Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1940, Page 15

Frjáls verslun - 01.04.1940, Page 15
BIRGIR KJARAN; Stríðsbúskapur Grundvallar hugtök Um fátt mun vera meira ritað á íslenzka tungu en hin efnahagslegu viðfangsefni þjóðarinnar. Það má því undrum sæta og getur varla talizt vanzalaust, að ekki skuli vera til sæmileg íslenzk orðaskrá yfir þá vísindagrein, sem um þessi efni fjallar, hagfræðina, og undirstöðuhugtök henn- ar. En því miður er það staðreynd, að enn sem komið er á sér þvílíkur orðagrautur, og hug- myndabrengl stað, t. d. í flestum þess kyns blaðaskrifum, að þau aðeins rugla hugmyndir almennings og eru auk þess að jafnaði tyrfin aflestrar. Til þess að forðast allan misskilning álít ég rétt að leggja krók á leið mína og skilgreina þeg- ar í upphafi greinar þessarar nokkur þeirra hug- taka, sem henni er ætlað að fjalla um. I mæltu máli hefir orðið búskapur að mestu verið einskorðað við atvinnurekstur til sveita. En hér mun ég, án frekari rökstuðnings, kalla búskap allar þær framkvæmdir, sem miða að fullnægingu mannlegra þarfa. Þjóðarbúskapur er því samnefni allra einstaklingsbúskapa innan ákveðinnar ríkisheildar. Þess ber þó að geta, að þjóðarbúskapur og ríkisbúskapur er þó hvergi nærri eitt og hið sama, því að ríkisbúskapur er aðeins heildarheiti þeirra framkvæmda og athafna, sem baka ríkinu útgjalda og afla því tekna. Á tímum eðlilegs viðskiptalífs er markmið þjóðarbúskaparins að afla sem mestra þjóðar- tekna með sem minnstum tilkostnaði. Þetta við- skiptaástand mætti kalla friðarbúskap þjóðar- innar. Ef þjóðin lendir í ófriði, verða veruleg um- skipti hér á. — Stríð í nútímaskilningi er ekki lengur stríð, sem eingöngu er háð af herjum við- komandi þjóða, heldur er það eins og Luden- dorff hershöfðnigi nefndi það „algjört stríð“ (Der totale Krieg), sem allir einstaklingar þjóð- arinnar, jafnt hermenn sem amlenningur að baki víglínanna, taka þátt í. Slíkur ófriður hneppir gjörvallt þjóðlífið í spennitreyju stríðsþarfanna. Þjóðarbúskapurinn tekur þá einnig formbrigð- um, friðarbúskapur breytist í stríðsbúskap. I raun og veru tekur þjóðarbúskapurinn ekki nein- FRJÁLS VERZLUN um eðlisbreytingum, því að þjóðin notast áfram við fyrra framleiðslu- og viðskiptakerfi sitt, og lögmál þess standa að mestu óhögguð. En megin- munur stríðs- og friðarbúskapar orsakast af því, að þjóðin setur sér nýtt takmark. I stað efna- legrar velmegunar, sem á friðartímum er aðal- takmark hennar, hefur hún nú einungis sett sér eitt höfuðmarkmið og keppikefli, það er að vinna stríðið, hvað sem það kostar. I samræmi við þetta á í ófriði allur rekstur þjóðarbúskaparins ekki að beinast að auknum þjóðartekjum, held- ur að aukinni hernaðargetu þjóðannnar. En þar sem þjóðarbúskapurinn, eins og fyrr er getið, samanstendur af mýmörgum sundurleitum ein- staklingsbúsköpum, þarf eitthvert stefnumark- andi afl að samræma þá í samfelldan markvissan þjóðarbúskap. Þetta afl hlýtur að öllu jöfnu að koma frá ríkisvaldinu, því að eins og hinn frægi ítalski fjármálafræðingur Antonio de Marco de Viti segir, þá er verkefni ríkisins „að fullnægja öllum samþörfum þegnanna. Frá alda öðli hef- ur öryggisþörf þegnanna verið aðal samþörf þeirra. Ríkið verður því að verja eignir þeirra fyrir innlendum fjendum og land þeirra fyrir erlendum óvinum“. Einn þátturinn í þessu starfi ríkisins er að marka stefnu þjóðarbúskaparins á ófriðartímum. Aðgerðir þessar birtast venju- lega í þeirri mynd, að ríkisbúskapurinn færir mjög út kvíarnar, svo að hann að lokum beint eða óbeint tekur í sínar hendur eða hefur eftir- lit með flestum greinuni þjóðarbúskaparins. Stríðsbúskapur og viðskiptastríð Stríðsbúskapurinn er tvíþættur, hann er bæði sóknar- og varnartæki. Þegar stríðsbúskapnum er beitt til sóknar, svipar honum mjög til annars viðskiptaástands, sem er öllu tíðara, viðskipta- stríðsins. Munurinn á sækjandi stríðsbúskap og viðskiptastríði er sá, að um stríðsbúskap er ekki hægt að ræða nema því aðeins, að samtímis ríki hernaðarástand eða vopnaviðskipti fari fram, en viðskiptastríð er ótengt öllum öðrum hernaðar- aðgerðum og er oft háð á þeim tímum, sem að öðru leyti eru taldir hinir friðsamlegustu. Helztu vopnin, sem notuð eru í viðskiptastríði, eru toll- 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.