Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1940, Page 5

Frjáls verslun - 01.04.1940, Page 5
erlendu kaupmanna. Þeir voru lengst af búsettir erlendis og þekktu lítið íslenzka hagi, en verzlun- arstjórarnir voru þá líka sjaldnast menn til þess að bæta úr því. T. d. um fyrirkomulag verzlan- anna má benda á, að sama álagning var á öllum vörum, hvort heldur smátt eða stórt, hvort held- ur títuprjónar eða þungavara. Faktúrur komu frá Khöfn. með árituðu útsöluverðinu, eins og það skyldi vera, en verzlunarstjórarnir voru aðeins verkfæri, sem gerðu það, sem fyrir þá var lagt. Hefði verið reynt til þess af hálfu verzlunarstjóranna að opna augu dönsku kaup- mannanna fyrir því, sem betur mátti fara og benda á þörf nýmæli, má vel vera að breytzt hefði til batnaðar. Innlendu kaupmennirnir, sem komu um og eftir aldamótin breyttu verzlunar- háttunum mikið. Ég varð fyrstur til þess að stofna verzlun 1899 og hafði á boðstólum alls konar vörur og allmjög f jölbreyttari en hjá þeim dönsku. Við, sem uppaldir vorum við íslenzka staðhætti skildum betur hvað þurfti, en þegar Bryde gamli sá það í Kaupmannahöfn, að alltaf jókst vörumagnið, sem til íslands fluttist, hristi hann höfuðið og lét í ljósi að hann skildi ekki, hvað þetta ætti að þýða. Ég var í sambandi við Ásgeir Sigurðsson í Edinborgar-verzlun í Reykjavík, þannig að ég keypti fyrir hann fisk og greiddi í peningum. Bryde greiddi aftur með vörum og þótti mönnum betra að fá peningana. Annars hafði ég til byrjunar nær ekkert fjár- magn, en tók fljótlega þátt í útgerð og eignaðist hlut í bátum og keypti fiskinn. Bryde blöskraði sá „peningastraumur“, sem gekk um mínar greipar á þessum árum og viðkvæðið var: „Hvad kan den Dreng g0re?“ Engu var breytt við dönsku verzlanirnar fyrst í stað, en nú tók fyrir alvöru að losna um menn, og mistu dönsku verzl- anirnar mikið af viðskiptum sínum. Næsta inn- lenda verzlunin í Eyjum, sem reis upp á þessum árum, líklega 1908, var verzlun, sem norslair maður, Lyder Höjdahl, stofnaði, ásamt nokkrum Eyjamönnum. Velmegun tók nú að vaxa í Eyjum. Árferði batnaði nokkuð, en ekki var minnst um vert að menn tóku nú að hagnýta betur aflann og verzl- unin tók framförum. Húsabyggingar hófust o. fl., en eitt af því sem jafnan var skortur á hjá einokunarverzlununum, var byggingarefni. Fyrsta timburfarminn flutti ég til Eyja 1904, og þótti slíkt mikil nýung. T. d. má nefna að lifr- in varð nú betri verzlunarvara, en ég fekk strax upp úr aldamótum Norðmann til að standa fyrir þá tíma nýtízku lifrarbræðslu, og framleiða meðalalýsi. En fram að þeim tíma hafði verðið á lifur verið 6 aura potturinn og samsvarar það FRJÁLS VERZLUN að fatið eða 165 pottar hefði kostað kr. 9,20. Þegar litið er til þess mikla verðs, sem nú er greitt og hefir verið greitt á undanförnum árum fyrir lifur, þá sézt munurinn bezt. Mótorbátar fóru nú að kóma og var hinn fyrsti keyptur til útgerðar minnar árið 1904 og var það fyrsti mótorbátur á Suðurlandi. Næsti bátur kom árið eftir og svo hver af öðrum. Alls voru mótorbát- ar orðnir um 80—90 í Eyjum á árunum 1908— 1914, og hafa þeir ekki orðið fleiri síðar, en aft- ur stækkað nokkuð. Nýtt spor var einnig stígið, er tekið var að frysta beitu og komizt var hjá beituskorti, sem hafði á köflum háð veiðiskap, kom ég með fyrstu frystivélarnar á landinu. til Eyja árið 1908, en næst komu slíkar vélar til Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík, og útveg- aði ég þær einnig. Hver lyftistöng þetta var fyr- ir útveginn, verður naumast með orðum lýst. Ég vil enn nefna dæmi um það, að Vestmanna- eyjar voru á þessum árum framarlega í útgerð- armálum. Árið 1904 gerði ég tilraun til þess að senda beint til Spánar fisk, og var það þá sjald- gæft að íslenzkir kaupmenn sendu þangað fisk án milligöngu Dana. Þessi tilraun var smá, og þætti ekki mikið nú að senda til Spánar fisk- slatta í lítilli seglskútu, 400 skippund, og einar 200 tunnur af hrognum um leið. En þetta bless- aðist. Þannig voru tekin skref eitt af öðru meðal íslenzkra kaupsýslumanna á þessum árum til þess að gera verzlunina utan lands og innan að íslenzkri starfsemi, og láta arðinn af henni renna til landsmanna sjálfra. Fyrsta fiskimjölsverksmiðja landsins komst einnig upp á mínum vegum í Eyjum á þessum árum, en fram að þeim tíma var meginið af fisk- úrgangi lítt hagnýtt, og er því auðséð á því, sem að framan er sagt, að mikill vöxtur hljóp nú í allt athafnalíf í Eyjum á þessum árum. Góðir og áhugasamir kaupsýslu- og útgerðarmenn komu, nú til sögunnar hver af öðrum á þessum árum og má þar nefna Gunnar Ólafsson og Jó- hann Jósefsson, er stofnuðu verzlun 1910 eða 1911. Ég minntist á það, að velmegun hefði verið mikil í Eyjum á þessum árum og get ég því til frekari rökstuðnings bent á, að þar voru sama og engin sveitarþyngsli, og atvinnuleysi var þar með öllu óþekkt. Kaupstaðurinn gerbreyttist á 10 árum, þegar hið duglega Eyja-fólk fékk að búa við nýja og betri hætti í framleiðslu og verzl- un. Sparisjóður óx upp, sem var hin mesta stoð og varð hann undirstaða útibús Útvegs- bankans, sem þar er nú og rann til þess. Sjálfir lögðum við símann til Eyja 1911. Mætti það mikilli andspyrnu m. a. á þeim grundvelli, að Frh. á bls. 31. 5

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.