Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 29
Húsavík. Frá HöiuðreiSarmúla lá áður fyrr önnur aðalleiðin af Reykjaheiði, þar sem nú er bílvegurinn til Húsavíkur.
Einhverju sinni þegar Sigurpáll átti leið norður
fyrir lieiði hitti hann á fjallagrasaþembur miklar
við gilskorning sem nefnist Jóhannesargil. Vildi
hann ekki láta happ úr hendi sleppa, en tíndi væna
visk af grösum og lagði á ákveðinn stað, sem hann
taldi sig munu finna á vesturleið.
En þegar Sigurpáll hafði lokið erindum sínum
austan heiðar og kom á staðinn þar sem hann hafði
skilið fjallagrösin eftir, sá ekki urmul af þeim eftir.
Ilinsvegar lá þangað hreindýrsslóð og á næsta leiti
hreindýr og svaf. J?ótti Sigurpáli sem það myndi
þjófurinn vera og hugði á hefndir. Hinsvegar hafði
hann ekki annað vopna en sjálfskeiðungskuta, stutt-
blaðaðan en beittan, og með honum ætlaði hann
að freista þess að ráða niðurlögum dýrsins. Læddist
Sigurpáll ldjóðlega þangað sem dýrið svaf, tókst
að setjast klofvega á háls þess og brá um leið hnifn-
um á hálsinn. Dýrið brá við hart, spratt á fætur
og tók á rás. Sigurpáll, sem hafði ágætt hald á
hornunum, hélt sér í þau með annarri hendinni, en
með hinni beitti hann hnífnum sem ákafast á háls
dýrsins, unz það mæddi blóðrás og féll niður dautt.
Þóttist Sigurpáll með þessu hafa hefnt fyrir grasa-
missinn, en auk þess fengið þau vel borguð með
heilum hreindýrsskrokk.
Bjarndýr verður manni að bana
Önnur villt dýr, sem sögur fara af að leitað hafi
á Reykjaheiði, voru bjarndýr, er þau bar með ís
að norðurlandinu. í „Norðra“ segir árið 1855, að
þá hafi nokkur bjarndýr komið með hafís að landi
og að bjarndýrsför hafi m. a. sést á Iteykjaheiði
skammt innan við Kelduhverfi. Fjölmargar sagnir
eru um bjarndýrsheimsóknir að Þeistareykjum, rétt
austan við Reykjaheiði, en fátt um heimildir fyrir
bjarndýraferðum eftir heiðinni sjálfri. Þó er til saga
um að bjarndýr hafi orðið manni að bana á Reykja-
heiði, og austanvert á henni eru til örnefni sem
eiga að vera dregin af þeim atburði. Varnarbrekka
heitir þar sem maðurinn á að hafa reynt að verjast
dýrinu og krossvarða er á melhól skammt frá, en
þar á líkið af manninum að hafa fundizt.
Sagan er á þá lund að ísavetur einn mikinn hafi
maður úr Reykjadal farið erinda sinna norður yfir
Reykjaheiði. Gekk hann við atgeirsstaf enda vissi
hann að bjarndýr hélt sig á heiðinni. Fór það og
svo að dýrið varð á vegi hans og réðist á hann. En
maðurinn varði sig með atgeirnum og fékk stökkt
dýrinu á flótta. Hélt hann við svo búið leiðar sinn-
ar, en liafði ekki Iengi farið er hann hitti mann úr
Axarfirði sem var á vesturleið. Var sá vopnlaus.
Segir hann Öxfirðingnum frá bjarndýrinu og að það
muni verða á leið hans, býður honum þess vegna
atgeirinn að láni hvað maðurinn þáði.
Halda þeir við svo búið hver sína leið. Það leið
heldur ekki á löngu unz Öxfirðingurinn mætti
bangsa, en þegar dýrið sá hann með atgeirinn þorði
það ekki að ráðast á hann, en hljóp þess í stað í
slóð Reykdælingsins og réðist á hann þar, sem síðar
heita Varnarbrekkur. Sást á förum í snjónum að
FRJÁLS VERZLUN
29