Frjáls verslun - 01.04.1940, Side 2
Baráttan heldur átram
i.
Flestir hugsandi menn í verzlunarstétt munu
hafa vænzt þess, að svo mikillar víðsýni gætti í
herbúðum andstæðinganna, að af fullum dreng-
skap og sanngirni yrði unnt að semja um deilu-
málin til þess að skapa frið og öryggi um stjórn
landsins. Þessar vonir hafa gersamlega brugð-
ist. Á örlagastund þjóðarinnar, þegar meiri þörf
var á innbyrðis eining en nokkru sinni fyr, voru
flokkslegir hagsmunir látnir ganga fyrir friði
og sáttum. Þannig hefir afstaða Framsóknar-
flokksins verið. Æðstiprestur þeirra í þessum
málum, Eysteinn Jónsson, heldur enn dauða-
haldi í óréttinn, hlutdrægnina og glundroðann,
sem ríkir í verzlunarmálunum, til þess að hinir
pólitísku verzlunarhagsmunir Framsóknar-
flokksins megi sitja í fyrirrúmi. Þeir eru: dýr-
mætari en friðurinn og þeir standa ofar sann-
girni og þjóðarnauðsyn. Þessi maður sýnir það,
að hann er ekki fær um að sinna ábyrgðarmikilli
stöðu fyrir þjóðfélagið. Landsmenn eru þegar
farnir að súpa seiðið af ráðleysi hans, skamm-
sýni og hlutdrægni. Hann hefir komið fjárhag
landsins í öngþveiti með fjögra ára fjármála-
óstjórn. Nú er hann vel á vegi með að koma
gjaldeyris- og innflutningsmálunum í ógöngur
með úrræðaleysi sínu, þráa og pólitískri hlut-
drægni.
II.
Nú er ljóst orðið að engin lausn fæst fyrst
um sinn á deilunni um verzlunarmálin. Frum-
varp það, sem Sjálfstæðisflokkurinn bar fram á
þingi, fól í sér hinar lægstu kröfur, sem verzl-
unarstéttin gat sætt sig við til leiðréttingar á
þeirri hlutdrægni, sem framin hefir verið und-
anfarið. I frumvarpinu var gert ráð fyrir, að
gera breytingar á gjaldeyrisnefnd á þann hátt,
að tryggt væri réttlátari úthlutun en verið hefir
og skynsamlegri vinnuaðferðir. Starfsaðferðir
nefndarinnar hafa sem kunnugt er sætt hinni
hörðustu gagnrýni. Einnig var í frumvarpinu
fram tekið, að úthlutun til kaupmanna og kaup-
félaga skyldi fara fram eftir sömu reglu.
2
Það mætti segja um frumvarp þetta, að „það
féll en hélt velli“. Það fann ekki náð fyrir aug-
um Eysteins Jónssonar. Nefndinni mátti ekki
breyta vegna þess, að ráðherrann heimtaði að
formaður hennar fengi að sitja áfram og stjórna
gjaldeyrismálunum, þrátt fyrir misjafna dóma
um stjórn hans. Sýnir það vel ábyrgðartilfinn-
ingu ráðherrans, að hann lét vitandi vits þessa
afstöðu sína standa stjórnarsamvinnu og þing-
störfum fyrir þrifum. Ennfremur mátti ekki
breyta nefndinni sökum þess að vinnubrögð
nýrrar nefndar gátu torveldað hin daglegu af-
skipti ráðherrans af nefndinni. Að síðustu mátti
ekki standa í frumvarpinui að úthlutun til kaup-
manna og kaupfélaga skyldi fara fram eftir
sömu reglu, því að þá var líklegt að forréttindi
kaupfélaganna yrði afnumin.
Þrátt fyrir þetta var þó frumvarpið ekki drep-
ið, þótt lítið af þess upphaflegu mynd kæmist í
höfn. Það hélt velli en staulaðist út úr þinginu
í mjög bágbornu ástandi. Það flaug inn í þingið
sem svanur „með fjaðraþyt og söng“, en smaug
út úr því eins og snoðinn hænuungi, sem fáir
ir vildu kannast við. Út úr frumvarpinu var
tekið það, sem nokkru máli skipti, þar á meðal
breyting á skipun gjaldeyrisnefndar. Hún held-
ur áfram óbreytt. í stað þeirra breytinga, sem
farið var fram á, verður skipuð ný nefnd, sem
sagt er að eigi að heita „vörumiðlunarnefnd“,
og á að vera nokkurs konar próventukerling
gjaldeyrisnefndar. Þessi nýja nefnd á að sjá um
skiptingu á 4 vöruflokkum milli innflytjenda.
Eru, þá starfandi þrjár nefndir, sem hafa með
höndum gjaldeyris- og innflutningsmálin. Þess-
ar nefndir eru: Gjaldeyris- og innflutnings-
nefnd, Vörumiðlunarnefnd og gjaldeyrisnefnd
bankanna. Hefir þar með glundroðinn í þessum
málum náð hámarki.
III.
Frumvarpið í sinni nýju mynd var samþykkí
með miklum skjótleik, en mörgum mun vera
furðuefni, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn
FRJÁLS VERZLUN