Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 19
byrja með var verzlað með alls konar nýlendu- og hreinlætisvörur, sælgæli. tóbaksvörur, skrifstofuvélar og skrifstofuhúsgögn. Eftir að ríkiseinkasala á tó- baksvörum var selt á laggirnar, misstu mörg fyrirtæk- in spón úr askinum. Síðla árs 1931 komu svo innflutn- ingshöftin, sem héldust óslitið fram að síðustu heims- styrjöld. Var róðurinn þungur hjá hinni íslenzku verzlunarstétt á þessum haftastefnuárum, og einungis fyrir dugnað og þraulseigju fyrirtækjanna tókst að viðhalda starfseminni, þótt oft lægi \ið, að gefast yrði upp. H. Ólafsson & Bernhöft aflaði sér snemma góðra umboða erlendis frá fyrir vörur, sem löngu eru heims- kunnar fyrir gæði. Árið 1931 tók fyrirtækið þátl í alþjóða sölusamkepjnii, sem hreinlætisvörufirmað Colgates lét fara fram meðal umboðsmanna sinna í 52 löndum. Stóð sö]ukej)j)ni þessi yfir í þrjá mánuði. og að þeim tíma liðnum \oru úrslitin gerð heyrum kunn: íslenzka fyrirtækið H. Ólafsson & Bernhöft fór með sigur af hólmi og fékk að launum heiðurs- skjal ásamt fögrum, áletruðum silfurbikar, sem skip- ar nú virðulegan sess á skrifstofunni í Hafnarstræti. Þessi sigur íslenzks fvrirtækis í sölusamkeppni um hreinlætisvörur verður að teljast hið ágætasta hrein- lætisvottorð fyrir Islendinga og jafnframt prýðileg landkynning, sem menn mega vera hrevknir af, Þegar þeir frændurnir Cuido og Ólafur Haukur eru sjjurðir um álit þeirra á verzlunarástandinu eins og það er í dag, þá leggja þeir áherzlu á þá staðreynd, að frjálsræðið, sem verzlunin hefur fengið í seinni tíð. sé án efa spor í rétta átt — jafnvel þótt enn sé langt í land með, að fullu verzlunarfrelsi sé náð, en það hlýtur að vera hin langþráða ósk allra neytenda í landinu, ekki síður en þeirra, er selja vöruna. 1' BJÁLS VERZLUN óskar þeim Ólafi og Guido og slarfsfólki þeirra öllu lil hamingju með þann áfanga, sem fyrirtækið H. Ólafsson & Bernhöft hefur náð á undanförnum tultugu og fimm árum. Megi því vegna vel um ókomin ár. — ns. Skrifstofan í Hafnarstrœti 1«—12. FRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.