Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Qupperneq 12

Vísbending - 20.12.1996, Qupperneq 12
ÍSBENDING og pólitískum ákvörðunum. Markaðurinn er farinn að gegna hlutverki sínu. Þegar þú nú lítur yfirfarinn veg og sérð þetta hagkerfi okkar að nokkru leyti með augum gestsins, hvernig finnst þér okkur hafa miðað frá stofnun lýðveldisins? Ég sé veimegun og svipuð lífskjör og maður sér beggja vegna hafsins. Þannig var það ekki þegar ég fór til útlanda fyrir stríð og árin á eftir. Þá var sláandi munur á flestum sviðum, í húsnæði, klæðaburði, vöruvali, húsbúnaði og nánast hvar sem litið var. Stúlkurnar, sem voru að giftast amerískum hermönnum á stríðsárunum og eftir stríðið, þóttust margar hverjar hafa himin höndum tekið að losna héðan úr fábreytninni og fátæktinni. Þessi munur er ekki sjáanlegurídag.OgBandaríkjamenn verðaaðleggjaharðar að sér í daglegu lífi en við; þar eru helmingi færri frídagar en hér, sumarleyfin helmingi styttri, vinnuharkan mikil. íslendingar að ná öðrum Þegar ég var að koma heim eftir 7 ára dvöl í Bandaríkjunum 1957, held ég að það hafi ekki hvarflað að mér að við yrðum búnir að aðlaga okkur alþjóð- legu hagkerfi fyrir aldamót. En við höfum náð það langt að við erum á lokastigi. Með því á ég við að við erum komnir með fjórfrelsið, með frjálsa vöruflutninga, frjáls þjónustu- viðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og frjálsan flutning vinnuafls. Smiðshöggið kom með EES. Mér þóttu merkileg ummæli Þorsteins Más Baldvinssonar í Samherja um að honum þætti ekkert athugavert við að leyfa hér erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi. Framsæknustu fyrirtækin eru farin að ryðja sér braut erlendis. Hlýtur það ekki að verða gagnkvæmt? Verði af þvf, þá er þessi fræga sérstaða íslensks hagkerfis brostin. Þá erum við að fullu orðin hluti af alþjóðlegu hagkerfi. En það er mikið starf framundan við að læra að vinna innan þessara nýju efnahagsskilyrða. Við þurfum að leysa upp ríkisbáknið og einkavæða. Póstur og sími er þar lyki latriði, ef við ætlum að hafa í fullu tré við aðrar þjóðir í rafrænum samskiptum. Það er margbúið að sýna sig að auðveldara er að stýra einkabönkum og einkareknu fjármálakerfi en ríicisbönkum. Því er nauðsynlegt að breyta þeim nú þegar í hlutafélög - það form ætti alls staðar að vera á opinberum fyrirtækjum - og einkavæða þá síðan. Og þetta gildir um allt kerfið, ríki jafnt og sveitarfélög, ekki síst Reykjavíkurborg, sem er þrælsósíalísk borg. Ég hef fyrir satt að Reykjavík sé sósíalískasta borg í heimi næst á eftir New York, ekki á eftir Moskvu, heldur New York sem nú er reyndar að laka sér tak - og ég vona að Reykjavík fylgi í kjölfarið. En hvað eigum við að gera við gömlu stjórnmálamennina okkar, efríkisskipuðu virðingarstöðurnar hverfa að mestu ? Það er vandamál. Bretar ley sa þetta með lávarðadeildinni. Svíar hafa landshöfðingjaembættin. Við höfum verið að leysa þetta gegnum utanríkisþjónustuna og bankakerfið, því miður. Spurningin er hvort Alþingi þurfi að sitja sem málstofa árið um kring? Hvort ekki sé nóg að það sitji svo sem fjórða part úr ári til að setja þau lög sem með þarf? Fastanefndir þess sinni eftirliti með framkvæmdavaldinu þess á milli. Þingmenn væru þá ekki lengur atvinnumenn, en héldu störfum sínum í atvinnulífinu og jafnframt beinum tengslum við samfélagið. Evrópusambandið M’aður þarf naumast að spyrja þig hver sé afstaða þín til inngöngu íslands í Evrópubandalagið? Ég taldi eðlilegast þegar þessi mál komu á dagskrá fyrir fjórum árum að íslendingar fylgdu öðrum Norðurlanda- þjóðum í umsóknarferlinum. Það má náttúrlega segja að úr því að Norðmenn kusu að standa utan við ESB sé ekki mikill skaði skeður: EFTA og EES halda velli þótt sá stofnanaþáttur sé óneitanlega veikur grundvöllur. Eg held hins vegar að til lengdar sé þessi staða óviss og ófullnægj- andi og nauðsynlegt fyrir okkur fyrr en síðar að fá fram með samningaviðræðum, h vaða kostir séu í boði. Við höfum þegar samþykkt fjórfrelsið og það er orðið hluti af við- skiptaumhverfi okkar. Rökrétt framhald er full aðild að Evrópusambandinu og það er jafnframt hið eina sem er samboðiðokkursem fullvaldaþjóð. Kvíði okkarfyrirþátt- töku í alþjóða samstarfi hefur alltaf reynst ástæðulaus. Hví skyldi annað gilda nú? Arið 1000 staðfestum við að íslendingar væru Evrópuþjóð með því að leiða inn þann sið, sem þá hafði breiðst út um alla Vestur-Evrópu. Færi ekki vel á því að endurnýja þá yfirlýsingu árið 2000? ufmmfam ® Samkeppnishæf kjör • Langur lánstími • Stuttur afgreiðslutími • Vísitölubundin lán • Erlendar myntir • Sveigjanleg endurgreiðsla • Virk þjónusta á lánstíma • Milliliðalaus lánveiting (0> IÐN LANASJOÐUR ÁRMÚLA 13a • 155 REYKJAVÍK«SÍMI 588 6400 12

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.