Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1940, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1940, Blaðsíða 8
Launamál verzlunarmanna Síðastliðið haust var sett nefnd í V. R. til þess að at- huga ýms mál varðandi launakjör verzlunarmanna. I henni voru: Sigurður Jóhannsson form., Elís Guðmunds- son og Konráð Gíslason. Fyrir atbeina V. R. komust samningar á með nokkrum félögum kaupmanna og V. R., en þeir samningar náðu fyrst aðeins til marzloka og voru ekki nægilega viðtækir. Þeir samningar voru um kaupuppbót í ákveðnu hlutfalii við vísitölu. Að vísu veittu margir vinnuveitendur starfsfólki sinu uppbót, án þess að þessir samningar næðu til þeirra, en það varð samt Ijóst, að það svið, sem samningarnir náðu yfir, var ekki nægilega vítt. Á fundi i launakjaranefnd V. R. fyrir nokkru, stakk Sigurður Jóhannsson upp á því, að reynt yrði að fá lögfestar uppbætur á kaupi verzlunar- og skrifstofumanna, og varð það til þess, að Thor Thors var fenginn til þess að flytja frumvarp um greiðslu verðlagsuppbótar á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum, og fer það hér á eftir: Frumvarp til laga um greiðslu verðlagsuppbótar á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum. Flm.: Thor Thors. 1. gr. Frá 1. apríl 1940 skal greiða verðlagsuppbót á laun alls starfsfólks, sem vinnur i skrifstofum eða við verzlanir, hvar sem er á landinu. 2. gr. Við ákvörðun þessarar verðlagsuppbótar skal fylgja þeim reglum, sem settar eru í 2. gr. laga nr. 51 12. febr. 1940, þannig að til 1. flokks skulu teljast laun 300 kr. eða minna á mánuði, til 2. flokks laun frá 300— 400 kr. á mánuði og til 3. flokks laun yfir 400 kr. á mán- uði, þó þannig, að af hærri mánaðarlaunum en 650 kr. greiðist einungis verðlagsuppbót af 650 kr., en ekki af þvi, sem þar er fram yfir. Þó má lágmark launa og upp- bótar samanlagt í hærra launaflokki ekki vera lægra en hámark launa og uppbótar í næsta flokki fyrir neðan. 3. gr. Ekki má vegna verðlagsuppbótarinnar lækka laun þessa starfsfólks frá því, sem var 1. janúar 1940. 4. gr. Verðlagsuppbótin greiðist eftir á, mánaðarlega í senn, og miðast við vísitölu þá, sem ákveðin er í byrjun ársfjórðungsins. 5. gi'. Rísi ágreiningur út af flokkun launa eða ákvörðun og greiðslu vei'ðlagsuppbótar eða öðrum at- riðum þessara laga, sker gerðardómur úr, en hann skipa 3 menn. Tilnefna aðilar einn mann hvoi', en hlutaðeig- andi héraðsdómari skipar hinn þriðja, og er hann for- maður dómsins. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerff. Frumvarp þetta er flutt vegna tilmæla Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Með lögum nr. 51 12 febr. 1940 hefir Alþingi ákveðið hækkun kaupgjalds allra verkamanna, sjómanna, verk- smiðjufólks og iðnaðarmanna í hlutfalli við hækkun dýr- tíðar. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um verðlagsuppbót á laun embættismanna og stai'fsmanna ríkisstofnana, og virðist fulltryggt, að það mál nái fram að ganga. Það er því viðurkennt af Alþingi, að óhjákvæmilegt sé að hækka kaupgjald og laun þessara stétta, vegna sívax- andi dýrtiðar af völdum ófriðarins, og virðist sjálfsagt, að sama regla gildi um aðrar stéttir þjóðfélagsins. Alþingi hefir enn eigi látið til sín taka samskonar kjarabætur starfsfólks í verzlun og í skrifstofum, en það er auðsætt, að þessu fólki er sama nauðsyn á launa- uppbót vegna dýrtíðar og öðrum launþegum. Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur, sem undanfarin ár hefir haft með höndum kaupgjaldsmál verzlunarfólks í Reykjavík, náði í janúarmánuði s.l. samkomulagi við þessi félög kaupsýslumanna: Félag ísl. stórkaupmanna, Félag matvörukaupmanna, Félag búsáhaldakaupmanna, Félag ísl. stórkaupmanna. Samkomulag þetta tryggði starfsfólki þessara félaga sömu launabætur til 1. apríl þ. á. og ákveðið er í lögum nr. 51 1940. Það eru öll líkindi til, að enn næðust samn- ingar við þessi félög um launahækkanir i samræmi við gengislögin, en það virðist ekki rétt að ivilna einstökum atvinnurekendum á þessu sviði, sem ekki vilja fúslega veita starfsfólki sínu réttmætar kjarabætur, og ennfrem- ur er þess að gæta, að starfssvið Verzlunarmannafélags Reykjavíkur nær aðeins til höfuðstaðarins, en sann- gjarnt þykir, að verzlunarfólk hvarvetna á landinu njóti samsvarandi launauppbóta og löggjöfin veitir öðrum stéttum. Frumvarp þetta dagaði uppi vegna þess að nokkrir Framsóknarmenn með Jónas Jónsson í broddi fylkingar neituðu um afbrigði frá þingsköpum til þess að málið yrði rætt á síðustu dögum þingsins. V. R. boðaði til fundar um málið s. 1. föstudag en honum var frestað samkvæmt ósk launakjaranefrídar, en hún gengst nú fyrir samningsumleitunum við vinnuveitendur. 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.