Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Síða 10

Vísbending - 20.12.1996, Síða 10
IISBENPING kom verkalýðshreyfingin með 40% kauphækkunarkröfur, auk kröfu um styttri vinnutíma. Um haustið lagði ríkis- stjórnin því fram frumvarp um bann við kauphækkunum, verðhækkunum og vinnustöðvunum jafnframt því sem leit- að yrði leiða til frambúðarlausnar á vandamálum efna- hagslífsins. Verkalýðsforingjarnir og stjórnarandstaðan tóku þetta mjög óstinnt upp og á Alþingi urðu hatramar deilurumfrumvarpið. ÞaðerþásemþeirEðvarðSigurðsson og Ólafur Thors náðu saman (í nætur- heimsókn Eðvarðs til Ólafs að því er sagan segir) og frumvarpið var dregið til baka og verkfalli frestað. Þetta er ein síðasta aðgerð Ólafs sem forsætisráðherra, því að Bjarni Benediktsson tekur við stjórnar- taumunum 14. nóvember. Síðan tekst ekki að ná samningum og það verður verkfall, jólaverkfall, sem endar með 15% kaup- hækkunum og mátti þykja billega sloppið miðað við kröfurnar. Um áramótin reið á að fiskverðshækkun yrði sem allra minnst og þá var brugðið á það ráð að víkja út af efnahagsstefnunni og borga fiskkaupend- um bráðabirgðauppbót. Við treystum því að afurðaverðið væri á uppleið, eins og reyndist rétt, og þessi uppbót yrði þá afnumin. Vísitölubinding Það fór ekki hjá því að menn hefðu áhyggjur af vaxandi verðbólgu og þessum sífellda óróa á vinnumarkaði. Menn sáu að verkalýðshreyfingin var í raun búin að komast fram hjá afnámi vísi- tölubindingarinnar með því að semja að- eins til nokkurra mánaða í senn. Þvf er það, að þegar Bjarni hefur við- ræður við Eðvarð Sigurðsson og Björn Jónsson og fleiri forystumenn verkalýðs- félaga í apríl um vorið og sannfærist um að vísitölubinding launa sé algert skilyrði fyrirþvíaðsamningargeti tekist,aðstjómarflokkarnirfallast á þetta, með mismunandi ánægju þó. Menn töldu að meginávinningar umbótanna væru orðnir fastir í sessi og nú riði á að koma á meiri festu og lægja öldurnar. Þessum samningaviðræðum lyktaði með svonefndu júní- samkomulagi, er reyndist ntarka þáttaskil í samskiptum rfkisvalds og verkalýðshreyfingar þótt það tryggði í sjálfu sér ekki vinnufriðinn nema í eitt ár. Samningar annarra voru yfirleitt gerðir í anda samkomulagsins og sama má segja um samningana á næstu tveimur árum, 1965 og 1966. Nú var það verkalýðshreyfingin, nánar tiltekið Alþýðu- sambandsþing, semfelldi ríkisstjórn Hermanns Jónasson- ar, vinstri stjórnina. Hvers vegna heldurðu að samskipti viðreisnarstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna hafi tekist betur? Ég sannfærðist smátt og smátt um það af reynslunni að það væri farsælla fyrir hægri stjórn að vinna með verka- lýðshreyfingunni en vinstri stjórn. Vinstri stjórn ætlast til að verkalýðshreyfingin hafi hægt um sig í kjarakröfum og haldi aftur af fylgismönnum sínum. I staðinn ætlast verka- lýðshreyfingin til að þeirra menn, þeirra ríkisstjórn, standi ekki að efnahagsráðstöfunum, sem þeim eru þvert um geð. Eðvarð Sigurðsson Á þessum tíma var gengisfelling þar efst á blaði. Þannig verkar h vor aðilinn lamandi áhinn. Hins vegar hefur verka- lýðshreyfingin löngum haft trú á beinum aðgerðum í efna- hagsmálum, eins og verðlagseftirlili og innflutningshöft- um, en vantrú á markaðslausnum. í samskiptum við hægri stjórn er það ríkisstjórnin, sem tekur ábyrgð á þessum at- riðum. Verkalýðsforystan semur um kaup og kjör en ekki efnahagsstefnuna. Verkalýðsforingjarnir fá að vera sjálf- ráðir í staðinn fyrir að hafa verið handbendi flokksforystunnar, eins og ég ky nntist fyrir 1950, meðan ég var ennþá innanborðs í Sósíalistaflokknum. Frábiðja sér jafnvel pólitíska leiðsögn. Kannski segirþað okkur lfka eitthvað um ákveðna viðhorfsbreyt- ingu að verkalýðsforingjarnir Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson greiða atkvæði á alþingi með ríkisstjórninni haustið 1968, þegarhenni varheimilaðað sækja um aðild að EFTA, en stjórnar- andstaðan er annars öll á móti. V erkalýðsfory stan viðskila við stjóm- arandstöðu B jörn Jónsson Eg held að það megi fullyrða að for- ystumenn verkalýðshreyfingarinn- ar hafi á þessum tíma beinlínis orðið við- skila viðhinallokkspólitísku stjórnarand- stöðu, og Alþýðusambandið meir og meir farið að taka praktíska afstöðu í kjaramál- um fremur en pólitíska. Núorðið er þetta viðhorf ríkjandi og aðilar vinnumarkaðar- inshafaeigin hagfræðingatil aðleiðbeina sér um hvernig tilteknum markmiðum verði náð án þess að setja efnahagslífið allt á annan endann. Þessi þróun byrjaði í júní 1964. Þii hœttir störfum semforstjóri Efnahagsstofnunarinnar og efnahagsráðunautur ríkisstjórnarinnar 1969? Já, ég hafði raunar ákveðið að segja upp störfum og taka að mér starf í Venezuela á vegum Álþjóðabankans, þegar Pétur Benediktsson bankastjóri féll frá og mér var boðið að taka við starfi hans. Þar býst ég við að ég hafi af hálfu Bjarna Benediktssonar notið þess kunnugleika á atvinnu- lífinu um allt land, sem ég hafði aflað mér í starfi fyrir atvinnumálanefndirnar. Er eitthvað sérstakt sem þérfmnst að Itafi verið ábóta- vant í stefnu og starfi Viðreisnar? Það er einkum tvennt sem mér kernur í hug. í fyrsta lagi var það nti ki 11 ljóður á hennar ráði að vexti rnir skyldu aldrei gefnir frjálsir. Fyrir því reyndist ekki pólitískur vilji. 10

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.