Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1940, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.04.1940, Blaðsíða 17
ar, inn og útflutningsbönn, gengisbreytingar o.fl. Dæmi um slík viðskiptastríð, eru t. d. verzlunar- streita írlands og Englands á árunum 1930—35, eða þar um bil, sem keppni þýzkrar og enskrar framleiðslu á enskum markaði frá aldamótunum fram til 1914, átök sömu aðila um markað- ina á Balkanskaga og Norðurlöndum á síðari árum o. s. frv. Þegar stríðsbúskapnum er beitt í sókn, er teflt fram flest öllum tækjum við- skiptastríðsins (tollum etc.), en auk þess koma þá aðrar og áhrifameiri aðgerðir til sögunnar: þvingunarsamningar við hlutlausar þjóðir, farm- skoðanir, svartir listar og hafnbönn. En þótt stríðsbúskapurinn geti stundum verið skætt sóknarvopn, þá er hann þó fyrst og fremst varn- artæki, og mun ég því einvörðungu skýra þá hlið málsins. Áður en lengra er haldið, er vert að benda á þá staðreynd, að stríðsbúskapurinn getur kom- ið fram í ólíku formi og er mjög mismunandi víðtækur og gagnger. Stríðsbúskapur þjóðar, sem er ófriðaraðili, (hlutlausar þjóðir reka einn- ig stríðsbúskap, eins og síðar mun vikið að), tek- ur venjulega nokkrum stigbreytingum. Aðal- þrepin eru fjögur: 1. ) Hervæðing þjóðarbúskaparins. Á þessu tímabili eru undirbúningsstörf ófriðarins unn- in. Þá er reynt að rannsaka til hlítar á hvern hátt þjóðarbúskapurinn verði þegar á friðartím- um búinn undir að leysa þau viðfangsefni, sem knýja kunna á dyr þegar stríðið er skollið á. 2. ) Herkvaðning þjóðarbúskaparins nefnist millibilsástand, sem skapast á meðan verið er að breyta friðarbúskapnum í stríðsbúskap. 3. ) Alger stríðsbúskapur er fyrst kominn á, þegar búið er til fullnustu að markra framleiðslu, dreifingu og neyzlu þjóðarinnar bás í samræmi við hernaðarþarfir hennar. 4. ) Afvopnun þjóðarbúskaparins mætti svo nefna þær aðgerðir, sem miða að því að breyta stríðsbúskapnum árekstralaust í friðarbúskap. Hervæðing þjóðarbúskaparins Á friðartímum hefur þjóðarbúskapurinn að mestu ótakmarkað ráðrúm til framkvæmda sinna, en á ófriðartímum verður héraðlútandi aðstæðubreyting, því að á öllum sviðum þarf þá skjótra aðgerða. Til þess að sem minnstur tími fari til spillis, er reynt að vinna sem mest að undirbúningsstörfum ófriðarins á friðartímum. Þessi undirbúningur hefur verið nefndur her- væðing þjóðarbúskaparins. Hér skal í stuttu máli gerð grein fyrir þeim markverðustu úr- lausnarefnum, sem um þær mundir eru rannsök- uð. | Fyrsta skilyrðið til þess að heyja ófrið með árangri er að hafa nægar vopnabirgðir. Á þessu FRJÁLS VERZLUN tímabili er því reynt að auka vopnaframleiðsl- una og koma upp öflugum vopnabúrum. Mikið af þungaiðnaðinum verður í samræmi við þessar kröfur um stundar sakir að leggja niður sína fyrri iðju og taka upp hergagnaframleiðslu. Þetta eru frumdrög að svonefndum forðabú- skapi, sem er uppistaðan í hervæðingartímabil- inu. Það er safnað forða af fleiru en vopnum. Gullforði til þess að kaupa fyrir vopn, matvæli o. fl. á meðan ófriðurinn stendur yfir hefur til skamms tíma þótt engu síður nauðsynlegur en vopnabirgðir. f þessu sambandi má t. d. geta þess, að árið 1914 hafði þýzki keisarinn í þessum tilgangi safnað fyrir all-miklum gullforða í Júl- íusar-turninum í Spandau. En eftir því sem þýð- ing gulls í alþjóðaviðskiptum hefur minnkað, þá hefur trúin á gullforðasöfnun til hernaðar rénað. Ýmsir eru þó enn, sem ekki vilja vanmeta gildi gulls í þessum efnum, t. d. ekki óreyndari maður en generalmajor Thomas, sem er forseti þýzka viðskiptahernaðarráðsins. Sænski hagfræðingur- inn Gustav Cassel hefur aftur á móti í þrjú ár barizt gegn oftrúnni á gullið sem stríðsforða og lagt til, að sænska krónan yrði að nokkru leyti tryggð t. d. með koparforða eða öðrum stríðs- nauðsynjum í stað gulls. Veigamesti viðskiptalærdómur stríðsins var, að matvæli og hráefni væri sérhverri ófriðarþjóð engu ónauðsynlegri en hergögnin sjálf. Á her- væðingartímabilinu er því reynt að safna forða matvæla og hráefnum til hergagngaframleiðsl- unnar. Auk þess er með stjórnmála- og verzlun- arsamningum reynt að tryggja aðflutning þess- ara vara á ófriðartímum. Þá er unn- ið að því að auka innanlands framleiðsluna á þeim nauðsynjum, sem eru af skornum skammti í landinu. Dæmi þessa er framkvæmda- stefnan í þýzkum landbúnaðarmálum síðan 1933 og fjögra ára áætlunin. En það eru fleiri en stórveldin og núverandi höfuðhernaðaraðilar, sem rekið hafa forðabúskap undanfarin ár. Smá- þjóðirnar hafa einnig tekið þátt í þessum undir- búningi, t. d. vörðu Svíar í september 1938 (fyr- ir Múnchen-ráðstefnuna) 70 milljónum króna til kaupa á matvæla- og eldsneytisforða, Finnar vörðu í sama tilgangi 27 millj. kr. og Norðmenn 18 millj. kr. (allt danskar krónur). Á fi'iðartímum er hægt að semja áætlun um tilhög- un framleiðslu, dreifingu og noyzlu þjóðarinnar, ef til ófriðar kæmi. Flestar stórþjóðirnar munu hafa gcrt þessháttar áætlanir og jafnvel sumar smáþjóðirnar líka, t. d. liöfðu Svíar þegar árið 1938 gert áætlun um neyzluþörf þjóðarinnar á ðfriðartímum (með tilliti til hlutleysis Svíþjóðar). Ýmsar aðrar áætlanir varð- andi stríðsbúskapinn eru samdar á friðartímum, t. d. mun núverandi hafnbann Brcta á þýzkalandi vera rekið samkvæmt áætlun frá 1919 (sbr. Times). En livað sem öllum forða- og áætlanabúskap líður, 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.