Vísbending - 20.12.1996, Qupperneq 26
ÍSBENDING
hraða venjulegs hljómlistargeisladrifs. Náðst hefur sam-
komulag um nýtt form á geisladiskum sk. DVD sem geta
geymt allt að 4,7 gígabætum en venjulegur geisladiskur í
dag geymir um 0,7 gígabæti. Búast má við að nýir diskar
komi á markaðinn fljótlega. Þessirdiskarverðaekki aðeins
töl vudiskar, heldur er búist við að á þeim verði dreift kvik-
myndum í framtíðinni og munu þær vera betri að gæðum
en þau myndbönd sem nú eru á markaðnum.
Margmiðlunarbúnaður er orðinn staðalbúnaður nýrra
tölva. Hljóðkort, hátalarar, míkrófónar, útvarpskortogsjón-
varpskort þykja nauðsynleg þeim sem ætla nýta möguleika
búnaðarins sem best.
Netin geta verið flöskuháls
Notkun samskiptaneta til að tengja saman tölvur eða
jafnvel tölvukerfi verður sífellt meiri. Sá böggull
fylgir þó skammrifi að gagnamagnið í venjulegri tölvu-
vinnslu fyrirtækja vex hratt og kostnaður við stækkun
netkerfa vex ekki endilega í sama hlutfalli. Stækkun-
armöguleikar netkerfa eru oft takmarkaðir og því getur
verið þörf á að skipta um lausn þegar mörkunum er náð.
Netlausnir geta verið allt frá því
að tengja saman einstakar tölvur í
litlu fyrirtæki þannig að hægt er að
skiptast á skjölum og upp í það að
tengja saman mörg smærri net í
heildarnet stórfyrirtækis. Hluti net-
kerfisins er oft hluti af stýrikerfinu
sem keyrt er á tölvunni en einnig
skiptasjálfartengingarnarmáli.Það
nýjastaersennileganotkun útvarps-
bylgja til að tengja saman tölvur. Þá
er ekki kapall og tengikort í
tölvunum heldur útvarpsmóttakari
og sendir. Einnig hafa verið reyndar
innrauðar tengingar og eru þær dá-
h'tið að ná fótfestu, sérstaklega varð-
andi jaðarbúnað svo sem prentara.
Stýrikerfin öruggari
Samstíga örri þróun vélbúnaðarins hefur orðið mikil
framþróun í stýrikerfum. Grafísk notendaskil hafa
tekið stórstígum framförum og tengingar nýrra tækja og
búnaðarer mun einfaldari en áður. Möguleikar til að stýra
aðgangi notenda og rekstri tölvukerfanna fara vaxandi og
rekstraröryggi kerfanna er stórbætt. Samhliða þessu eru
stýrikerfin frekari á búnað tölvanna, t.d. er fullyrt að
Windows NT sem er stýrikerfi fyrir stærri tölvunet þurfi
minnst 24 megabæti af innra minni og þurfi 120 megabæti
af hörðum diski en Windows 95 þarf 16 megabæti af innra
minni og þarf 40 megabæti af hörðum diski. Microsoft
hyggst setja á markaðinn nýja útgáfu af stýrikerfi á næsta
ári: Windows 97 en ef horft er til yfirlýsingagleði fyrir
útgáfu Windows 95 þá geta liðið nokkur ár þar til þessi
útgáfa lítur dagsins ljós.
Afritun er mikilvæg
Mörgum yfirsést mikil vægi afritunar. Flestir gera sér
einhverjagreinfyrirmikilvægi tölvunnarogþjón-
ustu hennar í rekstri fyrirtækja og stofnana en ekki er víst
aðallirhugi að þvíhvaðverðurefbúnaðurinn bregst. Afritun
er nauðsynleg og að því ættu heimanotendur einnig að
huga. Til afritunar er hægt að fá segulbönd, lausa diska og
ýmsa aðra miðla. Athuga þarf að sumar lausnirnar eru ekki
endilega komnar til að vera og því er mögulegt að menn
dagi uppi með afritunarbúnað sem ekki er hægt að þróa
frekar.
Fyrirtæki þurfa að huga að því hvað myndi gerast ef
stóráfall dynur yfir. Ef bruni eyðilegði tölvubúnaðinn þá
þyrfti að vera til neyðaráætlun þar sem annaðhvort væri
hægt að fá athvarf hjá einhverjum öðrum eða útvega búnað
með hraði. Oft liggur mikið við og hugsanlegt er að slíkt
áfall riði fyrirtæki að fullu. Neyðarathvarf hefur verið í
boði f takmörkuðum mæli hérlendis.
Hugbúnaðurinn þroskast
Fyrir notandann skiptir hugbúnaðurinn mestu. Þróun
hugbúnaðar hefur verið ör síðustu ár, sífellt koma fram
nýjar útgáfur af eldri búnaði og einnig koma fram nýjungar.
Almennt má þó segja að hugbúnaður hefur þróast í það að
bæta nýjungum við eldri hugbúnað fremur en að nýr búnaður
sem gjörbreytir
öllu komi fram á
markaðinn. Fyrir
almennanotendur
eru ritvinnsla,
töflureiknir,teikni-
eða skyggnuforrit
g hugsanlega
gagnagmnnsfon-it
allt sem þarftil að
sinnanánastöllum
tölvuþöifum.Ekki
hafa orðið veru-
legarbreytingará
þessum tegund-
um hugbúnar nú
síðustu mánuði
enda vandséð að einhverjar meiriháttar breytingar sé hægt að
gera á þessum tólum. Hins vegar hafa þessar tegundir hug-
búnaðar þróast all hratt á síðustu árum og viðbætur verið
gagnlegar í flestum til vikum. Oft er hægt að kaupa þessi forrit
í einum pakka og spara nokkurt fé. Nýjungamar eru senni-
lega flestar í leikjaforritum en þar virðist vera sífelld upp-
spretta nýjunga enda er markaðurinn fyrir leiki stór. Nánar er
vikið að Intemetinu og þróuninni þar í sér kafla.
Hópvinnukerfi opna
nýjar víddir
Fyrir vinnustaði er sennilega mesta breytingin notkun
sk. hópvinnukerfa. Þessi kerfi auðvelda samvinnu
einstaklinga og hópa með tækjum og tólum. Nefna má
tölvupóst, sameiginlegar viðskiptavinaskrár, dagbækur,
skjalastýringarkerfi og gæðastjórnunarkerfi. Með þessum
kerfum er hægt að halda með þægilegum hætti utan um
vinnu í hópi, hvort sem er um einstök verkefni eða daglegt
amstur er að ræða. Hægt er að stýra aðgangi að skjölum,
senda skjöl í töl vupósti til útvalinna, vinna saman að breyt-
ingum og dreifaefni. Einnig er hægt að stillaupp fundaplani
þar sem tekið er tillit til dagbókar allra fundarmanna. Hægt
26