Frjáls verslun - 01.04.1940, Side 9
Islenzkur
slúdent
segir frá:
TiL vinstri skömmtunarseðlar, að ofati
Berlín í myrkri
ir veru í Þýzkalandi og Danmörku hefir skýrt
„Frjáls verzlun" svo frá:
Styrjöldin kom þýzkum almenningi ekki á
óvart. Fjórum til fimm vikum áður en hún
hófst tók útvarpið að skýra nær daglega frá illri
meðferð, sem Þjóðverjar í Póllandi yrðu að sæta,
og voru fregnir þessar mjög ljótar. Útvarpað
var fréttum m. a. á morgnana kl. 7 og var mikið
á þær hlustað, því að allir fundu að til tíðinda
mundi draga. Vaknaði ég á morgnana við háv-
aða og gauragang í útvarpstækjunum í húsinu
eða næstu húsum, sem görguðu fréttirnar út um
opna gluggana. Almenningur varð brátt á þeirri
skoðun, að stórveldi eins og Þýzkaland gæti ekki
þolað slíka meðferð á börnum sínum, sem voru
svo illa sett að vera minni hluti í nágrannaríki.
Skriðan var komin af stað og hélt áfram að falla,
þar til hámarkinu var náð með ræðu Hitlers,
þegar hann tilkynnti að innrásin í Pólland væri
hafin. Almenningur vissi að Englendingar og
Frakkar höfðu heitið Pólverjum stuðningi, en
taldi að það mundi sitja við orðin tóm. Allir
vonuðust einlæglega eftir að friður mætti hald-
ast. Kirkjurnar voru troðfullar af fólki, sem
bað fyrir friði. Þegar svo England og Frakkland
lýsti styrjöld á hendur Þýzkalandi taldi alþýða
manna, að stríðið yrði langvinnt og hart. Þó
I stnðslandi
r
'\/r M S A R frásagnir ganga manna í rnilli um
daglegt líf í stríðslöndunum og ber þar
ekki saman. Sumir telja hungur og skort til
dæmis í Þýzkalandi, og hafa myndazt um það
allskonar sögusagnir. Ein er sú, að borizt hafi
hingað bréf frá Þýzkalandi, þar sem vakin var
á laumulegan hátt athygli á frímerkinu, en þeg-
arar það var losað af umslaginu á að hafa staðið
skrifað undir því: „Ég svelt“! Frásagnir um
daglegt líf í borgum stríðsþjóðanna berast við
og við með erlendum blöðum, en án efa eru þær
sumar litaðar.
Islenzkur stúdent, sem er nýkominn heim eft-
PRJÁLS VERZLUN
9