Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1940, Page 4

Frjáls verslun - 01.04.1940, Page 4
GÍSLI J. JOHNSEN Verzlunin í Eyjum um aldamófin „Frjáls verzlun" hefir oft vakið athygli á því, að nauðsynlegt sé að rituð verði sem allra fyrst íslenzk verzlunarsaga og þá einkum saga tímabilsins, sem liðið er síðan verzlunin var gef- in frjáls. Þá mun koma í ljós, hve mikið var af- rek íslenzkrar kaupmannastéttar, er hún tók við verzluninni af erlendum mönnum og braut ís- lenzkum viðskiptum nýjar leiðir um flest lönd heims. Frjáls verzlun hefir við og við flutt stutta þætti um viðskiptaástand liðinna tíma, en auð- vitað er þar aðeins stiklað á því stærsta. I þetta sinn snéri ritið sér til Gísla J. Johnsen stórkaup- manns, og fer hér á eftir frásögn um verzlunar- hætti í Vestmannaeyjum kringum aldamótin síð- ustu: Það er ekki lengra síðan en fyrir 40 árum eða rétt fyrir aldamótin, að verzlunin í Vestmanna- eyjum var að kalla al-dönsk. Þar var þá aðeins einn íslenzkur kaupmaður, Gísli Stefánsson, en megnið af allri verzlun var í höndum þeirra Brydes-feðga og verzlunar N. N. Thomsens, en þá verzlun keypti Bryde 1894. Og þar með hafði hann þá einnig lagt undir sig allar verzlunarlóð- ir í Eyjum. Brydes-verzlanirnar voru tvær og átti hvor feðganna sína verzlun. Þessa aðferð munn þeir hafa haft til þess að komast í kring um þau lagaákvæði, að ekki mætti sami maður hafa fleiri en eina verzlun á sama verzlunarstað. — Bryde eldri hafði hina svonefndu Garðsverzlun, og var „faktor“ eða verzlunarstjóri maður að nafni Jóhann Bjarna- son, en Bryde yngri verzlaði í Juliushaab og hafði lengst af Gísla Engilbertsson fyrir faktor. Faktor hjá Thomsen var Jes Thomsen, danskur maður. Gísli Stefánsson, sá sem áður er nefndur, hafði ekki mikla verzlun, hann hafði þó ýmsar vörur á boðstólum og pantaði hitt ogþetta fyrir menn. Verzlunarhættir við Brydes-verzlun voru þá svipaðir því, sem víðast tíðkaðist meðal danskra kaupmanna. Afurðir voru teknar og greiddar með vörum en peningar sáust naumast. Útgerð skipti Bryde sér ekki af, nema hvað þeir gerðu út verzlunarskip sín á hákarl, ef þau komu snemma á vorin, til þess að láta þau hafa eitt- hvað að gera. Mikil viðskipti hafði Bryde við Rangárvalla og Skaftafellssýslur en sama og engin við Árnessýslu. Á árunum milli 1880—1895 fór rnjög margt fólk úr Eyjum til Ameríku. Ástæðuna til þessa flótta má rekja til þess, að árferði til sjávar var illt þessi ár og ástand í byggðarlaginu að öllu leyti ekki gott. Eitt af því, sem lamaði almenn- ing hvað mest var hin bágborna verzlun, en hún var ill að því leyti, að vörurnar voru fábreyttar og dýrar, en hins vegar verð á innlendum af- urðum afar lágt. Þegar fátækir útgerðarmenn áttu í hlut var það gert að skilyrði af verzlunar- innar hálfu, að ef þeir fengju veiðarfæri þá seldu þeir fiskinn blautan upp úr sjó. Heimilið missti þá alla atvinnu við fiskverkun og þegar aflamagn var lítið kom þetta hart niður. Þeir menn, sem slíkum aðferðum voru beittir kom- ust aldrei úr skuldum, voru efnalegir kryppling- ar alla sína tíð. Með slíkri verzlun og þeirri, sem þá tíðkaðist í Eyjum var almenningi haldið niðri. Allt stóð í sömu sporunum og fyrir áratugum. Ekkert nýtt kom til sögunnar, er bætti hag al- mennings. Vinnuaðferðir og verkunaraðferðir voru gamaldags og viðskiptahættir voru keyrðir í fjötra hinnar erlendu einokunar, en innlendir menn höfðu lengi vel ekki fjármagn milli handa né hugrekki til þess að stofna verzlanir. Einokunarveldi Brydes stóð fram að aldamót- uinum, en þá komu innlendir kaupmenn til sög- unnar, sem brátt fengu miklu áorkað til umbóta. Gallar þeir, sem voru á Brydes-verzlununum hafa án efa ekki verið að kenna illvilja hinna 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.