Frjáls verslun - 01.04.1940, Síða 6
»Frjáls verzlun« birtir hér
myndir af nokhrum
kaupmönnum frá eldri tíð
sem allir eða flestir eru
löngu liðnir. Myndir þessar
eru fengnar
úr ýmsum áttum.
lir kaupmenn
Guðmundur Thorgrímsen var lcngst af forstjóri
Lefolii-verzlunar á Eyrarbakka, eða í 40 ár, þar til
hann fluttist 1887 til Reykjavíkur. Hann fœddist 1821
og dó 1895. Thorgrímsen gaf sig að ýmsu öðru en
verzlun, og var mikið við almenn félagsmál riðinn,
svo sem fræðslumál. Kom hann upp barnaskóla og
bókasafni á Eyrarbakka.
Brynjólfur Benediktsen átti verzlun í Stykkishólmi
um miðja s. 1. öld. Hann var einn mesti athafnamaður
á Vestfjörðum á sinni tíð og þótti hinn mesti höfð-
ingi. Rak hann mikla útgerð og liafði jafnframt stór-
bú. Hann var fæddur 1807 og andaðist 1870, en árið
1857 hafði hann liætt verzlun. Var Benediktsen á sín-
um tíma einna mest metinn af öllum veraldlegrar
stéttar mönnum á Vesturlandi. Var hann oft settur
sýslumaður og var þjóðfundarmaður 1851.
Árni Thorlacius, kaupmaður í Stykkisliólmi, íædd-
ist 1807 og dó 1891. Var Ólafur faðir hans kaupmaður
á Bíldudal og talinn með efnaðri mönnum á landinu
á þeim tíma. Árni gekk í verzlunarskóla í Danmörku
og var mjög vel mentaður kaupsýslumaður. pað er
m. a. merkilegt við Árna, að hann athugaði fyrstur
manna vísindalega veðurfar á íslandi og eru athug-
anir hans þar að lútandi í 16 bindum á Landsbóka-
safninu.
6
FRJÁLS VERZLUN