Vísbending - 20.12.1996, Qupperneq 6
ÍSBENDING
hugmynd að viðskiptaráðherra skrifaði bankanum bréf og
lýsti því yfir að þegar helmingur gjaldeyrislánsins væri
uppurinn, þá skyldi málið tekið til nýrrar athugunar og
viðeigandi ráðstafanir gerðar, ef þörf krefðist. Þetta var
komið svo langt að Gylfi Þ. Gíslason var búinn að sættast
á það fyrir sitt leyti og ég búinn að skrifa uppkast að bréfinu,
þegar þeir Jón og Vilhjálmur féllu frá þessu skilyrði.
Reyndar þurfti aldrei að nýta nema brot af þessu láni, en
þetta sýnir hversu rótgróin vantrúin var á því að íslenskt
hagkerfi lyti sömu lögmálum og hagkerfi annarra landa.
verki. Verkföll komu náttúrlega ekki til greina. Það gerðist
ekki fyrr en eftir stríð, og þótti sögulegur atburður.
Hér á landi var ástandið allt öðruvísi. Hér höfðu menn
enga tilfinningu fyrir því að nauðsyn væri á ströngu taum-
haldi. Þvert á móti höfðu menn á tilfinningunni, að því
hærra sem launin væru spennt upp, því meiri verðbólga
sem væri í gangi, því meira yrðu Bretar og Bandaríkjamenn
að borga.
Heldurðu að ráðamenn hafi beinlínis hugsað þaimig?
Tiltrú á aðgerðir
Sjálfur var ég sannfærður um að eðlilegt
jafnvægi mundi skapast í viðskiptum
landsins. Raunin varð líka sú. Þegar menn
sannfærðust um að innflutningur væri frjáls
- og yrði það áfram - minnkaði eftirspurnin
eftir innfluttum vörum. Það var ekki lengur
eftir neinu sérstöku að sækjast. Og fólk fór
að spara. En margir efuðust lengi vel, ekki
síst embættismenn sem séð höfðu fyrri
tilraunir bregðast, þegar úthald og varasjóð
skorti. Um vorið 1960 mætti ég Gunnlaugi
Briem, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðu-
neytinu, fyrir utan Arnarhvol. Ég man enn
gleðisvipinn á andliti hans þegar við hittumst
og hann segir við mig: „Nú er þetta að ganga!
Ég varaðsjátölurnarumbankainnlánin. Nú
er fólk farið að spara. Það er farið að leggja inn - þá er þetta
farið að ganga!“
En þessi vantrú var ekki bara innanlands. Erlendis litu
menn líka á Islendinga sem eitthvert sérfyrirbæri. Mars-
hallhjálpin hratt af stað þróun meðal Evrópuþjóða, þar sem
þær áttu að afnema höft, koma gengismálum sínum í lag og
opna viðskipti sín á milli. Það var bara ekki gengið eftir því
gagnvart okkur. Við vorum að skáka í því skjóli, að við
værum svo litlir og hagkerfið svo einhæft. Þess vegna er
mér líka minnisstætt, þegar Kanadamaður að nafni Cahn,
aðstoðarframkvæmdastjóri OECD, segir við mig þetta sama
voríjúní, þegarhann kom hingað: „Oh my God, I believe
it is working!“, og hélt áfram að útskýra fyrir mér að það
kæmi honum alltaf á óvart þegar áætlaðar kerfisbreytingar
gengju upp.
Þessi vantrú útlendinga á efiiahagsstjórn okkar var ekki
ný afnálinni. Þér þótti ekki skemmtilegt að útskýra fyrir
Svíum á námsárunum, hvernig þessum málum vœri háttað
hjá okkur.
Jú það er rétt. Ég hef stundum sagt frá því, þegar einn
kennara minna, Ingvar Svennilsson, fór að spyrja mig um
efnahagsmál áíslandi. Mérofbauð sú efnahagslegaóstjórn
sem ríkti hér heima á stríðsárunum, hreinlega fyrirvarð
mig fyrir þetta og átti erfitt með að tala um það. Ég man enn
hvað mér leið illa að þurfa að segja honum frá þessari
stjórnlausu verðbólgu og vitleysu hér heima, sem þekktist
ekki í Svíþjóð.
