomu sína og
töldu fráleitt að reikningar fyrirtækja sinna
gætu orðið aðgengilegir fyrir almenning.
Það sem úrslitum réði þó var að í hönd fór
tímabil stórlega versnandi viðskiptakjara fyrir
landið. Kóreustyrjöldin braust út 25. júní 1950
og hækkaði snögglega verð á öllum helstu
innflutningsvörum okkar á sama tíma og út-
flutningsafurðir lækkuðu í verði og urðu erfið-
ari í sölu. Um mitt ár 1952 skall á löndunar-
bann í Bretlandi, sem hafði tekið við fjórðungi
af botnfiskafla landsmanna og jókst þá út-
flutningurinn til jafnkeypislandanna í Austur-
Evrópu að sama skapi, og komst síðar á ára-
tugnum - á dögum vinstri stjórnar Hermanns -
upp í og yfir 50% af verðmæti og magni
heildarútflutningsins. Á þeim grundvelli urðu
að sjálfsögðu hvorki byggð upp frjáls við-
skipti, né frelsi í gjaldeyrismálum.
Með vinstri stjóminni unnu ýmsir færir
hagfræðingar. Jónas Haralz var efnahagsráðu-
nautur ríkisstjórnarinnar. Ásamt Jóhannesi
Nordal og Klemens Tryggvasyni vann hann
hagfræðiálit sumarið 1958, en engin samstaða
varð í ríkisstjórninni um neina þá leið, sem
þar voru taldar koma til greina. Að lokum
voru tillögur lagðar fyrir Alþýðusambands-
þing í nóvember 1958 og felldar þar með at-
kvæðum bæði krata og kommúnista. Verka-
lýðshreyfingin gat ekki á þessum árum hugsað
sér að viðurkenna þær staðreyndir efnahags-
lífsins, sem viðurkenndar eru með gengisfalli.
í staðinn aðhylltust verkalýðsforingjarnir ein-
hverskonar millifærslustefnu, sem fyrr eða síð-
ar komst alltaf í þrot með tilheyrandi falli
þeirra ríkisstjórna, sem þessir aðilar stóðu að.
Þorri framsóknarmanna var í raun sama sinnis.
Við fall vinstri stjórnarinnar tók við milli-
bilsástand, sem brúað var með minnihluta-
stjóm Alþýðuflokksins. í efnahagsmálum fór
hún eins konar niðurfærsluleið og tókst með
því að halda verðlagi allstöðugu út árið 1959.
Þá erum við komnir að viðreisninni, sem
nú er almennt talin hafa markað þáttaskil í
hagsögu landsins. Gunnar Helgi Kristinsson
gekk svo langt áfundi ífyrra að kalla þá ríkis-
stjórn sem nú situr 13. viðreisnarstjórnina og
á sennilega við með því að engin ríkisstjórn
síðan hefur stigið skref til baka frá þeim ferli
sem þar var markaður. Allar hafi þœr stigið
skreffram á við á viðreisnarbrautinni - misstór
að vísu. Hvað hafði breyst á liðnum áratug?
Það fyrsta var að pólitíska andrúmsloftið
hafði gerbreyst. Sjálfstæðisflokkurinn hafði
ekki axlað ábyrgð á stjórn landsins í þrjú og
hálft ár og rekið harða stjórnarandstöðu gegn
öllum ráðstöfunum vinstri stjórnarinnar. Hann
var því móttækilegri fyrir nýjum hugmyndum
en verið hafði um áratugi. Alþýðuflokkurinn
hafði dregið þá lærdóma af stjórnarþátt-
tökunni að lengra yrði ekki gengið á braut
allsherjar stjórnvaldsforsjár. Kjördæmabreyt-
ing og niðurstaða kosninga eftir hana hafði
gert samstjórn þessara tveggja flokka mögu-
lega. Verkalýðshreyfingin hafði fengið að
spreyta sig á stjórn landsins - og fallið á því
prófi. Alþjóðlega umhverfið var líka annað.
Vestur-Evrópa var risin úr rústum styrjaldar-
innar á grunni frjálslyndari stefnu í efnahags-
málum, markaðsbúskapar og frjálsra milli-
ríkjaviðskipta. Útfærsla landhelginnar var að
skapa grunn að öruggari afrakstri fslendinga
sjálfra af auðlindinni í hafinu umhverfis landið.
