Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1940, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.1940, Blaðsíða 10
Klipt af seðlunum allir vonuðust eftir friði, voru menn þó á eitt sáttir um að úr því ekki hefði verið hægt að komast hjá styrjöld væri nú ekki annað að gera en duga eða drepast, því ef Þýzkaland biði ósig- ur væri engrar miskunnar að vænta og friðar- skilmálarnir jafnvel verri en í Versölum. Óðar og styrjöldin hófst var tekið að skammta neyzluvörur. Hver maður fékk sína seðla, og voru þeir, sem ég fékk, fimm matarseðlar hvern mánuð. Margvísleg flokkun var á skömmtumnni, sem ég kem síðar að. í fyrsta lagi fékk ég kjöt- seöil eða fjóra 50 gramma miða og fjóra 100 gramma miða, í öðru lagi var feitmetisseöill, 125 grömm af smjöri á viku, auk smáskammts af smjörlíki og svínafeiti, og entist þetta, ef vel var á haldið. Síðan var sykurseöill, en ekki man ég hvað mikið var á honum, því að húsmóðirin þar sem ég bjó hirti þann miða alltaf, en tölu- verðu var úthlutað af sykri og auk þess dálitlu af marmelade. Brauðseöillinn var mjög rífleg- ur, og var það á fárra færi að torga þeim ósköp- um af rúgbrauði, sem skammtað var. Síðast var svonefnt Lebensmittelkarte, en á því var ýmis- 10 legt, svo sem grjón, malt-kaffi, súkkulaði, sem ekki fékkst þó alltaf, og súpuefni. Ef ég t. d. fékk mér „Omelet“, varð ég að láta svo og svo mikið af þessum seðli. Ekki fékk ég annað kaffi en malt-kaffi og þótti mér það vöntun. Þegar á leið var ekki úthlutað öðruvísi sápu en svo- nefndri Einheitsseife, en hún var líkust sólskins- sápu. Mýkri sápa fékkst handa börnum. Sápa þessi hreinsaði vel. Yfirleitt fannst mér matur nægur og saknaði ekki neins, nema helzt kaffis- ins og heitu pylsnanna, sem gott var að fá á kvöldin, en fengust nú ekki nema gegn seðlum. Að næringargildi var maturinn fullnægjandi, eða svo virtist mér. Á þriðjudögum og föstudög- um var kjötfasta, og mátti þá ekki framreiða kjöt. Þannig var í stuttu máli minn matarskammt- ur, en úthlutað var misjafnt til manna, eftir því hvað þeir unnu. Ég var í skóla og þurfti því ekki sérstakt kraftfóður. Hins vegar fengu erfiðis- menn tvöfaldan skammt. Var þar greint á milli Schwer-arbeiter og Schwerst-arbeiter, en hinir síðarnefndu voru t. d. námuverkamenn og var þeim skammtað sérstaklega ríflega. Ég varð var við að þessir karlar grobbuðu af skammtinum sínum og þótti hefð í að fá meira en hinir. Síðar var einnig tekið að skammta fatnað. Éyrst í stað var ekki úthlutað seðlum, en menn fóru í skrifstofur, þar sem látnar voru úti ávís- anir á föt. Svo var gefið út Reichskleiderkarte eða fataseðill, sem gilti fyrir eitt ár og var hon- Bifreiðar d götum Kaupmannahafnar FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.