Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Page 48

Frjáls verslun - 01.05.1944, Page 48
feru á ferð. Enda eru áhrifin á vesalinga þá, sem heimskringluna byggja, eftir því. Þegar annaðhvort er of heitt eða of kalt, hafa líkamir manna og dýra of mikið að annast við að halda hitanum hæfileg- um í líkamanum, til þess að nokuð að ráði verði af- gangs til annara starfa. Tilraunir með rottur leiddu í ljós, að þær, sem látnar voru vera í köldu, voru allt að því sex sinnum fljótari að átta sig á tilver- unni, heldur en þær, sem voru í hita. Ennfremur urðu þær fyrrnefndu að jafnaði stærri, hraustari, námfúsari og frjósamari en þær síðarnefndu. Athuganir, sem gerðar voru í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku, sýndu að hlutfallslega langmestur hluti snillinga og afburðamanna og kvenna kom frá þeim hlutum landsins, sem höfðu kalda og stormasama veðráttu. En sömu landsvæði höfðu einnig háa hundraðstölu af vitfirringum og andlegum vanheil- indum yfirleitt. Þar sem veðrátta var hlýrri og jafn- ari, var minna um afreksmenn, og líka minna um andlega aumingja. Þá er fólki, sem býr við kalt og breytilegt veðurfar, hættara við sjúkdómum, t. d. hjartasjúkdómum, en hinum, sem við hlýrra veður- far búa. Enginn sleppur við veðrið, frekar en við skatt- heimtumennina eða dauðann. Það hefir áhrií á alla skapaða hluti. Það getur valdið nýju heimsmeti hjá hlaupara, blæðingu hjá berklasjúklingi, fitu á ungri stúlku, magaveiki hjá einum og ástarþrá hjá öðrum. Börn verða misjafnlega þung eftir því, hvort þau eru getin að vor- eða haustlagi. Sagt er að mönnum gangi betur að fást við stærðfræði þegar loftþrýst- ingur er hár. Á þetta að stafa af því, að misjafn loftþrýstingur veldur misjafnlega mikilli blóðrás til heilans. En hvað sem þessu líður, má allsstaðar koma auga á bein eða óbein áhrif veðurs og veðráttu á líf manna. Allir tala um veðrið og venjulega er kvartað yfir því. En þess má þó minnast, að það veður, sem einn kvartar undan, er ef til vill einmitt það, sem annar hefir beðið um og óskað eftir. (Lausl. þýtt.) Rússnesk mannanöfn geta verið óþjál og ein- kennileg í framburði. Við liðskönnun í rússneskri herdeild varð liðsforingja það á að hnerra hressi- lega. Fjórir hermenn gengu samstundis fram og sögðu: „Hér.“ ★ Ungur prestur, sem var að húsvitja í fyrsta sinn, spurði aldraða konu hvernig trúarlífi hennar væri háttað. — O, ég hefi snert af þessu öðru hvoru, svaraði sú gamla raunamædd. ★ Iðjuleysinginn getur aldrei tekið sér hvíld. „FRJÁLS VERZLUN" ÚtgefancLi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Formaður: Hjörtur Hansson. Kitstjóri: Bárður Jakobsson. Ritnefnd: Adolf Björnsson, Baldur Pálmason, Einar Ásmundsson, Konráð Gíslason, Lúðvík Hjálmtýsson. Skrifstofa: Vonarstræti 4, 2. hæð, Reykjavík. Sími 5293. ísafoldarprentsmiðja h.f. Kona nokkur sagði eitt sinn við brezka blaða- kónginn Northcliffe lávarð, að einn morgun, þegar hið þekkta skáld Thackeray vaknaði, hafi hann komizt að raun um, að hann var orðinn frægur. — Þegar birti af þessum morgni, svaraði North- cliffe, hafði Thackeray skrifað 8 stundir á degi hverjum í 15 ár. Sá maður, frú mín góð, sem kemst að því, þegar hann vaknar, að hann er orðinn fræg- ur, hefir ekki verið sofandi." ★ Áhyggjur og andstreymi er mjög oft sprottið af einskærri ímyndun. Maður nokkur var um nætur- sakir á gistihúsi. Veður var heitt og mollulegt og reyndi maðurinn að opna glugga, en tókst það ekki. í bræði sinni þreif hann skó og braut fjórar rúður. Síðan gekk hann til rekkju og svaf vært til morg- uns. Þegar maðurinn vaknaði, sá hann, að hann hafði brotið glerhurð fyrir gömlum skáp, sem stóð í herberginu! ★ Það getur kostað mikið erfiði að fá fasta stöðu hjá því opinbera, en það er hægt að hvílast vel og lengi, ef það tekst. 48 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.