Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 10
Davíð Ólafsson, íiskimálastjóri: llorfur í fisksöluniáliim Nýlega hitti FKJÁLS VERZLUN að máli Davíð Ól- afsson, fiskimálastjóra og iimli hatm eftir útflutnings- verzluninni á s. i. ári og hvernig útlitið væri á hinu nýbyrjað'a ári. Er hér á eftir dregið saman liið helzta, sem Davíð sagði við þetta tækifæri. Utflulninguriim á árinu 1953 var meiri að verðmæti en nokkru sinni áður. Nam það samanlagt rúmlega 706 milljónum króna. En þrátt fyrir þennan rnikla útfiutning, skorti samt mikið á, að hann gæti greitt fyrir allar innflutningsþarfir iandsmanna, en um það skal ekki rætt hér. Það er ekkert nýlt, þó sjávarafurðirnar séu megin- hluti útflutningsins, því svo hefur það verið um hálfr- ar aldar skeið. Á árinu 1953 var hluti sjávarafurð- anna í útflutningnum 95.8%, og er það raunar svipað hlutfall og verið hefur um alllangt skeið. Það, sem hér verður sagt, á því aðallega við sjávarafurðirnar. Þegar iitið er á útflutninginn s.l. ár, er það einkum tvennt, sem er eftirtektarvert. Hið aukna útflutnings- verðmæti stafar aðaliega af því, að afurðirnar voru fluttar út meira unnar en áður, og gefa eftirfarandi töiur nokkra hugmynd um það. Sýna þær útflutnings- verðmæti fimm afurða, þar sem um er að ræða fisk á mismunandi stigi verkunar, á árunum 1953 og 1952. ísvarinn fiskur 1953 Millj. 8.8 1952 kr. 34.3 Saltfiskur, óverkaður 99.9 153.2 Saltfiskur, verkaður 61.6 33.8 Skreið 64.7 19.6 Freðfiskur 210.2 171.8 Verðmæti þess fisks, sem telja má líll eða ekki unn- inn, þ.e. óverkaðs saltfisks og ísvarins fisks, heftir orð- ið 43% minna 1953 en árið áður, en hinsvegar hefur verðmæti þess fisks. sem teljast verður fullunninn, aukist um 50%. Ástæðan fyrir því, hversu verðmæti ísvarða fisksins minnkaði mjög á árinu var að sjálfsögðu löndunar- 10 bannið i Bretlandi. sem kom því sem na-sl með öllu í veg fyrir löndun íslenzks togarafisks þar í landi. Sérstaklega er eftirtektarvert, hversu mjög skreiðar- útflutningurinn hefur aukizt, eða meira en þrefaldast frá árinu áður. Fór verulegur hluli þess fisks, sem annars hefði verið fluttur ísvarinn til Bretlands. til skreiðarverkunar. Tölurnar sýna einnig hinar miklu breytingar, sem orðið hafa á milli afurðanna, og endurspegla hreyt- ingar á mörkuðunum, sem hafa verið svo tíðar á und- anförnum árum. Hitt atriðið, sem er eftirteklarvert, snertir innflutn- ingslöndin, en þar varð ein mikilvæg breyling. Und- anfarin fimm ár hafa engin viðskipti átt sér stað milli íslands og Kússlands, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir íslenzkra stjórnarvalda til að koma á slíkum viðskijit- um. Á s.I. ári varð hinsvegar grundvallarbreyting á, að því er snerti utanríkisverzlun Kússa. Létu þeir þá í Ijós mikinn áhuga á því að gera viðskipli við ýms- ar vestrænar þjóðir, sem þeir ýinist höfðu engin við- skipti haft við um lengri eða skemmri tíma eða þá mjög lítil. Gerðu þeir á árinu viðskiptasamninga við fjölmörg þessara landa og var Island eitt þeirra. Samningur þessi er vel kunnur og gerist ekki þörf að ræða hann frekar hér, en hann hafði mjög mikla þýð- ingu fyrir okkar útflutningsverzlun, þar sem hann gerði ráð fyrir sölu á miklu magni af freðfiski og síld. Vegna aflabrests á síldveiðunum tókst ekki að not- færa samninginn að fullu, að því er síldina snerti, en freðfiskurinn, alls 10.000 smál., var afgreiddur allur. Var Kússland þar með orðinn annar sta’rsti kaupandi freðfisks héðan, næst Bandaríkjunum. I upphafi ársins 1953 mátti segja, að' útlitið væri allt annað en gott að því er úlflulninginn snerti. FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.