Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 6
lýsingafyrirtækjum þar sem þeir vinna ásamt fjölda
annarra fagmanna. Til eru dæmi þess að teiknarar
vinni að teikningum hjá slíkum fyrirtækjum árum
saman án þess að notaður sé nokkur hlutur úr
vinnu þeirra og án þess að fundið sé að kunnáttu
þeirra. Út úr svona samvinnu eins og tíðkast hjá
þessum fyrirtækjum geta komið góðir hlutir frá
listrænu sjónarmiði, en aðallega er þó útkoman sú,
að þáð eru hlutir, sem selja og falla í „smekk“ neyt-
enda. Mjög margir teiknarar, sérstaklega í Vestur-
Evrópu, eru þeirrar skoðunar að niðurstöður mark-
aðs- og auglýsingakannana verki stöðvandi á frum-
legar hugmyndir teiknaranna og niðurstaðan verði
ópersónuleg fjölda-auglýsingagerð.
Mörg fyrirtæki hafa því reynt nú á síðustu árum,
að samræma þessi sjónarmið, þar sem listamönnum
er gefið frelsi innan viss ramma ,og hefur sá ár-
angur orðið góður í mörgum tilfellum.
Stór fyrirtæki bæði hér og erlendis, sem áður
auglýstu ekkert eða mjög lítið, eru nú tilneydd
vegna vaxandi samkeppni og breyttra markaðsvið-
horfa að hefja skipulagða auglýsingastarfsemi. Önn-
ur fyrirtæki hafa orðið að breyta sinni starfsemi,
og í mörgum tilfellum gjörbreyta. Má í því sam-
bandi nefna Volkswagcnverksmiðjurnar, sem til árs-
ins 1957 notuðust við auglýsingar sitt úr hverri
áttinni, oft ekki slæmar, en ósamræmdar. Ýmsar
ástæður kunna að liggja til þess að fyrirtækið
breytti um auglýsingar og líklegt að samkeppni
smábílaframleiðenda eins og t. d. Renault hafi
valdið þar um. Árið 1958 koma þeir með gjörsam-
lega nýjan svip á auglýsingar sínar og hafa síðan
verið í fremstu röð. Annað þekkt fyrirtæki, Olivetti,
hefur ávallt gætt vel að auglýsingum sínum, og eru
þær ekki fáar viðurkenningarnar, sem fyrirtækið
og listamenn þess hafa fengið.
Sú auglýsingaherferð á meginlandi Evrópu nú
á seinasta ári, sem einna mesta athygli hefur vakið,
er fyrir vínfirmað Bols, og drykki þess. Bols gin
er þekkt hér. Auglýsingar }>essar eru eingöngu svart-
hvítar, allar mjög vel gerðar, og er þar tengt saman
á listrænan hátt gamalt og nýtt, fyrsta flokks ljós-
myndir, texti, teikning og typografía (setn.).
Önnur og ekki ósvipuð herferð er fyrir sígarettur
„Peter Stuyvesant“, en þar eru litir og önnur upp
bygging til fyrirmyndar. Sígarettutegund þessi var
svo til óþekkt í Þýzkalandi fyrir tveim árum, en
er nú ein mest keypta tegundin þar. Önnur fyrir-
tæki heimsþekkt sem fræg eru fyrir auglýsingar
sínar og hafa mótuð sérkenni, eru t. d. Sviss Air,
Mercedes Benz, Citroen, IBM, og General Dyna-
mics.
Ýmis fyrirtæki hafa oft góðar auglýsingar, en
ekki gegnumfærðan stíl, eins og t. d. Opel og Coca
Cola.
Það ætti að vera almennt áhugamál hér, bæði
hins opinbera sem einkafyrirtækja, að styðja og
efla þróun auglýsingagerðar, enda fer sá skilningur
ört vaxandi. Þörf þjóðfélags okkar fyrir auglýsinga-
starfsemi er mikil. Má í því sambandi nefna, að
við lifum á útflutningi fiskafurða í harðri sam-
keppni við fjársterkar þjóðir. Þróunin er auk þess
í þá átt að fullvinna vöru okkar hér og selja beint
til neytenda. í flestum þeim löndum er við okkur
keppa í útflutningi og sérstaklega í ýmsum þeim
löndum sem af okkur kaupa, er auglýsingagerð kom-
in langt á veg og fullur skilningur ríkjandi á nauð-
syn og tilgangi auglýsinga.
Þörf okkar fyrir eigin fagmenn, góðar auglýs-
ingar og umbúðir er því mikil, þar sem samkeppnin
er hörð og verkefni næg. Fá þarf hingað sérfróða
Framh. á b)s. 13
6
FRJÁLS VERZLTJN