Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Síða 4

Frjáls verslun - 01.03.1939, Síða 4
Vilhjálmur t>. Gíslason: Bjarni riddari S'lVGrtsQn að var lengi álit margra manna, sem Jónas Hallgrímsson kvað í gamni, að „íslencl- urinn ætla ég sé illa fær til að drífa handel“. Því var haldið fram af dönskum einokunar- kaupmönnum gegn íslenzkum kröfum um verzlunarfrelsi, að viðskiftalífið mundi ekki geta þrifist í höndum íslendinga sjálfra, enda hefðu þeir ekkert við verzlun fengist. í jan- úarhefti. þessa tímarits sagði ég dálítið frá deilunum, sem urðu upphaf þess, að íslands- verzlunin var gefin frjáls og nefndi að lokum nokkura kaupmenn, sem gerðust brautryðj- endur íslenzkrar verzlunar og innlendrar kaupmannastéttar. Einn þessara manna var Bjarni Sívertsen riddari, sem lengst af var kaupmaður í Hafn- arfirði. Hann var einn af öndvegismönnum íslenzkrar verzlunarsögu, stórhuga og um- sýslumikill athafnamaður og hafði heillarík áhrif á íslenzkt viðskiftalíf á örlögþrungnum umbrotatímum í milliríkjamálum og sigling- um. Bjarni Sigurðsson, — eins og hann hét réttu nafni, áður en hann sneri nafni sínu á danska vísu í Sívertsen, eins og ýmsir fleiri — var al- inn upp við illa verzlunarhætti. Hann var fæddur í Selvogi 6. apríl 1763 og var upp- haflega ætlað það hlutskifti, að verða bóndi, eins og ættmenn hans aðrir og mun framan af árum hafa vanist venjulegum sveitastörf- um og sjósókn. Eftir að hann giftist Rann- veigu Filippusdóttur, vel gefinni dugnaðar- konu af góðum stofni, reistu þau bú í Selvog- inum og farnaðist vel. Þar fór Bjarni fyrst að hafa afskifti af verzlun, og þeir fleiri bændur, í þeim tilgangi, að létta af þeirri ánauð, er þeir þóttust kenna af viðskiftum dönsku fasta- kaupmannanna. Þeir verzluðu samt ekki sem sjálfstæðir kaupmenn, heldur voru þeir um- boðsmenn fyrir lausakaupmenr, sem voru þar um slóðir, Rylandsbræður. Varð út af þessu stamp oo; stimpingar, því að Dönum, sern ein- valdir höfðu verið um verzlunina og haft ráð Einn af brautryðjendum íslenzkrar verzlunar fólksins í hendi sér, var illa við þessar inn- lendu verzlunarhreifingar og brugðu fæti fyrir þær. Steindór sýslumaður, sonur Finns biskups, studdi að vísu viðleitni Bjarna, en samt fóru svo ieikar, að þeir urðu undan að láta í svip, og var talið svo af yfirvöldunum, að verzlun þeirra bændanna væri óleyfileg. Það var ekki ný bára, að íslendingar bæru FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.