Frjáls verslun - 01.04.1940, Qupperneq 21
ar upp, beinast eingöngu eða að mestu leyti að öðru
æðakrefi þjóðarbúskaparins, vörustraumnum, en hitt
kerfið, peningastraumurinn, er engu þýðingarminni
fyrir allt viðskiptajafnvægið. Fyrstu framkvæmdirn-
ar á því sviði felast vanalega i því, að allar greiðslur
til óvinaþjóðanna eru stöðvaðar, því samfara er oft
komið á almennu gjaldeyriseftirliti. Innan lands er
reynt að koma í veg fyrir truflanir á kauphallarvið-
skiptum og að almenningur tæmi bankana í augna-
l)liks hræðslu. Varúðarráðstafanir felast aðallega í
])ví, að afnumin eru skylduákvæði bankanna til þess
að innleysa seðla sína í gulli, og bann er lagt við að
taka nema ákveðna fjárhæð úr bankanum á dag.
Hér hafa verið tíndir til flestir meginþættir stríðs-
búskaparins. Auðvitað eru ráðstafanir rikisstjórn-
anna mjög mismunandi víðtækar í hinum ýmsu lönd-
um, allt cftir því livað nauðsyn krefur og hve víðtækt
valdsvið stjórnarinnar er.
Stríðskostnaður
Öll stríð eru dýr.
Ernst L. Bogart áætlar, að beinn stríðskostnaður
allra þátttakenda heimsstyrjaldarinnar hafi nurnið
186 milljörðum dollara, en ef óbeini kostnaðurinn sé
talinn með, muni upphæðin nálgast 337 milljarða doll-
ara. Frá því heimsstyrjöldinni lauk, hefir hernaðar-
tækninni fleygt fram, en því fullkomnari sem her-
gögnin hafa orðið, þeim mun kostnaðarsamari hefii'
framleiðsla þeirra verið. Samkvæmt áætlun Instituts
fúr Konjunkturforschungen í Berlín var alþjóða hern-
aðarkostnaður árið 1936 24—31 milljarður ríkismarka.
petta eru svo óvenju háar tölur, að maður á hágt
mcð að átta sig á þeim, en þær ættu þó samt að gefa
einhverja óljósa hugmynd um þann ógnarkostnað,
sem því muni vera samfara, þegar allii framleiðslu-
getti stórveldanna er heint að framleiðlu liergagna, og
öll hernaðargeta þeirra miðar að því að eyðileggja
þessi sömu hergögn.
Enn sem komið er liggja auðvitað engar tæmandi
skýrslur fyrir um hernaðarkostnað hinna einstöku
þjóða í yfirstandandi ófriði. Nokkrar tölur um kostn-
að Englendinga ættu þó að geta gefið vísbendingu í
þessa átt. Frá stríðsbyrjun til áramóta, á 134 dögum,
greiddu Engíéndingar £ 625,2 milljónir í beinan stríðs-
kostnað. Fyrstu 42 dagana var rneðal kostnaður £
3,88 milljónir á dag. í desember var daglegur hern-
aðarkostnaður þeirra lcominn upp í £ 6,32 milljónir,
og ekki er talið ólíklegt, að innan skamms muni dag-
kostnaðurinn nema allt að £ 10 milljónum, að minnsta
kosti hefir „The Economist" álitið árskostnaðinn £
4000milljónir ekki ósennilegan!
Vafalaust er kostnaður hinna stríðsaðilanna hlut-
fallslega jafnmikill og Englendinga.
Við lestui: þessara tröllauknu talna hlýtur að vakna
hjá mönnum sú spurning, hvernig ríkisstjórnir ófrið-
arþjóðanna fái peninga til þcss að standast straum af
hinum gífurlega styrj aldarkostnaði.
í heimsstyrjöldinni miklu fundu þáverandi ríkis-
stjórnir þrjár leiðir til þoss að kljúfa stríðskostnað-
inn:
1) Skatta, 2) Lántökur, 3) Seðlaútgáfu rikisins.
