Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Síða 24

Frjáls verslun - 01.02.1954, Síða 24
a3 RefstaS og Rjúpnafelli í Vopnafirði og kona hans Guðrún Björnsdóttir, Þorleifssonar bónda að Stuðlum í Viðfirði. Hallgrímur ólst upp hjá frœnda sínum séra Bimi Þorlákssyni á Dverga- steini og dvaldist þar fram að tvítugsaldri. Þá er Verzlunarskóli íslands var stofnaður, 1905, gekk hann í þann skóla og brautskráðist 190G. Að námi loknu starfaði hann við Pósthúsið í Reykjavík um tveggja ára skeið. Snemma gerðist Hallgrímur íþróttamaður og varð fljótt einn af beztu og frœkn- ustu glímumönnum landsins. Þótti hann bera af öðrum í þeirri list sökum snarrœðis, drengskapar og prúðmannlegrar framkomu. Árið 1911 stofnsetti Hallgrímur fyrirtœki siit, sem ávallt hefur verið rekið með miklum myndar- brag og er nú eitt stœrsta og víðkunnasta sinnar tegundar hérlendis. Segja má, að Hallgrímur hafi tekið virkan þátt í íélagsmálum stéttar sinnar frá því er hann fyrst fór að stunda verzlunarstörf. Gerðist hann með- limur Verzlunarráðs fslands við stofnun þess 1917, átti sœti í stjóm þess frá 1932—1950 og var stjómarformaður þess 18 ár. Formaður stjórnar Eimskipafélags íslands var hann frá 1950 til dauðadags. Hallgrímur var kosinn í bcejarstjórn 1926 og átti þá sœti þar eitt kjörtímabil. Árið 1946 var hann aftur kosinn í bœjarstjórn og átti þar sœti til síðustu áramóta. Tvö siðustu árin var hann forseti bœjarstjórnar. Alþingismaður Reyk- víkinga var Hallgrímur árin 1946—1949. Hann átti auk þessa sœti í stjórnum margra félaga, m. a. Vinnuveitendafélags íslands. Snemma gekk Hallgrímur í Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og var alla tíð traustur stuðningsmaður þess og hinn ágœtasti félagi. Bar hann ávallt hag félags- ins fyrir brjósti og var einn þeirra fáu manna, sem gat gefið góð og holl ráð, þegar til var leit- að og úr vöndu var að ráða. Á 60 ára afmœli V.R. árið 1951 var Hallgrímur gerður að heiðurs- félaga þess fyrir langt og merkilegt starf í þágu félagsins og verzlunarstéttarinnar. Enda þótt Hallgrímur Benediktsson hafi nú kvatt þennan heim, þá mun seint fyrnast yfir mannkosti og störf þessa drenglundaða prúð- mennis. Vinir hans og félagar í Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur kveðja hann með söknuði en þakka um leið ánœgjulegt samstarí Iiðinna ára. Þeir senda börnum hans og konu, frú Áslaugu Geirsdóttur Zoega, innilegustu samúðarkveðjur. Megi hugljúf minning um látinn föður, eiginmann og góðan vin, vera huggun á saknaðarstund. Pótur F. Jónsson. i\ýv II állBMNjOÖ 9B Einn af stofnendum V. R. ánafnaði félaginu 10 þúsund krónur. Hinn 13. jútú s.l. atidaðist Pétnr F. Jónsson, fyrr- verandi kaujtmaðnr. rúmlega 91 <árs að aldri. Pétur var einn af stofnendum Verzlunarmannafélags Revkja- víkur árið 1891, og heiðursfélagi þess í mörg ár. Þótt Pétur hafi ekki verið virkur félagi í V.R, hin siðari ár ævi sinnar, har hann þó alltaf hlýjan hug til félagsins og verzlunarstéttarinnar. Kom það ekki hvaS sízt fram nú viS andlát hans, er i Ijós kom, að hann 'hafði í arfleiðsluskrá sinni ánafnaS Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur kr. 10.000.00 til sjóðsstofnunar. Vöxtum sjóSsins skal variS eftir þeim nánari reglum, sem setlar verða í skipulagsskrá, til að stvrkja til frekari náms erlendis efnilega verzlunarmenn. SjóS- urinn er nú að upphæð kr. 9.000.00, þegar greidd- ur hefur verið erfðaskrárskattur. SjóSurinn nefnist „Námssjóður hjónanna Péturs Jónssonar og RagnheiS- ar Árnadóttur frá Krísuvík og sonar þeirra Árna Pét- urssonar“. Stjórn V.R. kaus þegar nefnd til að ganga frá skipulagsskrá fyrir sjóðinn og hefur nefndin lokið við iþað og óskað staðfestingar forseta Islands á henni. Verður væntanlega hægt að hirta skipulagsskrána á næstunni. Það er ósk og von stjórnar V.R., að sjóður þessi megi eflast og verða lil styrktar því göfuga markmiði, er honutn hefur verið sett. 24 FRJÁLS VERZLIJN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.