Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 22

Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 22
Þróun og horfur í íslenskum iðnaði Þorstcinn M. Jónsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Eftir sex ára tímabil stöðnunar og sam- dráttar í íslenskum iðnaði og þjóðarbúskap bendir ýmislegt til þess að botninum liafi verið náð og nú horfi til betri vegar. Batinn grund- vallast á þeim stöðugleika og þeim hagstœðu rekstrarskilyrðum sem skapast hafa á síðustu árum. Lœkkandi raungengi, lítil verðbólga, lœgri vextir og minni skattaálögur hafa skapað skilyrði fyrir þessum bata auk almenns efnahagsbata í umheiminum. Engu að síður er of snemmt að afskrifa kreppuna því jafnvœgið stendur veikum fólum. Aframhaldandi bati nœstu árin kemur til með að ráðast af niðurstöðu komandi kjarasamninga og því hvernig til tekst með hagstjórn. Ljóst er því að þýðingarmikil og brýn viðfangsefni bíða úrlausnar. Samkeppnisstaðan Þróun raungengis á undanförnum misser- um hefur verið útflutnings- og samkeppnis- greinum hagstæð. Ef spá Seðlabankans fyrir árið 1995 gengur eftir þá hefur raungengi lækkað um 12 prósent frá árinu 1991 á mæli- kvarða verðlags og launa. Spáin gerir ráð fyrir því að verðbólga hér á landi verði minni en í helstu viðskiptalöndum okkar á árinu 1995. Aftur á móti er reiknað með að laun hér á landi hækki hlutfallslega meira en í viðskipta- löndunum á næsta ári og muni það leiða til ríflega 2 prósenta hækkunar raungengis á mælikvarða þeirra. I Ijósi þess sterka sambands sem er á milli raungengis og iðnaðarframleiðslu er afar brýnt að raungengi verði haldið stöðugu. Að öðrum kosti er hætt við að sá ávinningur sem náðst hefur glatist og einstakt tækifæri til að skjóta traustari stoðum undir atvinnustarfsemi hér á landi fari forgörðum. Hcildarvclta samkvæmt virðisaukaskatt- skýrslum Tölur um heildarveltu í atvinnugreinum á fyrstu átta mánuðum ársins samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum eru afar athyglis- verðar og ein helsta vísbendingin, ásamt tölum um útflutning, um að umsvif í þjóðar- búskapnum séu að aukast. Þær ber þó að taka með nokkrum fyrirvara. Flokkun veltu eftir atvinnugreinum er ónákvæm þar sem ekki er tekið tillit til þess ef fyrirtæki eru í blandaðri starfsemi, t.d. bæði framleiðslu- og þjónustu- starfsemi. í slíkum tilfellum er öll veltan talin til þeirrar starfsemi sem er fyrirferðarmeiri í viðkomandi rekstri. Ef litið er á tölur um veltu á fyrstu átta mánuðum ársins sést nokkur aukning í flestum greinum iðnaðar og er það afar jákvæð þróun. Meðfylgjandi mynd sýnir veltuaukninguna í einstökum greinum efdr atvinnugreinaflokkun Hagstofunnar. Mestur er batinn í stóriðjunni, þ.e. ál- og kísiljámframleiðslu, eða ríflega 18 prósent og helgast hann aðallega af jákvæðari þróun á útflutningsmörkuðum fyrir þessar afurðir. I vefjariðnaði, skó- og fatagerð og skinnaiðnaði er aukningin yfir 17 prósent. í efnaiðnaði og málmsmíði, vélaviðgerðum, skipasmíði og skipaviðgerðum hefur velta aukist um 10 prósent og um tæplega 7 prósent Heildarvclta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum 1990-1994 í milljónum króna á verðlagi hvcrs árs Allt árið Janúar-ágúst 1992 1993 1993 1994 Matvælaiðnaður 28.574 26.432 17.444 18.599 Vefjariðnaður skó og fatagerð, sútun og verkun skinna 5.027 4.801 3.055 3.577 Trjávöruiðnaður 6.338 5.554 3.355 3.493 Pappírsiðnaður 12.597 12.617 7.744 7.929 Efnaiðnaður 8.020 8.737 6.201 6.802 Steinefnaiðnaður 6.688 6.034 3.664 3.913 Ál- og kfsiljárnframleiðsla 10.368 11.181 6.712 7.927 Málmsmíði og vélaviðgerðir, skipasmíði og skipaviðgerðir 12.578 12.253 7.752 8.629 Ýmis iðnaður og viðgerðir 2.087 2.415 1.561 1.360 Samtals 92.276 90.027 57.489 62.174 Heimild: Þjóðhagsstofnun Fullnýting íjárfestingar í upplýsingatækni. « 3 ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 22 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.