Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 18
Howard Hughes. Milljónamæringur — sérvilur snillingur. Fjölhæfur snillingur Howard Hughes var aðeins 19 ára að aldri þegar hann tók við stjórn á fyrirtæki föður síns, Hughes Tool Company, sem þá var metið á tæpa 700.000 dali. í dag er hann 56 ára og svo sem áður segir eru fyrirtæki hans metin á nær 1 milljarð dala. Þau framleiða allt frá bjór til eldflauga og gervihnatta. Auk eignarhluta síns í T. W. A. hefur Hughes ný- lega komizt yfir meirihluta í öðru stóru bandarísku flugfélagi, Northeast Airlines. En jafnframt ]>ví að byggja upp þessi miklu fyrirtæki hefur Hughes afrekað ýmislegt annað. A sínum yngri árum teiknaði hann sjálfur og flaug mörgum gerðum lilraunaflugvéla og kom fram með margar nýjungar í flugvélasmíði, sem notaðar eru enn þann dag í dag. Hann gat sér mikið frægðar- orð fyrir að fljúga kringum hnöttinn á þremur dögum og komst fjórum sinnum naumlega b'fs af úr flugslysum, þegar liann var að gera tilraunir með nýjar tegundir flugvéla. Á unga aldri hóf hann mikil umsvif í Hollywood, framleiddi margar frægar kvikmyndir og stjórnaði þeim. Af þessu má sjá að hér er enginn meðalmaður á ferð. Á síðustu árum hefur Howard Hughes nálgast það að verða þjóðsagnapersóna í Bandaríkjunum, ekki sízt vegna þess að hann hefur ekki sést síðan á árinu 1957. Fjöldi leynilögreglumanna, sem starf- að hafa á vegum ýmissa aðila, sem liafa talið sér nauðsynlegt að hafa upp á honum, hafa leitað hans árangurslaust í sex ár. Nánustu samstarfsmenn hans þekkja hann ekki nema sem rödd í síma. Sagt er að hann vinni aðallega um nætur og á þeim tíma geta forstjórar hans helzt átt von á því að hann hringi þá upp. En fyrirtæki hans, utan T. W. A., halda áfram að vaxa og dafna þrátt fvrir þennan sérvitringshátt Hughes. Og þótt svo virðist sem Hughes eigi við ofurefli að etja í baráttunni við T. W. A. segja þeir sem bezt þekkja til að það væru mikil mistök að ganga út frá því sem vísu að Howard Hughes tapi þeirri orustu. Atvinnudeild háskólans . . . Framhald af bls. 16 ast eða sjá um tilteknar rannsóknir, eftir því sem ríkisstjórnin óskar og fé er veitt til í fjárlögum eða af Náttúrufræðideild Menningarsjóðs. Að gæta hagsmuna íslenzkra náttúrufræðinga gagnvart út- lendingum, sem hingað koma til rannsókna og að koma fram af landsins hálfu við fræðimenn ann- arra þjóða að því leyti, er við á. Framkvæmda- stjórar Rannsóknaráðs ríkisins liafa verið þessir: Steinþór Sigurðsson stjörnufræðingur frá byrjun og unz hann lézt 1947, Þorbjörn Sigurgeirsson eðlis- fræðingur frá 1949 til 1957, og Steingrímur Her- mannsson verkfræðingur síðan 1957. Rannsóknaráð hafði með höndum fyrstu leit að heitu vatni og gufu með parðborunum til ársins 1945, er það var falið raforkumálastjórn. Ráðið hóf og rak mórannsóknir á árunum 1939—40, studdi rannsóknir á fuglalífi og jarðefna, hefur haft af- skipti af verksmiðjurannsóknum. Rannsóknaráð setti á stofn tilraunastöð í meinafræði á Keldum, sem síðan var falin Háskóla íslands. Segulmæling- um var komið á fót í Mosfellssveit, en þær eru nú á vegum Eðlisfræðistofnunar háskólans. Seinni árin hefur ráðið stutt tilraunir í grasmjöls- og heyverk- un. Unnið er að ýtarlegri athugun á fjármagni til rannsókna og tilrauna hér á landi, en þær eru undir- staða að mörkun heilbrigðrar vísindastefnu. 18 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.