Frjáls verslun - 01.04.1940, Side 25
GUTTORMUR ERLENDSSON:
Verðtollur af farmgjaldahækkun
Með tollskránni (lög nr. 62 frá 1939) er tekin
upp sú nýbreytni um ákvörðun verðtolls, að nú
verður einn liðurinn í tollverði vöru flutnings-
kostnaður á henni frá útlöndum og hingað til
lands. Samkvæmt tollskránni er verðtollurinn
sem sé reiknaður af cif-verði vöru, í stað þess
að áður var hann tekinn af fob-verði hennar,
eins og kunnugt er.
Nýmæli þetta sætti nokkurri andstöðu inn-
flytjenda. Að óbreyttum tollvöxtum hefir þetta
nýja fyrirkomulag að sjálfsögðu í för með sér
tollahækkun. En andstaðan gegn þessari ný-
lundu byggðist ekki aðallega á þessu. Hún byggð-
ist fyrst og fremst á því, að vegna yfirstand-
andi styrjaldar yrðu farmgjöldin svo stór liður
í tollverði vöru, að þau hefðu veruleg áhrif á upp-
næð þess verðtolls, sem af henni væri greidd-
ur.
Alþingi féllst að vissu leyti á þetta sjónarmið.
Það setti sem sé það fyrirmæli í tollskrána, sbr.
ákvæði um stundarsakir, stafl. c, að á meðan
almennt væru greidd hækkuð farmgjöld vegna
ófriðarins, skyldi fjármálaráðherra heimilt að
láta, eftir því sem við yrði komið, draga frá al-
mennum farmgjöldum frá erlendri höfn til Is-
lands svo há hundraðshluta, er næmu almennri
hækkun farmgjalda vegna ófriðarins. Með þessu
ákvæði vildi Alþingi halda opinni leið til þess að
draga úr áhrifum fanngjaldahækkana á upphæð
verðtollsins.
Það fór eins og menn grunaði, að vegna stríðs-
ins hafa öll farmgjöld hækkað stórkostlega og
fara síhækkandi. Sem dæmi má nefna, að þegar
þetta er skrifað hafa farmgjöld frá Englandi
með skipum Eimskipafélags Islands h. f. hækk-
að um 200% frá því sem var fyrir stríð, og
bráðlega mun von á enn frekari hækkun, og
henni allverulegri.
Hér fara á eftir þrjú dæmi, valin af handa-
hófi1), sem sýna áhrif farmgjaldahækkananna
á upphæð verðtollsins og þá jafnframt verðlag
varanna.
1. Sykur.
Fyrir stríð voru farmgjöld á sykri frá Eng-
landi 45 shillings pr. 1000 kg. Hækkunin nem-
FRJÁLS VERZLUN
ur 200% eða 90 shillings. Nú er verðtollur af
sykri yfirleitt 10%, sbr. 17. kafla tollskrárinn-
ar. Verðtollur af hækkun farmgjaldanna nemur
því rúmlega 1 eyri pr. kg. (miðað við 1 £ = ísl.
kr. 25,00).
2. Þurrkaðir ávextir.
Fyrir stríð voru farmgjöld á þurrkuðum á-
vöxtum frá Englandi 60 shillings pr. 1000 kg.
Hækkunin er 200% eða 120 shillings. Verðtoll-
ur af þurrkuðum ávöxtum er 50 %, sbr. 8. kafla
tollskrárinnar. Verðtollur af hækkun farmgjald-
anna nemur því um 7,5 aurum pr. kg.
3. Nýir ávextir.
Fyrir stríð voru farmgjöld á nýjum ávöxtum
frá Englandi 80 shillings pr. 1000 kg. Hækkun-
in er 200% eða 160 shillings. Verðtollur af nýj-
um ávöxtum er 30 %, sbr. 8. kafla tollskrárinn-
ar. Verðtollur af hækkun farmgjaldanna nemur
því um 6 aurum pr. kg.
Þessi dæmi sýna ljóslega áhrif núverandi. fyr-
irkomulags á útreikningi verðtollsins á verðlag
vara. Þau sanna, að nú er það komið fram, sem
óttazt var, að verðtollur af farmgjöldum mundi
skipta verulegu máli um vöruverðið2) — að hið
nýja fyrii-komulag á ákvörðun verðtollsins
mundi eitt út af fyrir sig þýða mikla tollahækk-
un.
Skilyrðin fyrir því, að beita fyrrnefndu á-
kvæði tollskrárinnar um undanþágu frá greiðslu
verðtolls af farmgjaldahækkun vegna stríðsins,
virðast þess vegna nú þegar vera fyrir hendi.
En eins og áður segir, má búast við, að farm-
gjöld hækki enn verulega frá því sem orðið er,
og verður því taka verðtolls af farmgjaldahækk-
uninni ennþá tilfinnanlegri en fyrrnefnd dæmi
Framh. á bls. 31.
1) Nöfn þeirra vara, sem valin ern í dæmunum,
skipta ekki mestu máli. Verðtollstaxtarnir og uppliæð
farmgjaldanna eru aðalatriðið.
2) pað er því augljóst, að það var algcrlega rangt,
sem milliþinganefndin í skatta- og tollamálum hélt
fram, að verðtollur af farmgjaldahækkuninni skipti
litlu cða engu máli um verð vörunnar.
25