Vísbending - 20.12.1996, Síða 20
ÍSBENDING
inn til sín og segist Stefán hafa gert þeim ljóst að
utanríkisráðuneytinu bæri skylda til, skv. 91. grein hegn-
ingarlaga, „að vera á verði gegn slíkum fréttaflutningi, og
afleiðingunum yrði blaðið því að taka ef það þverskallaðist
við afturkölluninni.“
í 91. grein almennra hegningarlaga frá þessum heims-
styrjaldarárum (lög nr. 19, 12. febrúar 1940) segir m.a.
svo: „Hver, sem kunngerir, skýrirfráeðalæturáannan hátt
uppi viðóviðkomandi menn leynilegasamninga,ráðagerðir
eða ályktanirríkisinsum málefni.sem heillþesseðaréttindi
gagnvart öðrum rfkjum eru undir komin, eða hafa miki 1 væga
fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina
gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.“
Ekki er fullljóst hvað fyrir Vilhjálmi Þór vakti með því
að hóta Morgunblaðinu málssókn á grundvelli þessa laga-
ákvæðis né yfirleitt þessum skollaleik við ritstjóra blaðsins.
Engin efnisleg rök sýnast fyrir þessum hörðu viðbrögðum,
tillagan um að flytja Pétur til Moskvu hafði verið til umræðu
í tvo mánuði, m.a. í utanríkismálanefnd, og var þannig á
margra vitorði. Til dæmis má nefna að ellefu dögum áður
en Morgunblaðið birti frétt sína, kom stjórn Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna ti 1 sérstaks fundar sem ályktaði að skora
á utanríkisráðherra að Pétur Benediktsson verði „áfram
sendiherra í London og ekki fluttur þaðan svo sem heyrst
hefur“. Fiskútflytjendur mátu störf Péturs í London ákaflega
mikils. Þá nær engri átt að álykta að frétt Morgunblaðsins
hafi ljóstraðupp„leynilegumsamningi“sem„heiH“íslands
hafi verið komin undir og engum fjárhags- eða viðskipta-
hagsmunum rfkisins var stefnt í voða með birtingu fréttar-
innar. Heimurinnhafði umannaðaðhugsaáramótin 1943-
44 en flutning á starfsmanni í utanríkisþjónustu Islands! Þá
er óskiljanleg sú fullyrðing Vilhjálms að frétt Morgun-
blaðsins hafi „í verulegum atriðum“ verið röng, hún reyndist
í öllum atriðum hárrétt, eins og kom á daginn aðeins fáunt
dögum síðar. Líklegast er að Vilhjálmur hafi einfaldlega
talið að frétt Morgunblaðins gæti stefnt í tvísýnu áformum
hans um að senda Pétur til Moskvu, auk þess sem hann
hefur viljað nota tækifærið til að sýna ritstjórum blaðsins
„vald“ sitt.
Meðan Pétur dvaldi í Reykjavík gekk hann á fund utan-
ríkismálanefndar Alþingis og var þar hælt á hvert reipi fyrir
störf sín í London. Var greinilegt að mikils var vænst af
sendiför hans til Rússlands. Pétur sagðist nú hafa „sætt sig
við það, sem ráðamenn hefðu ráðið“. Hann kvaðst þó
tæplega eins bjartsýnn og aðrir um verkefni í Rússlandi.
Hann taldi ólfklegt að Rússar væru reiðubúnir að gera
almenna verslunarsamninga, heldureinvörðungu samninga
um einstakar vörutegundir, svo sem á daginn kom. Hann
kvað það samt sem áður eitt af sínum helstu verkefnum að
athuga möguleika á verslun og viðskiptum milli landanna.
Pétur Benediktsson var skipaður fy rsti sendiherra Islands
í Sovétríkríkjunum 21. janúar 1944 og þann 10. apríl hélt
hann af stað áleiðis þangað frá London. Hann afhenti
trúnaðarbréf sitt Kalinin, forseta æðsta ráðs Sovétríkjanna,
7. maí 1944, en hitti síðan Molotov utanríkisráðherra
stuttlega að máli.
Pétur var lengi einsamall í Moskvu og leiddist mjög, en
um haustið kom loks aðstoðarmaður hans, PéturThorsteins-
son, síðar sendiherra. Tók Pétur nafna sínum fagnandi, en
þaðhafði verið skilyrði hans þegarhann sættistáaðfaratil
Moskvu að hann fengi að velja sér aðstoðarmann sjálfur. í
bréfi til Ólafar systur sinnar sagði hann að nafni sinni væri
„einmitt þess konar maður, sem vert væri að kjósa til farar
með sér á Norðurpólinn.“ Hann bætti við:
„Ég hugsa stundum til þess með skelfingu, hvernig lífið
hefði orðið hér, ef Vilhjálmur Þór hefði kosið mér aðstoð-
armann í sinni eigin mynd!“
Höfundur vinnur að œvisögu Péturs Benediktssonar.
Markmið og hlutverk
r Lánasýslu ríkisins)
Lánasýsla ríkisins var stofnuð árið 1990 með lögum frá Alþingi.
Hlutverk hennar er að annast lántökur ríkissjóðs og ríkisstofnana innanlands og utan, útgáfu og
sölu ríkisverðbréfa á innlendum markaði og fara með endurlán lánsfjár og ríkisábyrgðir.
Meginmarkmið Lánasýslu ríkisins eru m.a:
Halda erlendum og innlendum vaxta- og fjármagnskostnaði ríkisins í lágmarki.
Efla markað fyrir ríkisverðbréf á innlendum fjármagnsmarkaði með kynningu og þjónustu.
Efla lánstraust íslenska ríkisins á erlendum lánsfjármörkuðum og bæta þannig lánskjör þjóðarinnar erlendis.
Undir Lánasýslu ríkisins heyra þrjú meginsvið:
Útboð, sala og innlausn ríkisverðbréfa.
Áskrift spariskírteina ríkissjóðs.
Ríkisábyrgðasjóður.
Lánasýsla ríkisins gegnir mikilvægu hlutverki við að
stuðla að heilbrigðri þróun íslensks fjármagnsmarkaðar
og aukinni vitund almennings um sparnað og fjárfestingu
í öruggum verðbréfum.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070.
20