Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1940, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.04.1940, Blaðsíða 3
Ié8í slíkum umskifting fylgi sítt. Frumvarpíð getur engum gert gagn. Hafi það átt að rétta hlut þeirra manna, sem fyrir ranglæti hafa orð- ið við úthlutun vefnaðarvöru, skófatnaðar, bygg- ingarvöru og- búsáhalda, þá má skýra háttvirt- um þingmönnum frá því, að hin réttláta gjald- eyrisnefnd Eysteins Jónssonar hefir þegar út- hlutaö þessum vömm að mestu leyti fyrir þetta ár, svo að starf hinnar nýju nefndar getur fyrst komið til framkvæmda 1941. Umræður um lausn málsins hafa farið fram innan stjórnarinnar undanfarna 3—4 mánuði. Munu flestir hafa gengið út frá því sem vísu, að úthlutun leyfa í byrjun þessa árs færi fram á grundvelli þeirrar nýskipunar, sem væntan- lega næðist samkomulag um. Eysteinn Jónsson tafði málið mánuð eftir mánuð með óbilgirni og þrálæti, með það fyrir augum, að já-menn hans í gjaldeyrisnefnd fengi tíma til að úthluta öllum vöruflokkum eftir sínu höfði og með þeirri hlut- drægni, sem verið hefir. Þegar svo úthlutuninni er lokið, án nokkurs íhlutunar frá verzlunarstétt- inni eða Sjálfstæðisflokknum, lætur ráðherrann loks tilleiðast að gefa samþykki sitt til skipunar sérstakrar 3ja manna nefndar, sem hann skip- ar oddamann fyrir, til að úthluta nokkrum vöru- flokkum. En því hefir þegar verið séð fyrir, eins og áður er sagt, að hin nýja nefnd hefir lítið eða ekkert að gera allt þetta ár, því að nú þegar er búið að gefa út þau leyfi, sem veitt verða á þessu ári í sumum vöruflokkanna. Það er vafa- samt hvort betur var hægt að snoppunga til- raunir verzlunarstéttarinnar til að fá leiðrétt- ingu á hlutdrægninni, sem ríkir í gjaldeyrismál- unum. IV. Skamma stund verður hönd höggi fegin. Svo kann og að fara í þessum deilumálum. Rang- sleitnin ríkir aldrei til lengdar. Það er eftirtekt- arvert í sambandi við þessi mál, að ennþá eru Framsóknarmenn að bera það á verzlunarstétt- ina, að hún safni óreiðuskuldum í útlöndum. í síðasta blaði Tímans skrifar J. J. á þessa leið í árásargrein um hitaveituna: „Þeir (kaupmennirnir) hafa alla þá stund síð- an kreppan komst í algleyming 1931, beitt sér fyrir skefjalausum innflutningi, sem mundi hafa fætt af sér hóflausa eyðsluskuldasöfnun. Eins og fyr er frá skýrt, er í láninu frá 1935 nokkuð af þessum framhjátökubörnum ógætinna kaup- manna. Og síðan þá hafa sökum mótstöðu verzl- unarstéttarinnar, myndast nokkrar lausaskuldir bæði í Englandi og víðar. Jafnan þegar talað er um íslenzk fjármál við peningamenn í næstu löndum, þá fær Islendingurinn beiskar ásakanir fyrir þessar skuldir, sem ekki hafa verið greidd- PRJÁLS VERZLUN ar vegna gjaldeyrisskorts, en hafa verið stofn- aðar af mönnum, sem vildu flytja inn vörur, þó að vitanlegt væri, að gjaldeyririnn væri ekki nægur til að mæta óskum þeirra“. Þetta er mjög fávísleg fullyrðing af formanni Framsóknarflokksins, enda mun hún ekki sett fram af vináttu við kaupmenn, né af ást á sann- leikanum. Kaupmenn hafa ekki síðustu fimm árin flutt til landsins aðrar vörur en þær, sem Framsóknarstjórnin hefir leyft þeim. Þeir hafa ekki flutt inn neinar aörar vörur en þær, sem þeir hafa haft skriflegt leyfi frá yfirvöldum landsins að þeir mættu flytja inn. En hitt er rétt, að fjármála og gjaldeyrisstjórn Eysteins Jónssonar undanfarin ár hefir verið svo stór- gölluð, að mönnum hafa verið gefin innflutnings- leyfi í stórum stíl, sem bankarnir vissu að ekki var hægt að greiða. En þetta hefir verið og er enn látið reka á reiðanum, vegna þess að yfir- maður þessara mála er ekki stöðunni vaxinn. Á sama tíma hafa kaupfélögin ekki þurft að fá „beiskar ásakanir fyrir þessar skuldir, sem ekki hafa verið greiddar vegna gjaldeyrisskorts“, vegna þess að þau hafa haft nægan gjaldeyri „til að mæta óskum þeirra“. Framsóknarmenn ættu sem minnst að tala um álit peningamanna í næstu löndum. Hvarvetna þar sem íslendingar hafa viðskipti, er fyrirlitin og fordæmd sú fram- kvæmd og rangsleitni Framsóknarmanna í verzlunarmálunum, sem gert hefir alla aðra en Sambandið að vanskilamönnum erlendis V. Nýr þáttur er nú að hefjast í verzlunarmál- unum, eftir að Alþingi afgreiddi frá sér frum- varp Sjálfstæðisflokksins. Glundroðinn hefir aukizt og rangsleitnin heldur áfram. — Áfram heldur líka barátta verzlunarstéttarinnar, hálfu skeleggari en áður. CASSON: Á stríðsl ímum Á stríðstímum má maður sízt hika og nema staðar vegna ótta út af framtíðinni. Maður á að líta til fram- tíðarinnar vonbjörtum augum og rasa ekki fyrir ráð fram. Carlyle sagði eitt sinn: „Maður á ekki að horfa á það, sem sést í móðu í fjarlægð, heldur það, sem sést greinilega rétt hjá“. Ef maður er að klífa fjall, þá einblínir maður ekki á fjallstindinn. Ef maður gerir það, þá hættir manni brátt við falli. Maður aðgætir hvar maður ætlar að stíga fæti sín- um næst. Stefnan er: „Eitt spor í einu“. En maður nemur staðar við og við og lítur til fjallstindsins, til þess að sjá hvort maður er á réttri leið. Síðan beinir maður athygli sinni aftur að því verkefni, sem næst er. 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.