Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 17
Howard Hughes og baráttan um viðskiptaveldi hans í eina tíð voru mikil áhrif og völd í viðskiptalífi Bandaríkjanna í höndum örfárra einstaklinga á borð við John Rockefeller og J. P. Morgan. Nú er þetta breytt. IJin risavöxnu atvinnufyrirtæki lands- ins eru í eigu milljóna rnanna og kvenna og stjórnað af mönnum, sem til þess hafa hlotið sérmenntun og eiga í fæstum tilfellum meira en lítið brot hluta- bréfa í fyrirtækjununr sjálfir. Einn maður er þó í Bandaríkjunum, sem líkja má við fyrrnefnda auð- jöfra. Viðskiptaveldi hans er nú metið á nær 1 milljarð dala. Undanfarna tólf mánuði hefur verið í uppsiglingu í Bandaríkjunum gífurleg barátta um yfirráð þessara miklu fyrirtækja og úrslit þeirra átaka munu hafa víðtæk alþjóðleg áhrif. Annars vegar stendur hinn síðasti auðjöfra á borð við þá Morgan og llockefeller, Howard Hughes, hins vegar nokkrir stærstu bankar og öflugustu fjármálastofn- anir landsins, sem seilast eftir yfirráðum yfir við- skiptaveldi Hughes, eða a. m. k. miklunr hluta þess. T. W. A. Erfiðleikar Howard Hughes byrjuðu raunveru- lega þegar þotuöldin gekk í garð hjá flugfélögunum. Hann byggði upp og á 78% hlutafjár í bandaríska flugfélaginu Trans World Airlines (T. W. A.), sem er annað stærsta flugfélag í Bandaríkjunum, sem flýgur á alþjóðlegum fluglciðum og jafnframt eitt stærsta flugfélag heims. Þegar hinar stóru farþega- þotur komu frarn á sjónarsviðið var ekki um annað að ræða fyrir T. W. A. en að endurnýja flugvéla- flota sinn með þessum nýju vélum, á sama hátt og öll önnur meiri háttar flugfélög í heiminum. Kostn- aðurinn við þau flugvélakaii]) varð hins vegar gífur- legur og það kom fljótt í ljós, að þrátt fyrir hin miklu auðæfi sín hafði IJughes ekki bolmagn til þess einn síns liðs að festa fé í þessu skyni. Hann hefur hins vegar alla tíð haft megnustu óbeit á bönkurn og öðrum peningastofnunum af því tæi og frestaði því þess vegna í lengstu lög að leita eftir lánum hjá slíkum aðilum til þotukaupanna. Þegar hins vegar svo var komið að T. W. A. gat ekki lengur staðið í skilum með greiðslur til flugvéla- framleiðendanna var ekki önnur leið fær fyrir Hughes, en að snúa sér til peningastofnana í Wall Street og leita eftir lánum fyrir flugfélag sitt. Eftir langar og flóknar samningaviðræður tókust loks samningar og T. W. A. fékk það fjármagn sem það þurfti til að greiða fyrir þoturnar. Eitt ákvæði í samningunum var þess efnis, að ekki mætti gera neinar verulegar breytingar á æðstu stjórn fyrir- tækisins. En Howard Hughes sinnaðist við æðsta forstjóra T. W. A. skömmu áður en samningur- inn skyldi ganga i gildi og rak hann. Bankastjór- arnir í Wall Street töldu að hér væri um að ræða brot á samningunum og hótuðu að draga lánin til baka, ef Hughes féllist ekki á að afhenda þeim yfirráð yfir hlutabréfaeign hans í flugfélaginu. IJughes átti ekki annars úrkostar en að gera það og þar með hófust þau stórátök, sem nú standa yfir, því að Hughes ætlar sér ekki til lengdar að sætta sig við að vera gjörsamlega ráðalaus í þessu mikla fyrirtæki, sem hann á næstum einn. Talið er að þau málaferli, sem nú standa yfir muni ekki verða lokið fyrr en eftir a. m. k. fimm ár og þau verða stöðugt umfangsmeiri og stórbrotnari. Fyrir nokkru var frá því skýrt að fyrirhugað væri að sameina T. W. A. og Pan American, sem er stærsta bandaríska flugfélagið sem flýgur á al- þjóðlegum flugleiðum. Sú sameining, ef af henni verður mun hafa mjög víðtæk áhrif á flugmál í heiminum. Howard Huglies er hins vegar algjör- lega andvígur þessum fyrirætlunum, því að ])á mun liann endanlega missa öll ráð yfir T. W. A. Hér eru því miklir hagsnrunir í veði fyrir báða aðila og gjörsamlega útilokað að geta sér til um hvernig fara muni. FRJÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.