Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 9
Bórður Daníelsson, verkfræðingur:
Tollvörugeymslan
Eg hefi verið beðinn að segja hér fáein orð um
framkvæmdir þær, sem Tollvörugeymslan hf. hefir
nú með höndum. Þegar ég kom inn í þetta mál,
hafði stjórn Tollvörugeymslunnar fengið lóð við
Iíéðinsgötu, 15.000 m2 að flatarmáli, og vilyrði fyrir
7.500 m2 til viðbótar síðar, í beinu áframhaldi til
suðurs við núverandi lóð, þannig að endanleg lóð-
arstærð yrði 150X150 m = 22.500 m2. Ennfremur
hafði verið ákveðið að byrja á að byggja ca. 2.500
fermetra hús úr járnbentri steinsteypu, og skyldi
það vera sem næst 24 metrar á breidd í einu hafi,
þ. e. a. s. án súlna.
Þó að segja megi að hér sé um venjulegt geymslu-
hiis að ræða, þá var þó við eitt allóvenjulegt vanda-
mál að etja, en það var tengt liinu sérstaka hlut-
verki hússins, sem sé að það á að nota til geymslu
á vörum, sem eftir er að tollafgreiða, og á tollaf-
greiðslan að fara frarn í sambandi við afhendingu
vörunnar. Það er sem sé algjört skilyrði af hálfu
tollyfirvaldanna, að einungis verði hægt að kom-
ast inn á þetta tollsvæði á einum stað, til að auð-
velda allt eftirlit og „kontrol“ af hálfu tollvarða.
Þetta er eðlileg krafa af hálfu tollyfirvaldanna, en
gerir hina tæknilegu hlið málsins nokkru erfiðari
viðfangs en ella hefði orðið, ef fara hefði rnátt að
húsinu og setja á það dyr hvar sem var.
Við rekstur eins og hér er fyrirhugaður verður
að gera ráð fyrir mjög mikilli urnferð og fjölmörg-
um afgreiðslum, bæði út og inn á degi hverjum.
Ef gert hefði verið ráð fyrir aðeins einum dyrum
á húsinu, sem þjóna ættu allri þessari „trafik“, er
mjög hætt við, og raunar alveg víst, að stórtafir
hefðu af hlotizt til leiðinda og tjóns fyrir alla aðila.
Það var því horfið að því ráði að gera ráð fyrir
«5
•-<
d)
tr
3
ö
«5
ö
-ö
rC
tP
o
m
C
o
Ö'
2
.O
>
O
9