Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 20
Jón Halldórsson, fyrrv. kaupmaSur varð sjötugur 23. des. s.l Fæddur er hann að Suður-Vík í Mýr- dal árið 1883, en þ. 1 bjuggu foreldrar hans, Halldór Jónsson kau])mað- ur og kona hans, Matthild- ur Ólafsdóttir, um langt skeið við rausn og mynd- arskap. Tólf ára að alclri hyrj- aði Jón að vinna við verzl- un föður síns, en hann setti upj> íasta verzlun í Vík árið 1895. Hefur Jón átt heima í Suður-Vík alla tíð, að undanteknum tveim vetrum, er hann dvaldist í Heykjavík við verzlunarnám. A yngri árum stundaði hann talsvert sjóróðra. Eftir lát föður síns verzlaði hann lengi í Vík, fyrst í félagi við Ólaf bróður sinn, er andaðist 1934, en síðan stýrði hann verzluninni einn. Árið 1951 seldi hann Verzlunarfélagi Vestur-Skaftfellinga vörur sín- ar og áhöld. Nú býr hann myndarlegu búi á jörð sinni, Suður-Vík. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og var oddviti um skeið. Jón er maður vinsæll, ]>rúðmenni mikið og dreng- skaparmaður. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla á þessum tímamótum. Valdimar Lung bóksuii í Hafnarfirði varð sjölugur 9. janúar s. 1. Hann er fæddur á Seyðisfirði, og framan af árum stundaði hann verzlunarstörf á Austfjörðum. Síðaii gekk hann í Kenn- araskólann og varð að námi loknu skólastjóri á ýmsum stöðum. Til Hafnarfjarðar fluttist hann 1916 og hef- ur átt þar heimili síðan. Hefur Valdimar stundað þar verzlunarstörf, pg frá 1928 starfrækt þar eig- in verzlun, aðallega með bækur. Valdimar hefur lekið mikinn þátt í margháttuð- um félagsstörfum í Hafnarfirði og gegnt ýmsum trún- aðarslörfum í þágu bæjarfélagsins. Hann er fastur fyrir og fylginn sér, en þó jirúður í framgöngu og lipurmenni hið mesta. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla með sjötugsafmælið. Gunnur SigurSsson kaup- maSur hér í bæ varð sjö- tugur 2. febrúar s.l. Hann hefur nú í 35 ár starf- rækt verzlunina „Von“ við Laugaveg 55, og jafnan kenndur við hana. Verzlun- arstörfin hefur hann innt af hendi með frábærum dugnaði og hyggindum. Auk kaupsýslustarfsins hefur hann reist og rækt- að upp stórbýlið Gunnars- hólma, skammt frá Reykjavík. Þar sem áður voru 2U. FRJÁLS VERZLUN.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.