Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 8
um. Því var árið 1958 ákveðið að koma upp af- urðasölu fyrir þessa aðilja, því að það var ógern- ingur fyrir þá að selja kjöt og aðrar afurðir sjálfir. Og það er heldur ekkert smáræði, er sést af því, að þeir, sem standa utan við SÍS og Sláturfélag Suð- urlands,, slátruðu í haust 80—90 þúsund fjár. Þar af hefur kjötsala í Reykjavík verið um 50 þúsund fjár, auk nautgripa, folalda og fl. Hefur þessi slátr- un meira en tvöfaldazt á síðustu fjórum árum. Reist hafa verið á síðustu þremur árum fullkomin sláturhús með aðstöðu til útflutnings hjá þessum aðiljum Verzlanasambandsins: Verzlunarfélagi Skag- firðinga á Sauðárkróki, Sigurði Óla Ólafssyni á Sel- fossi, Verzlunarfélagi Austurlands á Egilsstöðum, verið að byggja hjá Sigurði Pálmasyni á Hvamms- tanga og fullkomið frystihús reist hjá Verzlunar- félagi Borgarfjarðar. A öðrum stöðum hafa verið gerðar miklar endurbætur á aðstöðu við slátrun upp á síðkastið. Góðæri og verzlun í uppgangi — Eruð þið nú farnir að verzla með allar teg- undir af vörum? — Nei, því fer víðs fjarri. Við útvegum hluthöf- um nýlenduvörur, einkum sekkjavöru, og talsvert mikið af íslenzkum iðnaðarvörum, en sala þeirra hefur farið mjög vaxandi upp á síðkastið. Að mínu áliti er verzlun úti á landi í miklum uppgangi, þar er víða verið að byggja mjög vönduð verzlunar- hús og ungum efnilegum mönnum fer fjölgandi í verzlunarstéttinni víðsvegar um landið. Ekki má það svo skilja, að ég telji þetta vera afleiðingu af tilkomu Verzlanasambandsins, heldur er þetta fyrst og fremst að þakka góðæri og verzlunarfrelsi. Verzl- anasambandið var ekki sett til höfuðs neinum, og vil ég nota tækifærið til að leiðrétta misskilning, sem skotið hefur upp kollinum þar að lútandi. Verzlanasambandið er hreint hluthafafélag, eins og ég sagði áðan, enginn viðskiptavinur er bundinn okkur heldur frjálst að snúa sér hvert sem hann vill og fær samkeppnisfært eða betra verð annar staðar. Heildsalar hafa alls ekki tapað á stofnun Verzlana- sambandsins, sem hefur frá byrjun haft það hlut- verk að útvega aðiljum sínum beztu viðskipti, er fáanleg voru. Stuðlað að stofnun fleiri hlutafélaga — Hefur Verzlanasambandið skipaútgerð, — Nei. En það hefur gengizt fyrir og stuðlað að stofnun nokkurra annarra hlutafélaga. Meðal sambandsaðila var safnað hlutafé í Hafskip hf. til að koma því á laggirnar, en rekstur þess er alger- lega óháður Verzlanasambandinu. Framkvæmda- stjóri Hafskips hf. er Sigurður Njálsson. Það á nú tvö skip, fékk Laxá árið 1960 og Rangá á sl. ári. Og nú hefur verið samið um smíði á þriðja skipinu, 1750 smálesta stóru, við sömu skipasmíðastöðina í Vestur-Þýzkalandi, og á afhending að fara fram í ágúst 1963. Fyrir tveim árum voru stofnaðar Verzl- unartryggingar hf., og eru nú sömu hluthafar í því og verzlanasambandinu og Hafskipum. f fyrra var loks stofnað enn eitt hlutafélagið, Fóðurblandan hf., þar sem meðlimir Verzlanasambandsins eru og hlut- hafar í ásamt Lýsi hf., og hefur félagið vaxið stór- lega. Stórhýsi í smíðtun —Hvar verður aðal samastaður Verzlanasam- bandsins í framtíðinni? — Við höfum verið til húsa hér í Borgartúni 25, en nú er í smíðum framtíðarhús Verzlanasambands- ins nr. 37 við Skipholt, og það á að verða 10 þúsund rúmmetra hús. Afurðasalan er þegar setzt þar að. — Og starfsliðið, hvað er það margt? — í skrifstofu vinna 6 manns og 5 fastir menn við afgreiðslustörf. Aðstoðarframkvæmdastjóri er Hjörleifur Jónsson, Arnold Bjarnason skrifstofu- stjóri, Ingþór Haraldsson fulltrúi, Gísli Guðmunds- son deildarstjóri nýlenduvöru og Einar Jónsson deildarstjóri afurða. „Og hvenær fenguð þér þá flugu í liofu'ðið, að þér væruð fugl?" 8 FRJÁLS VKRZLXJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.