Frjáls verslun - 01.04.1940, Blaðsíða 13
um skipt í 100 reiti, sem kallaðir voru punktar.
Ef maður vildi fá sér föt, þurfti að láta úti 60
punkta, til að fá skyrtur eða nærbuxur þurfti
20 punkta, fyrir sokka fóru 5 punktar, flibba
2 og yfirfrakka, að mig minnir, 40 punktar.
Mér fannst fatnaðarskömmtunin tilfinnanleg,
en rökin fyrir henni voru, þau, að þjóðin þyrfti
að spara vefnaðarvöru og hvatti Goering menn
í ræðu til að gæta hófs og sagði að með skömmt-
uninni væri farið eins að og fyrirhyggjusamur
heimilisfaðir mundi gera. Menn reyndu að kaupa
sem bezt til fata, þannig að það entist sem lengst
og fara vel með fötin. Ég var illa settur að því
leyti að ég átti ekki mikið af neinu af því, sem
til fata þarf, þegar stríðið hófst, en kaupmenn-
irnir reyndu á ýmsan hátt að liðka til fyrir
manni. Til dæmis fékk ég tvö pör af þunnum
sokkum fyrir tvo punkta í stað fimm og var þá
bezt að verzla alltaf við sama kaupmanninn, því
þá náðust betri kjör.
Fyrir öllum gluggum voru svört pappírs-
gluggatjöld svo ekki kæmi nokkur skíma út á
götuna. Var það gert vegna hættu á loftárás-
um. Eins var aðeins lítil rifa á ljóskerum bif-
reiða. Þannig voru allar götur koldimmar öll
kvöld og allar nætur. Þannig er ástandið nú í
öllum borgum stríðsþjóðanna og er ekki laust
við að þessi myrkraverk taki á taugar almenn-
ings. Á fjölförnum götum var ég alltaf að rek-
ast á fólk, ef ég fór þar um í myrkri. Verst var
þó að rekast á brunahanana eða sandkassana og
annað dót, sem oft var á götunum. Var hægt að
hljóta af því meiðsli. Ég var lengstum heima á
kvöldin, og svo var um allan almenning. Helzt
var farið á bíó eða bjórstofu og var þá stundum
jafnvel erfitt að finna dyrnar í kolsvörtu myrkr-
inu. Háar sektir lágu við því að gleyma að
byrgja glugga og hafði lögreglan nánar gætur á
því að hvergi sæist ljós.
Ég fór heim um Kaupmannahöfn. Á dansk-
þýzku landamærunum fór fram venjuleg skoðun.
Kuldar voru óskaplegir um þetta leyti og var
frostið 28 gráður í Berlín en nokkru minna í
Kaupmannahöfn. Þótti mér kuldinn bitur. 1
Höfn þurfti ég að bíða þess í nokkra daga, að
skipið kæmist áleiðis vegna ísa, en loks fékkst
ísbrjótur, og fylgdu honum þrjú skip allt til
Skagen, en eftir það vorum við fylgdarlausir.
Allt Kattegat var þá ein íshella og hefi ég aldrei
fyrr séð slíkan ís. Tvo sólarhringa vorum við að
komast út Kattegat. Á leiðinni með Noregs-
strönd sáu skipsmenn tundurdufl á reki og flýttu
þeir sér í björgunarvesti en hættan leið hjá og
heimferðin gekk að óskum.
Nytsemi heildsalanna
Endrum og eins heyra menn einhvern hugsunar-
leysingja segja, að lieildsalar auki dreyfingarkostn-
aðinn — að þeir séu óþarfa miililiðir og þar fram
eftir götunum.
petta álit er blekking. Enginn hefir cnnþá, svo að
kunnugt sé, fært fram nein lialdbær rök fyrir þessari
skoðun .
í livert skipti sem framleiðandi liættir að hagnýta
sér heildsalana og fcr að selja vöru sína beint til
framleiðenda, verður hann að stofna hjá sér sérstaka
hcildsöludeild. Og hann undrast yfir því, hversu hún
er kostnaðarsöm og hefir mikið vafstur í för nieð sér.
Heildsalinn hefir mikla þekkingu á þörfum smá-
salanna, gjaldþoli þeirra, lánstrausti og því líku, en
framleiðandinn liefir enga hugmynd um þetta.
pegar framleiðandinn fer að gerast sinn eigin lieild-
sali, bregður honuin illa í brún, þegar hann sér, kostn-
aðinn sem söludeildin hans liefir í för með sér og
hvað vangoldnar skuldir liafa aukist.
í Ameríku cr samsteypa fimm prjónlesframleiðenda,
sem selur heildsölum vöru sína og önnur jafnstór
samsteypa í sömu grein, sem selur beint til smásala.
Á síðasta ári var sölu- og stjórnarkostnaður fyrri
samstoypunnar tæplega 5% af öllum kostnaði, en
hinnar síðarnefndu 26%.
Ilver einasti lieildsali ætti að leggja þessar tölur
á minnið.
Gyðingarnir í Rússlandi
í Rússlandi eru um 2.500.000 Gyðingar — 15 af
hverju þúsundi íbúa landsins. En í Kommúnista-
flokknum í landinu eru 40 af hverju þúsundi Gyð-
ingar.
pað er eftirtektarvert, að Kaganovicli, sá maður sem
verður ef til vill eftirmaður Stalins, er Gyðingur.
í llússlandi cr ekki til andsemitismi. Gyðingar gcta
koinist í allar stöður. Margir þeirra eru iðnaðarmenn.
par að auki hefir þeim Gyðingum, sem hafa hug
á að gcrast bændur, verið gefið stórt landflæmi, sem
er tvisvar sinnum stærra en Palestína.
pað er kallað Biroliijan og cr í námunda við landa-
mæri Manchukuo. íbúatala þar cr nú orðinn um 30
þús. manna.
FRJÁLS VERZLUN
13