Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 7
Rætt við Sigurð Helgason íramkvæmdastjóra
Verzlanasambandið var stofnað
sem samningsaðili
Fréttamaður Frjálsrar verzlunar hitti nýlega að
máli Sigurð Helgason framkvæmdastjóra Verzlana-
sambandsins hf. og spurði hann undan og ofan af
aðdraganda, stofnun og starfsemi sambandsins, sem
Sigurður hefur stjórnað sl. þrjú ár, en hafði áður
verið fulltrúi þar á annað ár.
Sex stofnendur — hluthafar nú 81
— Hvenær var Verzlanasambandið stofnað?
— Fað var G. nóvember 1954, að saman komu
hér í Reykjavík forráðamenn og fulltrúar sex verzl-
unarfyrirtækja utan Reykjavíkur, kaupmennirnir
Tómas Björnsson frá Akureyri, Sigurður Agústs-
son frá Stykkisliólmi, Sigurður Óli Ólafsson frá Sel-
fossi, Friðrik Þórðarson frá Borgarnesi, Magnús
Árnason fyrir hönd tveggja kaupmanna, Gunnars
Árnasonar á Akureyri og Brynjólfs Sveinssonar á
Ólafsfirði, og loks fulltrúi fyrir Kaupfélag Ólafs-
víkur. Eins og segir orðrétt í fundargerð stofn-
fundar: „Voru þessir menn mættir að ræða stofnun
hlutafélags í þeim tilgangi að annast vöruinnkaup
fyrir hluthafana og aðra, ýmist innanland.s eða er-
lendis frá, hafa með höndum dreifingu þeirra með
leiguskipum, eigin skipum eða öðrum flutninga-
skipum, hafa með höndum lánaútveganir til handa
félagsmönnum og yfirleitt að inna af hendi hvers-
konar umboðsmennsku vegna hluthafanna, sem
æskileg og nauðsynleg þktti og eftir því, sem ákveð-
ið kynni að vera á hverjum tíma af félagsfundi eða
félagsstjórn. Félagið getur og haft á hendi sölu ís-
lenzkra afurða. Verzlanasambandið var stofnað sem
hlutafélag og hefir verið síðan. Á stofnfundi var
Tómas Björnsson byggingavörukaupmaður kosinn
formaður félagsstjórnar, og gegndi hann því unz
hann lézt. Þá var kosinn formaður Sigurður Óli
Ólafsson og hefur verið það síðan. Aðrir í stjórn
Verzlanasambandsins eru Ólafur Jónsson í Sand-
gerði varaformaður, Friðrik Þórðarson í Borgar-
nesi, Ragnar Jónsson í Vík í Mýrdal, Jónatan Ein-
arsson í Bolungarvík, Árni Árnason á Akureyri, en
í varastjórn Einar Guðfinnsson í Bolungarvík og
Sigurður Ágústsson í Stykkishólmi. Verzlanasam-
bandið tók til starfa 1955 undir framkvæmdastjórn
Helga Bergssonar, en síðan hann lét. af því starfi
í september 1959, hef ég haft það á hendi. Verzl-
anasambandið var stofnað með 120 þúsund króna
hlutafé, en nú er hlutaféð komið í 1,5 milljón
króna, og hluthafar orðnir 81 að tölu.
Stofnað sem samningsaðili
— Hver var raunveruleg orsök eða aðdragandi
að stofnun Verzlanasambandsins?
— Þetta snerist um eina vörutegund í upphafi,
kaup og innflutning á timbri. Á þeim tíma var
timbur að mestu leyti keypt frá Rússlandi, og þá
kaupmenn utan Reykjavíkur, er keyptu timbur af
Rússum, vantaði tilfinnanlega samningsaðila fyrir
sína hönd. í byggingavörum almennt hefur verið
leitazt við að útvega kaupmönnum þessa vöru
þannig, að álagningin sé þeirra, tekin aðeins 2—3%
í milliþóknun, jafnhátt og SÍS gerir gagnvart kaup-
félögunum. Sala hjá kaupmönnum og verzlunar-
félögum hefur aukizt gífurlega síðan, og má nefna
sem dæmi, að fyrst eftir að sambandið var stofnað
seldu þeir um 500 standarda af timbri, en nú selja
þeir 2000 standarda árlega, og svipað má segja um
aðra flokka byggingavöru.
Næsta skrefið var afurðasala
— En svo fór Verzlanasambandið að færa út
kvíarnar?
— Þeir aðiljar Verzlanasasmbandsins, er höfðu
sláturhús á sínum snærum, áttu í miklum erfiðleik-
um á þessum árum með sölu á landbúnaðarafurð-
FRJÁLS VERZLTJN
7