Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 27
Reykjaheiði um miðsumar. Hún er óveðrabæli hið mesta. Akvegurinn um hana lokast snemma á haustin og snjóbeðjur liggja á henni oftast langt fram á vor. Komið var kvöld og nóttin fór í höna, þegar Bjarni kom að sælnhúsinu. Þæfingsófærð var og gekk að með hríðarveður. Hann ákvað því að láta fyrirberast í sæluhúsinu um nóttina og lagðist til hvíldar á palli innst í kofanum. Enginn bjó mér aumum skjól Þegar Bjarni hafði sofið um stund sóttu á hann slæmar draumfarir. Dreymir hann að mikill og fer- legur maður, hálftröll að vexti, kemur inn í kof- ann, þrífur til sín og keyrir fram og aftur um pall- inn. Bjarni bað þann sómakarl að sjá sig í friði og kvaðst skulu hafa sig á brott strax og birti. Við þetta vaknar hann og sér að hann liefur færzt nokkuð úr stað á pallinum. Iíann sofnar þó aftur og kemur þá hinn sami maður til hans, hálfu illúð- legri en áður, þrífur til Bjarna og dregur hann fram eftir kofanum. Bjarni hefur upp hin sömu orð og áður, en vaknar um leið með andfælum við það að honum er kippt fram af pallinum. Enn sofnar Bjarni og enn kemur draummaður- inn til hans, nú miklu ófrýnilegastur og í reiðiham. Ivvað komumaður þessa vísu: Enginn bjó mér aumum skjól úti á dauðans hjarni; bjóst eg þá í klakakjól, komdu með mér, Bjarni. Síðustu setninguna endurtók risinn með ógurlegri röddu svo að Bjarna hnykkti við. En ekki lét draummaðurinn þar við sitja, heldur þreif enn til Bjarna, hálfu fastar en áður og þeytti á dyr. Reidd- ist Bjarni þá og segir: „Sjáðu mig þá aldrei í friði, andskotans karlinn. Bjarni skal samt ekki burtu FRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.