Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 21
gróðurgeirar og hraunflákar, eru nú sléttar grundir og grösug tún. AS afloknu fullu dagsverki í verzlun- inni, fór hann á vor- og sumarkvöldum upp að býli sínu, reif uj)j) grjót og undirbjó túnræktun sína. Gunnar í Von er einlægur og tryggur vinur vina sinna. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra lieilla á þess- um tímamótum. Jóhunn Ogmundur Odds- son kaupmaSur varð sjötíu og fimm ára 12. febrúar s. 1. LJm margra ára skeið verzlaði hann við Lauga- veg hér í hæ. Hann hefur unnið mikið og óeigin- gjarnt starf á veltvangi hindindismálanna. Stórrit- ari Góðtemplarareglunnar hefur hann verið í meira en þrjá áratugi og veitt forstöðu bókabúð og bóka- forlagi Æskunnar um langt árabil. Fvrir störf sín í þágu Góðtemplarareglunnar var hann sæmdur á síð- astliðnu sumri af æðsta manni alþjóðareglunnar. heiðursmerki úr gulli. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla með afmælið. Vörugœði og vísindi. Framh. af hls. 3. legum rannsóknum á vörunni. Vinnubrögðin og vinnu- skilyrðin mega ekki vera verri hér, en hjá öðrum þjóð- um, ef við eigum að standasl samkepjjni þeirra á er- lendum markaði. Við höfum komizt uj>|> á það að skijruleggja inn- lenda markaðinn með alls konar höftum og einka- siilum og gert vöruvöndun þar víða tilgangslitla eða (inskis virði. En á erlenda inarkaðinum horfir þetta öðruvísi við. Þar eru verk okkar metin á alheimsma'li- kvarSa og þar fáum við engu ráðið, hvorki um vöru- mat né vöruverð. Þar eigum við' i samkeppni við þjóð- ir, sem standa okkur miklu framar. Þjóðir, sem hafa þegar í áratugi lagt mikið fé í hvers konar rannsókn- ir, tilraunir og kennslu í þágu framleiðslunnar. Þjóðir. sem meta vísindi meira en brjóstvit, efnafræði meira en rímnakveðskap. Við aftur á móti erum harla skammt á veg komnir á þessu sviði. Hér þarf enn stórt átak, ef við eigum ekki að drag- ast aftur úr. Framleiðendur hér þurfa að læra að hag- nýta sér hverja þá aðstoð, sem vísindin geta veitt þeim. Hagsýni í rekstri og vöndun vörunnar er það sem mestu máli skiptir í samkeppninni á heimsmarkaðin- um, og gildir það ekki síður fyrir okkur Islendinga en aðra. Kristjún Siggeirsson kau/j- madur varð 60 ára 26. febrúar s.l. Kristján er fæddur að Eyrarbakka ár- ið 1894' og voru foreldrar hans Helga Vigfúsdóttir og Siggeir Torfason kaup- maður. Einkenni Kristjáns hafa verið stórhugur og fram- tak. Hann var einn af fyrslu bifreiðastjórum hér á landi, en snemma hneigð- ist hugur hans að húsgagnasmíði, og lærði hann þá iðn. Tuttugu og fimm ára að aldri, eða nánar tiltekið 14. ágúst 1919, stofnsetti Kristján húsgagnaverzlun sína, cg verður fyrirtækið því 85 ára á þessu ári. Verzlunin helur allt frá stofnun verið til húsa að Laugavegi 13 í Rcykjavík. Fyrst í stað hafði Kristján eingöngu á boðstólum húsgögn, er hann flutli sjálfur inn erlendis frá, en síðar varð hann einn hinn fvrsti hér á landi lil að hefja fjöldaframleiðslu á húsgögn- um. Fyrirtækið hefur þrifist vel undir stjórn Kristjáns og er það í örum vexti. Þá má geta þess, að Kristján er aðili að ýmsum þjóðþrifafyrirtækjum. Tímabil aukins landnáms og framfara. Framh. af bls. 15. svohefndu Shermanlög, en höfuðtilgangur þeirra var að koma í veg fyrir einkasöluaðstöðu auðhringanna. Lögin bönnuðu hvers konar samsteyj)ur, sem hindr- uðu frjálsa verzlun og viðskij)li millum fylkja lands- ins, og lögðu þungar refsingar við brotum gegn ákvæð- um þeirra. í fyrstu var árangur laganna lítill sökum þess hve ákvæði þeirra voru almenns eðlis og orðalag þeirra óákveðið. Tíu árum síðar, í stjórnartíð Theo- dore Roosevelts, varð hin áhrifaríka valdbeiting þeirra þó til þess að gefa forsetanum viðurnefnið ..auðhringa- brjóturinn“. fOr „A gripi af sögu Bandaríkjanna). Kristján Siggeirsson hefur tekið virkan þátt í ýms- um iélagssamtökum. Hann hefur t.d. verið formað- ur Húsgagnameistarafélags lleykjavíkur um alllangt skeið og er enn. Kristján er kvæntur Ragnhildi Hjalta- dóttur, Jónssonar skipstjóra. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla á þessum tfmamótum. EKJÁL5 VERZLUN. 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.