Englendingar ráku ófriðinn að verulegu leyti með
því fé, sem ríkisstjórnin fékk handa í milli, sökum
FRJÁLS VERZLUN
aukinna skatta. þjóðverjar beittu aftur að mestu
lántökum fyrir sig og urðu að lokum að grípa til auk-
innar seðlaútgáfu. Raunar neyddust flestar ríkis-
stjórnir áður en lauk til þess að rneiru eða minna
leyti að auka seðlaveltuna óhóflega og á þann liátt
að orsaka verðbólgu.
Leiðirnar til þess að afla fjár til greiðslu á striðs-
kostnaðinum eru enn sem fyrr aðeins þrjár, en eftir
því sem séð verður á því hálfa ári, sem ófriðurinn
hefir staðið, virðast hafa orðið nokkrar breytingar á
fjármálastcfnu liinna einstöku þjóða saman boi'ið við
stefnu þeirra í heimsstyrjöldinni. Englendingar ætla
nú í ríkara mæli en í fyrra stríði að greiða ófriðar-
kostnaðinn með lánsfé. þjóðverjar þar í móti munu
beita meira fyrir sig sköttum. ])eir liafa nú þegar
lögtekið hernaðarskatt, sem er innheimtur sem tekju-
skattsauki, auk þess hafa þeir hækkað toll á víni,
tóbaki og bjór. Að svo miklu leyti sem þjóðverjar
taka lán, eru þau stutt rekstrarlán í formi hinna svo-
nefndu „Schatzwechsel“, „Schatzanweisungen" o. s.
frv. Hvað Frökkum viðvíkur hefir Paul Renaud til-
kynnt, að stjórn hans muni ekki grípa til seðlaút-
gáfu eins og gert vai' í síðasta stríði, heldur fara lána-
leiðina.
Hvort skattatekjur eða lántökur eru heppilegri til
þess að greiða hernaðarkostnað er deiluefni meðal
hagfræðinga, cn eitt eru allir ásáttir um, að hættu-
legt sé að auka seðlaveltuna úr hófi frarn. Enda eru
nú allar ríkisstjórnir á einu máli urn að stýra beri
hjá þeim boða.
Stií3sbúskapur hlutlausra þjóða
í ofanritaðri grein hefir verið reynt að skýra hag-
fræðilega fyrirbrigðið stríðsbúskap. Stríðsbúskapur
er eins og á hefir verið bent fyrst og fremst þjóðar-
búskapur ríkis, scm á í ófriði. í raun og veru er þó
þjóðarbúskapur hlutlausu þjóðanna á ófriðartímum
einnig striðsbúskapur, því að þær verða að meira eða
minna leyti að grípa til þeirra ráðstafana, sem taldar
liafa verið einkennandi fyrir stríðsbúskapinn. í heims-
Styrjöldinni miklu voru t. d. í Danmörku skipaðar
40 nefndir, sem stjórna áttu og skipuleggja hinar
ýmsu greinar þjóðarbúskaparins. í núverandi ófriði
höfðu Danir þegar skipað liið svonefnda „Erhvervs-
ökonomiske Raad“, sem telur 43 meðlimi og stjórnar
10 undirnefndum. Svíar hafa cinnig komið á mörgum
stjórnarnefndum til þcss að liafa eftirlit með atvinnu-
lífinu og almenningsafkomunni, t. d. matvælaráð,
verðlagsnefndir o. s. frv. Enda er allur þjóðarbúskap-
ur þeirra mótaður af ófriðarástandinu, eins og sjá
má af upplýsingum sænska liagfræðingsins Bertil
Ohlin, sem heldur því fram, að Svíar eyði 150 milljón-
um Sv. kr. á mánuði í vígbúnað. það eru hvorki meira
né minna en 15% af öllum þjóðartekjunum (venju-
lega verja þeir 3—4-% af þeim til vígbúnaðarins). Til
þess að standast þenna mikla kostnað liafa Svíar að
hætti ófriðarþjóða orðið að taka upp landvarnaskatt,
sem kemur fram sem 50% hækkun á tekju- og eigna-
skattinum.
það er ástæðulaust að rekja frekar hinar einstöku
striðsaðgerðir hlutlausu þjóðanna, því að þær eru í
eðli sínu ekkert frábrugðnar stríðsbúskap ófriðarþjóð-
anna, aðeins ekki jafn víðtækar og gagngerðar.
21