Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Side 5

Frjáls verslun - 01.03.1939, Side 5
Hafncirfjörðurm (með'dönsku verzlunarhúsunum) eins og hann var á uppvxtaráruni Bjarna riddara. Teikning frá 1772 skarðan hlut í viðskiftunum við danska kaup- menn. En hér skeði nýungin — sú nýung, að bóndinn í Selvoginum lét ekki beygja sig og ekki sveigja sig af þeim vegi, sem hann var kominn út á. Það var kominn í hann kaup- sýsluhugur og hvort sem því hefir valdið þrá og kergja hans eins, eða í og með hvatning annara, þá hélt hann áfram tilraunum sínum til þess að fá viðurkendan verzlunarrétt sinn. Út af því varð enn togstreita. Hann fékk borg- arabréf í Vestmannaeyjum 1789, en var svift- ur því aftur, og enn fyrir áróður danskra! kaupmanna, en samt fór svo að lokum, að hann hélt velli. Telja má, að verzlun Bjarna Sívertsen hafi verið komin á fastan fót 1793, eftir barnings- árin þar á und&n. Það ár fór Bjarni utan, því að þá losnaði Hafnarfjarðarverzlun, og hófst þá fyrir alvöru umsýsla hans og fjölþættar at- hafnir í útvegi og verzlun. Rak Bjarni eftir þetta fyrirtæki sín með forsjálni og framsækni í kringum fjörutíu ár og segir Espólín svo um hann í Árbókunum, að ,,hann var beztur kaup- maður þar syðra, og þeir Flensborgarinn í Hafnarfirði, því Reykjavíkurkaupmenn voru flestir vesalingar og komu með verðlitla vöru, en eyddu skjótt mikilli". Hafnarfjarðarverzlunin var ekki sérlega FRJÁLS VERZLUN girnileg þegar Bjarni tók við henni. Að vísu lá staðurinn vel við verzlun og það hafði jafnvel komið til tals um miðja 18. öldina, þegar verið var að ráðslaga um kaupstaðina og verzlunar- frelsið, að gera Hafnarfjörð að höfuðstað landsins. En úr því varð ekki og það varð hlut- verk Bjarna Sívertsen öðrum fremur, að byggja upp Hafnafjörð sem íslenzkan kaupstað. Hann keypti Hafnarfjarðareignirnar fyrir 2474 rík- isdali. Verzlunarhúsin voru þá úr sér gengin og staðurinn á ýmsan hátt illa haldinn. 1 utan- för sinni fékk Bjarni 4000 rd. lán hjá verzlun- arnefndinni til framkvæmda sinna, en sjálfur mun hann einnig hafa verið allvel fjáður. Á næstu árum eignaðist hann meira og meira af Firðinum, eftir því sem hann færði út kví- arnar. Hann eignaðist, auk Jófríðarstaða og Óseyrar, Hvaleyrina, keypti hana 1815 fyrir um 1200 rd. Hafnarfjörður var á þessum árum fyrst og fremst það sem Bjarni Sívertsen gerði hann. Húsin í Firðinum voru fá og lág. Þar voru að- eins tvö kaupmannshús og nokkur vörugeymslu- hús, segir Mackenzie, en um hús Bjama segir hann, að það sé eitt hið snyrtilegasta og þægi- legasta hús eða heimili, sem hann hafi komið 1 Framh. á bls. 27 5

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.