Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Síða 3

Vísbending - 20.12.1996, Síða 3
Efnisyfirlit Vetrarsólhvörf....... Ijóð eftir Einar Benediksson. Allt annað líf.........5 Viðtal við Jónas H. Haralz sem Ólafur Hannibalsson tók. Þegar Pétur Bene- diktsson var sendur til Moskvu... .....15 eftir Jakob F. Ásgeirsson. Forn-íslendingar: iðnaðarþjóð.. ...21 eftir Helga Skúla Kjartansson. Ör þróun í tölvu- heiminum... ..........25 eftirTómas Örn Kristinsson. Talsmaður efna- hagsfrelsis... ....29 eftir Jónmund Guðmarsson. Útgefandi: Talnakönnun hf. Borgartúni 23,105 Reykjavík. Sími: 561 7575. Ritstjóri og ábm.: Tómas Örn Kristinsson. Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson og Benedikt Jóhannesson. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Forsíðumynd: Pálmi Guðmundsson. Umbrot og prentun: Gutenberg hf. Upplag: 3.000 eintök. Öll réttindi áskilin, rit þetta má eigi afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda. [VI I___! ÍSBENPING Jólaspj all Um nokkurt árabil hefur það verið venja hjá Vísbendingu að gefa út sérstakt jólablað. í jólablaðinu eru efnistök önnur en gengur og gerist og er oft leitað til fyrri tíma um efni. Þetta blað er engin undantekning. Olafur Hannibalsson blaðamaður ræðir við Jónas H. Haralz fyrr- verandi bankastjóraLandsbankaíslands um Viðreisnarárin, stjórnmál og efnahagsmál. Jónas lýsir því hvernig tiltrú á Viðreisnarstjórnina jókst smám saman eftir því sem á lífdaga hennar leið. Hann skýrir helstu forsendur aðgerða og framgang stefnumála stjórnarinnar. Jakob F. Asgeirsson rithöfundur vinnurnú að ævisögu Péturs Bene- diktssonar,fyrrverandisendiherraogbankastjóra. GreinJakobsfjallar um tildrög stofnunar sendiráðs íslands í Ráðstjórnarríkjunum í stríðinu. I greininni eru athyglisverðar upplýsingar um aðdraganda stofnunar sendiherraembættis og afstöðu Péturs til sendiherrastarfs í Moskvu. Sumt af þessu efni hefur ekki birst áður á opinberum vettvangi. Helgi Skúli Kjartansson leitar enn lengra aftur í tímann eða allt til landnámstíðar. I grein Helga Skúla er fjallað um útflutning íslendinga á iðnvarningi á landnámstíð. Helgi Skúli útskýrir af hverju vaðmál var fremur flutt út en óunnin ull en einnig kemur fram að meðal útflutningsafurða á þjóðveldistímanum var unnið kattarskinn. Jónmundur Guðmarsson fjallar um hagfræðinginn Ludwig Von Mises sem er einn af frumkvöðlum hagfræðinnar. Sumar af kenn- ingum Von Mises hafa verið umdeildar en ef forsendur þeirra eru skoðaðar þá standast þær flestar. Öllu nútímalegra efni er grein um þróunina í tölvuheiminum en lítið lát er á henni. Rakin eru nokkur dæmi um þróunina og nýjungar sem eru á döfinni kynntar. Við sem starfað höfum að Vísbendingu á árinu sendum lesendum okkar jóla- og nýárskveðjur og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. tftebitey jól oy frviMett Komottcli ái Sparisjóðurinn í Keflavík 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.