Frjáls verslun - 01.04.1940, Side 19
eru þó flestir sérfræðingar í hernaðarviðskiptum sam-
mála um, að bezti undirlniningur stríðsbúskaparins
sé heilbrigður og fullkominn friðarbúskapur.
Engu að síður er á friðartímum unnið með mestu
kostgæfni að samningu laga og áætlana varðandi
stríðsbúskapinn, enda er allur varinn góður, því að
samkvæmt amerískum upplýsingum myndi það taka
12—20 mánuði að breyta iðnaðarkerfi þjóðarinnar frá
friðarbúskap í stríðsbúskap, ef engin drög hefðu ver-
ið lögð að þeim breytingum á friðartímum.
Skýr dæmi um löggjöf, sem miðar að undirbúningi
stríðsbúskapar eru t. d. „National Defense Aet“ í
Bandaríkjunum (4. júní 1920) og frönskum herkvaðn-
ingarlögum frá 1924. í 4. gr. hinna síðarnefndu laga
er komizt þannig að orði: „Hin þjóðlega herkvaðning
heimilar allar þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru lil
þess að tryggja fullnægingu þarfa hersins og almenn-
ings í landinu". Auk slíkra heimilda hafa svo stjórnir
herveldanna eins og áður er sagt í fórum sínutn fjöl-
margar áætlanir varðandi hin ýmsu svið stríðshú-
skaparins, svo sem fjármálaáætlun, flutningsáætlun,
áætlun um herkvaðningu landbúnaðarins og iðnaðar-
ins og stundum hafnbannsáætlun.
Alger stríðsbúskapur
|)egar stríðið er skollið á, koma hinai' mismunandi
áætlanir lil framkvæntda eftir því sem viðkomandi
vandamál gera vart við sig. En jafnframt hinum
fyrirséðu viðfangsefnum skjóta oftast ótölulegir nýir
örðuglekiar upp kollinum og við þeini verður einnig
að finna ráð. ])ví verður sleppt hér að rekja feril þess-
ara aðgerða i einstökum atriðum, en i stað þess verð-
ur dregin upp mynd af fullkomnum stríðsbúskap og
viðfangsefnum hans. Fyrsta viðfangsefnið er her-
gagnaiðnaðurinn. Menn munu þá fljótlega rekast á
áratugagamalt deiluefni: eiga einstaklingar eða ríkið
að reka hergagnaiðnaðinn. Skoðanii- á þessu eru mjög
skiptar. I Frakklandi rekur ríkið að mestu hergagna-
iðnaðinn, í þýzkalandi rekur ríkið nokkurn hluta
hans, en hefir eftirlit og yfirstjórn hins hlutans, en
í Englandi er hann að mestu einkaeign og hefir all-
frjálsar hendur. Á stríðstímum verður niðurstaðan þó
víðast hvar sú, að ríkið hefir að minnsta kosti víð-
tækt eftirlit með hergagnaframleiðslunni. Næsta við-
fangsefnið getur orðið að flytja þungamiðju hergagna-
iðnaðarins, eða dreifa hergagnaframleiðslunni sem
víðast, svo að hún verði hvergi samanþjöppuð við
landamærin eða á þcim stöðum, sem vel liggja við
loftárásum. Að lokum þarf svo að tryggja hergagna-
iðnaðinum bæði verkamenn og hráefni. það er oft
toi'leyst vandamál að afla iðnaðinum og sér í lagi
liergagnaiðnaðinum faglærða verkamenn á ófriðar-
tímum, því að á hvern hermann, sem berst á víg-
stöðvunum, verða að koma að minnsta kosti tveir
verkamenn, sem vinna að framleiðslunni inni í land-
inu. Til þess að leysa þetta vandamál er venjulega
komið upp vinnumiðlunarskrifstofum víðsvegar um
landiö, innleidd vinnuskylda og heimilaðir þvingaðir
flutningar á verkamönnum milli héraða.
