Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.05.1944, Qupperneq 8
Oscar R. Hobson: Skipta peningar máli? Oscar R. Hobson heitir maður, brezkur að ætt. Hann hefir ritað ýmislegt um fjármál, einkum í blöð. Hann var f jármálaritstjóri hjá Manchester Guardian á árunum 1920—’29, aðalritstjóri Financial News 1929—’34, og síðan viðskipta- og fjármálaritstjóri fyrir News Chronicle og The Star. Árið 1942 komu út sérprentaðar ýmsar grein- ar hans, og var heiti bókarinnar: Does Money Matter? I inngangi bókarinnar segir á þessa leið: „Ef spurning þessi þykir útheimta sér- stakt og afmarkað svar, þá er mitt svar í stuttu máli eitthvað á þessa leið: Peningar skipta máli. Þeir skipta máli jafnvel á styrjaldartímum, en þó meira á friðartímum, þegar þeir sinna stærra hlutverki í dreifingu þjóðarauðs og tekna. Allt fyrir það skipta þeir minna máli en flestir voru vanir að telja, jafnvel á friðartímum. Þeir skipta minna rnáli í þeim skilningi, að geti þjóð- félag (eins og okkar) að því er hið efnislega snertir — þ. e. a. s. hefir ráð á vinnuafli, verk- smiðjum og hráefni — framkvæmt þau áform, sem það kýs, t. d. í trygginga-, samgöngu- eða byggingamálum, þá þurfa peningar ekki að vera nein hindrun fyrir framkvæmdum. Hinsvegar ex nihilo nil fit (ekkert verður af engu til). Slíkar fyrirætlanir hafa raunverulegan kostnað fyrir þjóðfélagið í för með sér, (sem getur verið lítill, ef mikið er um atvinnuleysi og starfslitlar verksmiðjur) og af framkvæmdunum leiðir ó- hjákvæmilega nýja skiptingu þjóðarteknanna milli þjóðfélagsþegnanna. Þessai' staðreyndir verður að horfast í augu við en ekki sneiða hjá þeim, eins og sumir áköfustu fylgjendur „peningar-eru-engin-hindrun“ kenningarinnar gera.“ Greinar Hobsons eru að vísu aðallega miðað- ar við Breta og brezk viðhorf. Þó er í þeim ým- islegt, er íslenzkir lesendur geta notfært sér, og er til þess fallið að vekja menn til umhugsunar um ýmis þeirra vandamála, sem nú eru efst á baugi meðal manna. Grein sú, er hér fer á eftir í þýðingu, nefnist: Frjáls verzlun eða-----? Þess eru nú dæmi um of, að menn huusi sér að heimsviðskiptin eftir styrjölddna fari fram með vöruskiptum og gagnkvæmum samningum, eftirliti og höftum — raunar með öllu öðru móti en frjálsum viðskiptum, en í þeim er að minni hyggju sjálfgefið að leita að þeirri lausn, sem leiðir til sómasamlegrar tilveru. Ein sérlega lokkandi setning úr „New States- man“ hefir um skeið einatt staðið mér fyrir hugskotssjónum. Höfundurinn var að ræða um 8 orð, er Halifax lávarður lét nýlega falla um hin mestu viðskipti, sem möguleg eru með „vörur og þjónustu", og hann gerir þessa at- hugasemd: „Að tiltaka frjálca heimsverzlun sem úrbót á fjárhagslegu öngþveiti, mun nú- tíma hugsun virðast afturhvarf að hugsunar- ferli veraldar, se mer grafin og gleymd. Bænd- ur í Balkanlöndunum t. d. heimta ekki frelsi til þess að rækta jarðarafurðir, sem fá síðan að rotna óseldar, heldur krefjast þeir reglubundins FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.