Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Síða 30

Vísbending - 20.12.1996, Síða 30
V ISBENDING Sameignarkerfið Umdeildar staðhæfíngar ekktasta rit von Mises, Sameignarkerfið (Die Gemeinwirtschaft, á ensku :Socialism), kom út í Jena árið 1922. íbókinni tók von Mises til athugunarhiðsósíal- íska hagkerfi þar sem gert var ráð fyrir að framleiðslutækin væru í eigu hins opinbera og atvinnulífinu væri stjórnað á grundvelli víðtækra áætlana. Komst hann að þeirri niður- stöðu að slíkt hagkerfi gæti ekki talist skynsamlegt frá hag- fræðilegu sjónarmiði. Það hlyti að leiða til öngþveitis og upplausnar. Rit þetta er merkilegt fyrir þær sakir að í ljósi sögunnar reyndist von Mises sannspár um hrun Sovét- ríkjanna sem þá voru enn á bernskuskeiði. Hér skal þess freistað að skýra tengslin á milli huglægu virðiskenningar- innar og gagnrýni von Mises á hið sósíalíska hagkerfi í megindráttum. Klassísku hagfræðingamir, að Marx undan- skildum, voru einlægir talsmenn frjálsrar samkeppni og strangratakmarkanaáafskiptumríkisinsafhagkerfinu. Sú afstaða þeirra var þó í raun ekki í neinum tengslum við virðiskenningu þeirra. Marx dró hins vegaraðra ályktun af því afbrigði vinnuverðmætiskenningarinnar sem hann að- hylltist og var rýmri í fræðilegum skilningi en kenning annarra klassískra hagfræðinga. Af kenningunni dróhann þá ályktun að skynsamlegasta skipan efnahagsmála væri allsherjarþjóðnýting og afnám hins frjálsa markaðar. Á því leikur ekki vafi að ályktanir Marx voru fullkomlega rökrænar miðað við þær forsendur sem hann gaf sér. Ef til er mælikvarði á það utan við markaðinn hvernig fram- leiðsluöflin verði best nýtt, til dæmis það vinnumagn sem fer í að framleiða vöru, er ekkert því til fyrirstöðu að fela opinberum aðilum ákvörðunarvald í efnahagsmálum. Ef það eru hins vegar þarfirnar sem ákvarða verðgildi eða virðið, eins og Vínarskólinn hélt fram, verður þekking á þörfunum frumskilyrði þess að framleiðsla og þarfir verði samræmdar. Allir voru hagfræðingarnir þó sammála um að slík samræming sé markmið efnahagsstarfseminnar. Tengsl kenninganna Tengslin á milli huglægu virðiskenningarinnar og kenningar von Mises um að skynsamleg nýting fram- leiðsluafla í miðstýrðu sósíalísku hagkerfi sé ómöguleg ættu nú að vera ljós. Markaðurinn ereina boðmiðlunarkerfið sem getur gefíð upplýsingar um hverjar þarfír og smekkur fólks eru. Þótt neysluvöru sé dreift á markaði í miðstýrðu hagkerfí leysir það ekki vandann því enginn markaður er þar fyrir framleiðsluþættina sjálfa. Þarhafa fyrirtækin og stjómendur þeirra því enga viðmiðun eða markmið sem eru sambærileg við gróða og tap á frjálsum markaði. Af hlýst stöðug hætta á offramleiðslu á sumum vömm á meðan aðrar skortir. Þetta gerist ekki endilega vegna illvilja valdhafanna, helduroftog jafnvel aðallega vegna skorts þeirra á nauðsynlegum upp- lýsingum um þarfir markaðarins. I miðstýrðu hagkerfi em þaðóhjákvæmilegaþarfirogsmekkurvaldhafannasemráða, ekki þarfír fólksins. Þetta skýrir líka eftir kenningum von Mises (og síðar Hayeks) hví öll stjórnkerfi byggð á sam- eignarhyggjunni hafa reynst vera einræðis- og ógnarstjómir í einni eða annarri mynd. Þar sem ekki hafa allir sömu þarfír og smekk og stjómarherrarnir verður að koma því til leiðar að allir verði steyptir í þeirra mót svo nauðsynleg samræming fáist. Af þessum sökum verður einnig nauðsynlegt að telja fólki trú um að stjómarherrarséu óskeikulir. Öll andstaða við og gagnrýni á stjómvöld ógnar kerfínu og slíkt verður að berja niður með