Frjáls verslun - 01.04.1940, Side 1
4. TBL.
2. ÁRG.
19 4 0
VERZLUNARMANNAFELAG
REYKJAViKUR
FRJALS
VERZLIIN
M
i ARGIR verzlunarmenn munu hafa hugleitt það síðustu dagana,
hvers vegna formaður Framsóknarflokksins, ásamt tveim samherjum sínum,
fann hvöt hjá sér til að stanza stórt hagsmunamál verzlunarfólks, með því að
neita um afbrigði frá þingsköpum. Oað er algengt síðustu daga hvers þings
að mál sem tafist hafa eða komið seint fram, fá afgreiðslu með afbrigðum.
Hitt er mjög óvenjulegt að synjað sé um afbrigði, jafnvel málum sem mikill
styr stendur um. Frumvarpið um launabætur verzlunarfólks hafði ekki mætt
neinni mótspyrnu. Allir virtust á einu máli um það að sanngjarnt væri að það
næði fram að ganga. Oað átti aðeins eftir síðustu umræðu í efri deild til þess
að ná staðfestingu. Pá gekk formaður Framsóknarflokksins fram fyrir skjöldu
og ónýtti málið með svo ódrengilegum hætti að ekki mun skjótlega gleymast.
Var þetta hefnd þess manns sem aldrei getur leynt hatri sínu til stétta
og einstaklinga er ekki hafa sömu lífsskoðun og hann sjálfur? Eða kom þarna
í Ijós þörtin að fullnægja þeirri tilhneiging að slá andsfæðing af því hann lá
vel við höggi? Hvorttveggja getur verið ástæðan.
Margir mundu hafa látið sér til hugar koma, að framsóknarmennirnir
hefðu frekar lagt krók á leið sína til að samþykkja frumvarpið, sem hlauf að
hafa útgjöld í för með sér fyrir hina marg-níddu og hötuðu kaupmannastétt.
Ef til vill var umhyggjan fyrir kaupfélögunum meiri en hatrið á kaupmönnun-
um og frumvarpið því verið drepið til þess að félögin kæmist hjá að greiða
starfstólki sínu þá uppbót sem farið var fram á.
Framkoma framsóknarmanna i þessu máli mun lengi í minnum höfð.
Hún sýnir hug þeirra til verzlunarfólksins. Pað eru ekki aðeins »heildsalarnir«
sem ofsóttir eru. Pað er öll stéttin í heild. En þetta atvik ætti að verða þess
valdandi að verzlunarstéttin sýridi nú af meiri festu en nokkru sinni fyr að hún
getur staðið saman, þegar vegið er að henni á jafn lúalegan hátt og hér hetir
verið gert. Hún á nú að sýna að hver einasti verzlunarmaður á landinu utan
kaupfélaganna geti fengið þá kaupuppbót sem frumvarpið gerði ráð fyrir, þótt
það yrði ekki að lögum. Pað er rétta svarið. Pá verða það aðeins starfsmenn
kaupfélaganna sem hafa um sárt að binda fyrir aðgerðir formanns Fram-
sóknarflokksins.