Hi'áefnin, öflun þeirra og skipting þeirra milli iðn-
greina veldur venjulega bæði erfiðleikum og óánægju
í ófriði. þessi mál eru því t. d. í þýzkalandi og Eng-
FRJÁLS VERZLXJN
landi falin sérstökum ráðuneytum. Iðnaðarframleiðsl-
an er síðan skipulögð í heild, og bæði í þýzkalandi
og Englandi ákveða ráð, skipuð iðjuhöldum og hern-
aðarsérfræðingum, hvað framleiða skuli og hversu
mikið.
Engu þýðingarminni er matvælaframleiðslan. í
þýzkalandi eru þau mál nú skipulögð undir „Reichs-
nahrstand11, og í Englandi fer sérstakt matvælaráðu-
neyti með þau.
Dreifing framleiðslunnar tekur einnig gagngerum
breytingum. Verzluriin við útlönd er að jafnaði sett
undir eftirliti ríkisins, sem leggur bann við út-
flutningi einstakra vörutegunda, en út- og inn-
flutningur annarra vara verður háður lcyfum þar til
skipaðrar nefndar. Á innanlandsmarkaðinum er
dreifingin síðan skipulögð út í yztu æsar. Fyrst tek-
ur ríkið flutningstækin í sínar hendur eða setur þau
undir eftirlit. Enska stjórnin hefir t. d. nú yfirtekið
járnbrautirnar, sem voru einkaeign (hlutafé þeirra
var hálfur milliard sterl.pd.), og siglingaflotinn hefir
hæði í Englandi og þýzkalandi verið settur undir
ríkiseftirlit. Allir flutningar á framleiðslunni fara
fram undir ríkiseftirliti. Vörunum er síðan dreift til
neytendanna eftir hnitmiðuðu skömmtunarkerfi.
Ríkið lætur verðlag fi'amleiðslunnar til sín taka,
sem og allar launagreiðslnr, álagningu og arð. í síð-
asta stríði voru ýmist sett ákvæði um hámarksverð
cða fastaverð, í sumum ófriðarlöndum og hlutlausum
löndum hefir þetta kerfi verið endurvakið. Fjármála-
ráðherra Svía, Wigforss, hefir komið fram með lil-
lögu, sem stefna á þessum málum í umbótaátt í Sví-
þjóð. Hann leggur til, að tekinn verði upp svonefnd-
ur „normalpris", sem að vísu á að vera fastaverð, en
á þó að leyfa að hækka og lækka, ef eðlilegar ástæður
virðast vera fyrir hendi.
í launamálunum skilja leiðirnar. Sums staðar verð-
ur vegna aukinnar yfir- og næturvinnu eða hækkaðs
tímakaups töluverð kauphækkun. Undir eins og hag-
ur þjóðarbúskaparins tekur að þrengjast er þó venju-
lega ákveðið fastakaup og aukagreiðslur fyrir yfir-
vinnu jafnvel bannaðar. Enski hagfræðingurinn J. M.
Keynes hefir nýverið í tveim blaðagreinum í Times
komið fram með mjög frumlcgar tillögur til úrbóta
á þessum sviðum. Hann vill láta taka samkvæmt lög-
boði nokkurn hluta af öllum launum (hlutinn á að
minnsta kosti að nema allri launahækkuninni) og
leggja í sjóð. Fé þetta á ríkið að ávaxta með 2%%
vöxtum, og þcgar stríðniu er lokið, á það að koma til
útborgunar eftir föstu kerfi. Á þennan hátt vill hann
minnka kaupmáttinn og þá um leið neyzluna á með-
an ófriðurinn stendur yfir og síðan nota þonnan sam-
ansparaða sjóð til þcss að dai'ga úr kreppunni, sem
líklegt er að sigli í kjölfar stríðsins.
I sumum ófriðarlandanna gera stjórnarvöldin ráð-
stafanir til þess að skattleggja eða fyrirbyggja hinn
svonefnda stríðsgróða. í þýzkalandi hefir síðan í
heimsstyrjöldinni verið megn andúð á þcssu fyrir-
brigði, og því verið sett ströng ákvæði til þess að tor-
velda myndun stríðsgróða, en í Englandi var þessum
málum hreyft á þinginu sumarið 1939, en náðu ekki
fram að ganga.
Allur þorri þeirra aðgerða, sem hér hafa verið tald-
19