Það sem „viðreisnin" fól í sér í upphafi var
einhver róttækasta breyting á skipan efna-
hagsmála, sem gerð hafði verið í 30 ár:
Raunhæf skráning gengis samfara afnámi
útflutningsbóta og innflutningsgjalda, þar sem
svo hafði litið út fyrir að það væri innflutning-
urinn, sem stæði undir útflutningnum. Jafn-
framt voru vextir hækkaðir, tollar lækkaðir og
innlent verðlag leiðrétt á margan hátt. Þau
ströngu höft sem verið höfðu á stórum hluta
innflutningsins og hvers konar notkun gjald-
eyris voru afnumin í áföngum. Vísitölubind-
ing launa var afnumin svo að helstu hagstærð-
ir gætu leitað jafnvægis. Jafnframt var stefnt
að því að ísland gæti orðið aðili að þeirri við-
skiptasamvinnu sem var að komast á laggirnar
um vestanverða Evrópu.
Það, sem olli úrslitum að mínu mati um að
í þetta skipti heppnuðust aðgerðirnar, var, auk
þeirrar hugarfarsbreytingar sem ég nefndi
áðan og umskipta á pólitískri vígstöðu, að í
þetta sinn var skrefið stigið til fulls og gerðar
markvissar ráðstafanir í peningamálum. Síðan
kom til að í þetta sinn breyttust aðstæður okkur
í hag en ekki óhag, viðskiptakjör bötnuðu og
það framtak sem athafnafrelsið leysti úr læð-
ingi fékk að njóta sín og fékk skjóta umbun.
Milli áranna 1961 og 1966 jókst verðmæti
þjóðarframleiðslunnar á mann um 143%. Við
erum að tala hér um framleiðsluaukningu, sem
fer langt fram úr því sem er að gerast í Kfna
þessa dagana og talið til „efnahagsundurs" á
borð við það sem gerðist hjá Vestur-Þjóðverj-
um á tímum Erhards og Adenauers.
En einhvern veginn finnst mér að hugsunin
sem lá að baki viðreisninni hafi ekki náð inn á
svið grunnatvinnuveganna, landbúnaðar og
sjávarútvegs. Þar voru það opinberar nefndir
og stofnanir, sem ákváðu allt verðlag frá
frumframleiðslu til smásalans?
Það er rétt, að við þessu kerfi varð ekki
hróflað í neinum aðalatriðum og menn horfðu
á landbúnaðarkerfið fara alveg úr böndunum
með lögskipuðu útflutningsbótakerfi, sem
hafði verið sett á við allt aðrar aðstæður, en nú
voru uppi í heiminum. Fyrir kreppuna 1930
fluttum við út landbúnaðarvörur án uppbóta.
Þegar útflutningsbætur voru fyrst ákveðnar
var verðmunur innanlands og erlendis ekki sá
sem síðar varð. Hins vegar var það öllum ljóst
að það var ekki meirihluti á Alþingi til að
grípa í taumana.
Sama gilti um sjávarútveginn. Það var
talað hástöfum af ýmsum stjórnmálamönnum
á vinstri væng um einokun sölusamtaka fisk-
framleiðenda. Það voru liins vegar aldrei
fluttar tillögur um breytingar og hafa þó allir
hávaðaseggirnir komist til valda um lengri eða
skemmri tíma. Okkur hinum fannst margt
brýnna en að hrófla við þeim sölusamtökum,
sem höfðu unnið sér ágætan sess erlendis.
Samkeppni pfnir verð niður. Samkeppni í inn-
flutningi kemur íslenskum neytendum til
góða. En ef enginn kvartar, hvers vegna ættum
við að amast við því að innlendir framleiðend-
ur fyrir erlenda markaði haldi verðinu uppi
með samtökum og skipulagðri sölu?
Ætli við verðum ekki að horfast f augu við
það að mismunurinn á pólitík launþega hér og
í nágrannalöndunum er sá helstur, að hér er
engin áhersla lögð á hagsmuni neytenda. Allir
eru að hugsa um hag framleiðenda. Ef þeir
ekki standast innlenda eða erlenda samkeppni
verður að vernda þá og bæta þeim upp mis-
muninn. Og svo þurfa launþegar að auki að
vera verndaðir fyrir öllum áföllum, verðlækk-
un íslenskra afurða og verðhækkun erlends
varnings.
Hið fullkomna athafnafrelsi kann að eiga
dálítið langt í larid í svona umhverfi.
6
VÍSBENDING