Frjáls verslun - 01.04.1940, Qupperneq 31
í frjálsri verzlun
kaupir fólk það bczta, og fær
það bezta fyrir sanngjarnt verð
LIDO
fegurðarvörur fremsiar
'Ðezfa aucjlijs incjin
í síðasta blaði
Til þess að stuðla að því að sem mest sé vandað
til þeirra auglýsinga, sem í blaðinu koma, mun
„Frjáls verslun“ framvegis birta mynd af þeirri
auglýsingu, sem best þykir í næsta blaði á und-
an.
Dómnefnd er stjórn V. R.
Verðt. af farmgjaldahækkun, frfi. af bls. 25
sýna. Verðtollurinn af farmgjaldahækkuninni
einni stuðlar sem sé að síhækkandi vöruverði.
En þar sem stefna ríkisstjórnarinnar er sú, að
halda vöruverðinu niðri eftir megni, er torvelt
að sjá, hvers vegna einu þeirra ákvæða, sem
Alþingi setti m. a. í þessu skyni, hefir ekki verið
beitt, sem sé að veita undanþágu frá greiðslu
verðtolls af farmgjaldahækkun.
Innflytjendur virðast því eiga fulla sanngirn-
iskröfu til þess, að við ákvörðun á tollverði vöru
verði ekki reiknuð með farmgj aldahækkun vegna
ófriðarins. Er eðlilegast, að verðtollur verði
reiknaður af farmgjöldum eins og þau voru hjá
Eimskipafélags Islands h. f. fyrir stríð, eða, ef
það er ekki talið fært, að búa til sérstaka farm-
gjaldaskrá, þar sem ákveðin væri sú upphæð
farmgjalda á hinum mismunandi vörutegund-
um, sem verðtollur skyldi greiddui1 af.
Verzlunin í Eyjum, frh. af bls. 5
brimhljóðið í Eyjum væri svo mikið, að ekki
mundi unt að tala í síma.
Ég finn sérstaka ástæðu til þess vegna hins
margendurtekna skrums í blöðum, um að kaup-
FRJÁLS VERZLUN
félögin hafi rutt hinni erlendu verzlun í landinu
burt, að kaupfélögin áttu ekki neinn þátt í því að
gera verzlun Eyja-búa né suðurláglendisins inn-
lenda. Útlenda verzlunin í Eyjum lagðist niður
rétt fyrir stríðið 1914, en um það sama leyti var
fyrsta kaupfélagið stofnað, og voru, síðar fleiri
stofnuð, en urðu ekki langlíf og féllu úr sögunni,
þegar erfiðleikar mættu. Því hefir verið á lofti
haldið, að kaupfélögin hafi orðið fyrst til að
senda skip upp að söndunum til Rangvellinga og
Skaftfellinga. En þetta er ekki rétt, því að 1906
var sent frá minni verzlun í Eyjunum gufuskip
að nafni „Embla“, með 600 smálestir af vörum og
byrjaði það að afferma við Dyrhólaey og endaði
við Hallgeirsey. Þetta var nokkru fyrir slátt og
þótti bændunum það hinn mesti búhnykkur, að
þurfa ekki sjálfir að fara í hinar löngu kaup-
staðarferðir til Eyja, því oft „tepptust“ menn,
sem kallað er, í Eyjaferðum, og það stundum í
fleiri vikur.
Eftir að mótorbátarnir komu til sögunnar,
önnuðust þeir þessa flutninga.
Þau kaupfélög, sem risu upp í Vestmannaeyj-
um fóru í troðna slóð íslenzku kaupmannanna,
sem starfað höfðu þar og gert verzlunina inn-
lenda. Þannig var það einnig víðast hvar annars
staðar.
Ameríkumaður einn var staddur á járnbrautarstöð
í Englandi, þegar hraðlestin „Flying Scotsman" brun-
aði fram hjá.
„Kallið þið þetta hraðlest?" spurði hann burðarkarl
einn, er stóð skammt frá honum.
„Guð hjálpi yður, maður minn“, svaraði burðar-
karlinn. „Hann Bill er bara að reyna hvað hann get-
ur farið hægt. Hann kemur aftur að vörmu spori“.
31