Vísbending - 20.12.1996, Page 23
minna en nokkra hestburði af vaðmáli.
Vaðmálið hafði sem sagt þann kost að vera verðmætt
miðað við þyngd og jafnframt hægt að pakka því þétt svo
að vaðmálsfarmur nýtti sæmilegaburðargetu skipsins. Báða
þessa eiginleika skorti skreiðina mjög tilfinnanlega svo að
það dærndi hana alveg úr leik sem útflutningsvöru. Hins
vegar voru loðskinn mjög eftirsóknarverð fyrir kaupmenn,
jafnvel þótt ekki væri nema kattarskinn, því að þau fylltu
svo lítið í skipinu miðað við verðmæti. Þar skipti ekki
meginmáli hvort framleiðsla þeirra á Islandi var í sjálfu sér
samkeppnisfær við erlenda framleiðslu.
Farmenn réðu miklu
egar farmenn höfðu selt íslensku vöruna ytra og
bjuggust til Islandsferðar áný, völdu þeir sér að sjálf-
sögðu farm eftir því hvað eftirsóttast var á Islandi og í
hæstu verði miðað við verðhlutföll í Noregi, þó þannig að
farmurinn væri ekki of dýr. Of gírugur kaupmaður, sem
flytti mikiðaflérefti og dýrum litklæðum, vönduðum vopn-
um, malti og hunangi til ölgerðar, reykelsi og glergluggum,
hann kæmist aldrei heim með andvirðið. Þess vegna var
hyggilegt að flytja að nokkru leyti byggmjöl, sem var eftir-
sótt í graut og bar háa álagningu þótt íslendingar greiddu
þaðekki meðjafnþyngdsinniívaðmálum.ogjafnveltimbur
til að nýta það rými í skipinu sent eiginlega var afgangs á
leiðinni til íslands.
Við vildum kannski hafa vit fyrir stýrimönnunum fornu
og stinga upp á að þeirfjárfestu bara á Islandi, flyttu þangað
eins dýra farma og best hentaði og keyptu svo jarðir eða
búfé fyrir þann hluta andvirðisins sem þeir kæmu ekki í
skip. En h vernig ættu þeir þá að koma til sín leigutekjunum
sem slíkar eignir gæfu? Nei, þeir yrðu að flytjast til Islands
ogbúa ájörðum sínum sjálfir til að njóta slíkrarfjárfestingar.
Og það freistaði þeirra einhvern veginn ekki.
Á fyrsta skeiði íslandssiglinga hefur þetta samhengi
flíSBENDING
kannski snúið öðru vísi við. Landnámi var þá nýlokið, fólks-
fátt í landinu og sennilega talsverður innnytjendastraumur.
Innnytjendur, sem ætluðu að koma undir sig fótunum á
Islandi með því að kaupa þar ódýrt land og vísi að bústofni,
hafa selt eignir sínar í gamla landinu og haft með sér varning
sem auðvelt væri að rtytja og í háu verði á Islandi. Þeir
þurftu ekki að hafa áhyggjur af að koma andvirðinu aftur
úr landi. Farmenn hafa þá tekið marga farþega til íslands og
e.t.v. haft nóg rúm í skipunum hina leiðina til að nytja frá
Islandi matvæli eða óunna ull. En þegar fólksnutningi til
landsins linnti hefur fljótt komið upp sú staða sem við
þekkjum frá seinni hluta þjóðveldisaldar. Bæði kaupmenn
og íslenskir ferðalangar voru f vandræðum með að troða í
skipin öllum þeim verðmætum sem þeir vildu Bytja með
sér úr landi. Þessi vandræði komu íslendingum upp á að
vefa klæði úr útflulningsullinni, binda þannig í henni nýtt
verðmæti sem hvorki hafði þyngd né rúmtak. Þannig gerðu
þrengslin í víkingaskipunum Forn-Islendinga að iðnaðar-
þjóð.
ýlebilecf, jót <Kjf {jWWzfct ýtelbilefy jil ocf {wiocett
fóomOMcU <vt fóomcuidi vi
Landssamband Ábyrgð hf.
lífeyrissjóða
ýtobitecf fót ocf {jcvwxtt
fóomcuicU <vi
Nói-Síríus hf.
tftábiley jót ocf {cvucdt
teomcuicU <vi
Póstur og sími
23