Svíþjóð var náttúrlega ekki í stríði, en var umkringd og
varð að taka mið af stríðsástandinu. En þar var styrk þjóð-
stjóm undirforystu sósíaldemókrataog verkalýðshreyfingin
bar fullt traust til hennar og studdi dyggilega við bakið á
henni. Það var skömmtun og það var verðlagseftirlit, en
einnig var beitt peningapólitískum og fjármálapólitískum
ráðstöfunum.Salaríkisskuldabréfagegndimikilvæguhlut-
Nei, en menn sáu að þetta var svona. Og sú viðleitni, sem
stjórnvöld höfðu uppi til að hafa hemil á þessu, var brotin
niður í skæruhernaðinum 1942, þegar
Sósíalistaflokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt
á hálfu ári eða svo og tók völd og forystu
í verkalýðshreyfingunni og hélt þeim
ítökum um áratugi. Ég man eftir að heyra
Ólaf Thors tala um það feikna afl, sem
hefði verið sleppt lausu í þessum skæru-
hernaði og mér er nær að halda að þessi
reynsla hafi fylgt honum alla tíð og hann
viljað forðast að lenda aftur í slíkum
átökum. Ég er viss um að það skipti máli
1963, þegar grunnur var lagður að sáttum
viðreisnarstjórnarinnar við verkalýðs-
hreyfinguna.
Og eftir styrjöldina Ipieig allt í sama
farveg?
Já, gengið var náttúrulega snarvitlaust skráð og engar
hömlur gátu komið í stað rétts gengis til að hindra útstreymi
gjaldeyris. Þegar frá er talin tilraunin 1950, sem byggð var
á ti llögum Benjamíns Eirr'kssonar og Ólafs Björnssonar, þá
var allt reyrt í viðjar opinbers stjórnkerlis. Útflutningur fór
fram á grundvelli ríkisábyrgðar, sem var byrjun þess upp-
bótakerfis sem einkenndi áratuginn milli 1950 og '60. Ég
man að þegar ég hvarf frá Alþjóðabankanum eftir sjö ára
starf þar ti I að gerast efnahagsráðunautur ríkisstjórnar Her-
manns Jónassonar 1957 fór ég í kveðjuviðtal til Eugene
Blacks forseta bankans, sem var virtur maður og merkur.
Hann talaði um hvað það væri hörmulegt, þegar vel menntuð
þjóð, sem margt hefði til síns ágætis, gæti ekki stýrt efna-
hagsmálum sínum með betri árangri. Óg það var um þetta
leyti, sem tímaritið Economist birti grein um ísland undir
fyrirsögninni „Tight little island“. Þeir lögðu út af efni
þekktrar kvikmyndar, sem hlotið hafði mikla aðsókn víða
um heim. Hún fjallaði um skip hlaðið vínföngum, sem
strandar við eina af skosku eyjunum. Eyjarskeggjar bjarga
farminum í land og síðan fer öll eyjan á eitt dásamlegt
fyllirí. Greinarhöfundi fannst framferði íslendinga svipað,
þjóðin öll vildi vera á endalausu fylliríi, eyða og spenna.
Islendinga skorti allan sjálfsaga og sjálfstjórn. Marshallað-
stoðinni hefðu þeir eytt í vitleysu í stað þess að nýta hana
til að taka sjálfum sér tak, eins og aðrar Evrópuþjóðir.
Minnimáttarkennd
✓
Eg fann það líka á Ólafi Thors á fyrstu mánuðum
Viðreisnaraðhann var tregurtil aðhittastarfsbræður
sína í norrænu samstarfi. Honum fannst þeir líta niður á
íslenska forsætisráðherrann sem fulltrúa þjóðar, sem kynni
ekki fótum sínum forráð. Svo þegar Viðreisnin var komin
vel af stað brá Ólafur vana sínum og sótti fund forsætisráð-
Ólafur Thors
6