harðri hendi. Baráttumönnum hættirhins vegarstundum til að setja fram fullyrðingar sem ekki standast ströngustu vísindalegar kröfur. Þannig deildu margir á von Mises fyrir þá staðhæfingu að sósíalískt hagkerfi leiddi til öng- þveitis og upplausnar og bentu á að slíkt kerfi hafi þrátt fyrir allt verið rekið um margra áratuga skeið í Ráðstjórn- arríkjunum og ýmsum löndum Austur-Evrópu. Þótt sagan hafi nú tekið málstað von Mises er nokkur broddur í þessari gagnrýni. í því sambandi verður þó að hafa í huga þær forsendur sem von Mises miðaði við. Hann gerði ráð fyrir því að markaður og notkun gjaldmiðils væru með öllu af- numin í hinu sósíalíska hagkerfi en vörum dreift með alls- herjarskömmtun. Okkur er einungis kunnugt um tvö dæmi þess að slíkt hafi verið reynt. Annað er hinn svonefndi stríðskommúnismi fyrsteftirvaldarán BolsévikaíRússlandi árið 1917. Hitt er sú skipan efnahagsmála, sem Pol Pot reyndi í Kambódfu eftir valdatöku Rauðu khmeranna árið 1975. Afleiðingin í báðum tilvikum var algjört öngþveiti í efnahagsmálum, hungursneyð og ógnarstjórn. Lenín skyldi fljótt að efnahagskerfi án markaðar er óstarfhæft. Hann skyldi einnig að ráðstjórnin yrði ekki langlíf án innri markaðar og viðskipta við ríki auðvaldsins ívestri. Mark- aðsbúskapurvarþvíendurreisturíSovétríkjunum snemma á þriðja áratugnum með NEP-stefnu Leníns. Stjórn Pols Pots hélt aðeins velli í fjögur ár í skjóli skefjalausrar grimmdar og voðaverka. I löndum Austur-Evrópu var á tímum kalda stríðsins stuðst við markaðinn sem dreifing- arkerfi að meira eða minna leyti í tilraun til að afstýra því öngþveiti í efnahagsmálum sósíalísku ríkjanna sem von Mises taldi óhjákvæmlegt miðað við forsendur sínar. Nú er nokkuð um liðið síðan sóslíalistastjómir hurfu frá völdum íausturvegi. Þótttekisthafiaðhaldarekstri hins sósíalíska hagkerfis saman um skeið með hervaldi og kúgun virðist efnahagsástand í þeim heimshluta, eftir tæplega hálfrar aldar sósíalisma, renna stoðum undir kenningar von Mises. Að vísu er enn umdeilt hvort hin ófullkomna þjónusta viðneytendurísósíalískumríkjumhafi veriðóhjákvæmileg afleiðing hins sósíalíska hagkerfis eða eigi aðeins rætur að rekja til misheppnaðrarframkvæmdar. Þótt telja megi von Miseseindreginnfylgismann fyrri skoðunarinnargerðihann þeirri spurningu ekki afgerandi skil í ritum sínum. Læri- sveinn hans, Hayek, hefur hins vegar sett fram röksemdir fyrir því að markaður, sem fullnægja eigi því hlutverki svo að viðunandi sé að samræma neysluþarfir og framleiðslu, geti aðeins þrifist þar sem séreignarréttur á framleiðslu- tækjum sé viðurkenndur. Að líkindum eru kenningar von Mises um sósíalismann ekki eins umdeildar nú, eftir hrun sósíalismans í okkar heimshluta, og áður. Mörgum finnst þó eflaust nóg um aðrar efnahagskenningar hans, svo sem einarða andstöðu hans við hvers konar ríkisafskipti önnur en þau er miða að því að halda uppi lögum og rétti og tryggja óhefta starfsemi markaðarins. Segjamáaðíþessum efnum gangi hann öllu lengra en þeir Hayek og annar kunnasti frjálshyggjumaður tuttugustu aldar, bandaríski hagfræðingurinn Milton Friedman. Hvað sem öðrum ágr- einingi líður munu þó flestir sammála um að von Mises eigi heiðurinn af því að hafa með bók sinni um sameignarkerfið hafið á fræðilegum grundvelli umræður um það að hvaða leyti sé unnt að samræma framleiðslu og þarfir neytenda í miðstýrðu hagkerfi sem hefur verið eitt af megin deilu- efnum í stjórnmálum þessarar aldar. 30

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.