Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 20
AF ERLENDUM VETTVANGI
TVÖ ÁR MEÐ KENNEDY
Fáir menn hafa hlotið jafn skjótan og glæstan
frama á stjórnmálabrautinni, sem John F. Kennedy
núverandi forseti Bandaríkjanna. Augu alls heims-
ins hafa hvílt á honum frá því að hann var út-
nefndur forsetaefni demókrata og raunar áður,
vegna hæfileika hans og hinnar frægu fjölskyldu,
sein hann telst til. Við hann voru bundnar miklar
vonir, þegar hann var kjörinn forseti Bandaríkj-
anna 1960 og því fróðlegt að líta yfir verk hans að
lokinni tveggja ára setu í Hvíta húsinu.
Kosningaloforð og efndir
í kosningabaráttu sinni var það einkum þrennt
sem Kennedy þáverandi öldungadeildarþingmaður
lagð megináherzlu á. í fyrsta Iagi, að áliti Banda-
ríkjanna erlendis hefði mjög hrakað og því yrði að
kippa í lag, í öðru lagi, að andvaraleysi stjórnar
Dwight D .Eisenhower hefði orðið til þess að Rúss-
ar stæðu Bandaríkjamönnum langt framar í eld-
flaugasmíð og hefðu þegar komið sér upp svo mikl-
um fjölda eldflauga búnum kjarnorkusprengjum, að
valdajafnvægið í heiminum væri í bráðri hættu, og
í þriðja lagi að almenn stöðnun ríkti á sviði efna-
hags- og félagsmála í Bandarikjunum og við svo
búið væri ekki hægt að hita standa.
Lítum fyrst á vopnajafnvægið. Þau tíðindi gcrð-
ust um leið og Kennedy hafði tekið við forseta-
embætti, að hætt var að tala um að valdajafnvægið
í heiminum væri í hættu vegna yfirburða Rússa á
sviði eldflaugasmíði og nokkru eftir að stjórnin tók
við lýsti MacNamara varnarmálaráðherra yfir því
að forskot Rússa i þessum efnum hefði verið stór-
lega ýkt. Það var raunar einmitt það sem Eisen-
hower hafði jafnan haldið fram, en enginn vil jað taka
trúanlegt. Fullyrðingar sínar um það, að áliti
Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi í tíð Eisenhow-
ers hefði hrakað mjög, byggði Kennedy fyrst og
fremst á skoðanakönnun, sem hann kvað hafa verið
framkvæmda á vegum opinberra aðila í Banda-
ríkjunum, en þeir neituðu að birta vegna óhag-
stæðrar útkomu. Niðurstaða þessarar skoðanakönn-
unar hefur aldrei verið birt. Hins vegar fullyrða
bandarísk blöð nú og það hefur verið viðurkennt
af opinberri hálfu, að slík skoðanakönnun hafi ný-
lega verið framkvæmd um sama mál. Nú bregður
svo við, að ríkisstjórn Kennedys hefur harðneitað
að birta úrslit þessarar skoðanakönnunar og bendir
það til þess, að niðurstöður hennar hafi ekki verið
stjórninni hagstæðar.
Á sviði innanlandsmála er þá sögu að segja að
bandarískt efnahagslíf hefur enn ekki sprett úr
spori að nokkru ráði eftir að Kennedy tók við og
20
FRJÁLS VERZLUN