Vísbending - 20.12.1996, Qupperneq 7
ÍSBENDING
herra í Kaupmannahöfn. Hann hringdi í mig eftir heim-
komuna uppnuminn af móttökunum.
- „Þetta var bara allt annað líf‘! sagði hann. „Ég hefði
ekki trúað þessu. Þeir komu frain við mann af virðingu og
nánast aðdáun“!
Þetta voru mikil umskipti. Við áunnum okkur virðingu
á alþjóðavettvangi á ný. Við höfðum glatað öllu lánstrausti
á alþjóðalánsfjármörkuðum og orðið að slá lán út á hern-
aðarstöðu landsins. Vinstri stjórnin gekk með betlistaf milli
austurs og vesturs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði lokað
á lán vei ti ngar meðan við fengumst ekki t i 1 að brey ta kerfinu.
Alþjóðabankinn líka.
Þokast í markaðsátt
iðreisnin þokaði okkur inn í hið alþjóðlega mark
aðskerfþseinustum V-Evrópuþjóða. V-
Þjóðverjarriðu ávaðið 1948, Bretarhófu tiltekt
hjá sér 1952, Frakkland og Spánn ekki fyrr en
1958, Italía nokkru fyrr. Mikið af þessu gerðist
í gegnum Marshallaðstoðina, en við komum
okkur undan því á þeim forsendum að við
værum svo litlir og öðruvísi og þar fram eftir
götunum. Alls staðar þar sem söðlað var um í
átt til markaðskerfis urðu snöggar framfarir.
Sums staðar var meira að segja talað um
efnahagsundur.
Gylfi Þ. Gíslason nefnir nokkrar tölur í bók
sinni „ Viðreisnarárin Verðmœti þjóð-
arframleiðslunnar á mann hafi aukist um 143%
á milli áranna 1961-'65. Utfutningstekjurnar
tvöfölduðust ncestum því milli 1962-'66.
Kauptaxtar hœkkuðu um 123% eða um 17.4%
á ári. Atvinnutekjur verka-, sjó-, og
iðnaðarmanna um 188% eða um 23,6% á ári.
Vísitala framfœrslukostnaðar liœkkaði hins
vegar um 77% á sama tíma. Sums staðarmundu
svona tölur nœgja til að talað vœri um
efnahagsundur. En Gylfi tekurlíkafram aðþessi
aukning útflutningsteknanna hafi að 2/3 átt rót
að rekja til aukningarsíldveiðanna,ekki aðeins
að magni til heldur einnig til verðhœkkunar
afurða. Utflutningsverðlagið hafi hœkkað um
46%. Varþetta„efnahagsundur"eðavarþetta
bara heppni?
Við verðum að hafa í huga, að þótt þetta sé stuttur tími,
þá sýna meðaltöl ekki alla myndina. Árið 1960 var að mörgu
leyti erfitt. Aflabrögð voru treg og verðlag á útflutnings-
vörum lækkaði. Það var við þessar aðstæður sem kerfis-
breytingin barárangur: Gjaldeyrisstaða bankannabalnaði,
sparifjármyndunjókstogjafnvægi náðistmilli inn-ogútlána
íbankakerfinu. Hins vegar varóhjákvæmilegt að lífskjörin
versnuðu fyrst í stað. Vísitölubinding launa hafði verið
afnumin þar sem reynslan frá 1950 hafði sýnt að undan því
yrði ekki vikist. En verkalýðshreyfingin undi ekki þessari
kjaraskerðingu og knúði fram 13-17% hækkun launa í hörð-
um vinnudeilum 1961, auk 4% sem áttu að taka gildi árið
eftir. Hér reis sú hætta að ávinningur umbótanna glataðist
og þar með það traust á efnahagskerfinu sem skapast hafði
innanlands og utan. Því var gripið enn til gengisfellingar í
ágúst 1961, að þessu sinni um 13%, dollarinn fór úr 38
krónum f 43 krónur. Þetta reyndi mjög á stjórnina, en sam-
staðan varalgjör. Þráttfyrirumræðuríþingflokkumbeggja
stjórnarflokkanna spurðist ekkert út um það sem í bígerð
væri og menn hlíttu niðurstöðum. Gjaldeyrisvarasjóðurinn
náði hámarki í árslok.
Lítt til vinsælda fallinn
essi strangleiki varhins vegarekki til vinsældafallinn.
Sveitarstjórnarkosningarvoru vorið 1962,Ogefúrslit
þeirra voru færð yfir á alþingiskosningar var stjórnin fallin.
Stjórnarandstaðan var raunar mjög sigurviss. Ég minnist
þess að skömmu eftir þessar kosningar var boð með ein-
hverjum erlendum gestum í Ráðherrabústaðnum. James
Penfield var þá sendiherra Bandaríkjanna hér, líklega bú-
inn að vera í ár eða svo, og hafði verið fljótur að átta sig á
hvað klukkan sló í þjóðlífinu. Hann vareini útlendingurinn
í hópi gesta, sem urðu eftir, þegar hinu eiginlegaboði lauk.
Menn voru að leggja út af nið-
urstöðum sveitarstjórnarkosning-
anna og Hermann Jónasson var
mjög sigurviss og bauðst til að taka
veðmáli um að stjórnin mundi tapa
næstu kosningum. Gunnar Guð-
jónsson, síðarstjórnarformaðurSH,
segist taka hann á orðinu. Þá er með
Penfield að votti farið að greina skil-
mála veðmálsins sem snerust um
starfhæfan meirihluta á Alþingi.
Þingmennirnir voru þá 60, svo að
það þurfti að lágmarki 32 til að hafa
meirihlutaíbáðum deildum.Þaðvar
sem sagt ákveðið að ef stjórnarllokk-
amir fengju 32 þá tapaði Hermann.
Svo var ákveðið að veðmálið snerist
um kassa af viský, 12 flöskur. Her-
mann var svo öruggur með sig að
einhverhvíslaraðhann ætli aðborga
þetta í ráðherraviskýi, en það stóðst
náttúrlega ekki. Hann hefði ekki
orðið ráðherra nema með því að
vinna veðmálið. Hins vegar afhenti
hann aldrei kassann. Ég spurði
Gunnar að því nokkrum árum
seinna.
Þetta er sem sagt fyrsti kafli
Viðreisnar. Það var ekkert góðæri
komið, engin heppni falin í þeim
árangri sem náðist. Stjórnin stóð tæpt í kosningunum 1963.
Alþýðuflokkurinn tapaði manni, en Sjálfstæðisflokkurinn
fékk óbreytta þingmannatölu, þrátt fyrir nokkra
fylgisaukningu. Tæpara mátti það ekki standa.
Síldargróðinn
Ogþaðeráþessu kjörtímabili sem síldargróðinnhellist
fyrst að marki inn í samtelagið. Síld og sfldarafurðir
nema liðlega tíunda hluta útflutningsins 1959. Árið 1966
er þessi útflulningur orðinn næstum helmingur heildarút-
llutnings. Andstæðingar Viðreisnarreynduað teljasjálfum
sér og öðrum trú um að hún hefði lafað af fyrir þessa heppni,
þessa slembilukku. En það er ljóst að Viðreisnin stóðst
erfitt pról' miður hagstæðra skilyrða fyrstu tvö árin. Og það
mætti ennfremur spyrja hversu vel síldargöngurnar hefðu
nýst efnahagslífinu ef við hefðum enn búið við rangt gengi
og haftabúskap undanfarinna þriggja áratuga? Nú hafði
Síldarsöltun
7