Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 22
Þorsteinn Jósepsson, rithöfundur:
ILLR/EMD HEIÐARSLÓÐ
Margar eru heiðarnar á íslandi sviplitlar, lág-
kúrulegar og leiðinlegar. Ein í þeirra hópi er Reykja-
heiði í Þingeyjarsýslu, en um hana liggja mörkin
milli Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu.
Þetta er leiðindaheiði í orðsins eiginlegustu merk-
ingu. Þar skiptast löngum á melásar og ávalar
bungur og tilbreytingarleysið endurtekur sig þar
kílómetra eftir kílómetra. Það er ekki fyrr en kom-
ið er niður í byggð sínu hvoru megin heiðarinnar
sem landið breytir skyndilega um svip og þá mjög
til hins betra.
Úrfelli er jafnan mikið á Reykjaheiði. Þetta er
óveðrabæli hið mesta, og enda þótt hún sé hvorki
brött né há, lokast akvegurinn um hana snemma
á haustin og verður ekki fær aftur fyrr en seint
á vorin. Liggur snjóbeðja á henni jafnan langt fram
á vor. Veðrabrigði eru oft og tíðum mjög snögg,
enda er lleykjaheiði í röð þeirra fjallvega á íslandi
sem torsóttastir hafa verið yfirferðar, bæði sökum
mikilla vegalengda, ófærðar meiri hluta ársins og
loks vegna þess hve villugjarnt er á heiðinni í
dimmviðrum.
Tvær leiðir voru einkum farnar yfir Reykjaheiði
áður en akvegur var ruddur yfir hana. Onnur leið-
in nefndist Bláskógavegur og lá frá bænum Undir-
vegg í Kelduhverfi, hin leiðin lá frá bænum Fjöll-
um, suður með fjallgarði þeim sem bærinn stendur
undir, en beygði síðan á miðri leið til vesturs og
komu þar báðir vegirnir saman.
Sæluhús var lengi á heiðinni, þar esm nú heitir
Sæluhússmúli. Þó er langt síðan að það var lagt
niður, en tættur þess sjást enn rétt við veginn.
Vestan við Sæluhússmúla er Höfuðreiðarmúli og
enn vestar svokallaðar Höfuðreiðar. Sagt er að
það nafn sé þannig til komið, að er sendimenn
Haralds konungs hárfagra höfðu drepið Víking á
Víkingavatni, tóku þeir höfuð hans með sér og ætl-
uðu að færa það konungi. Á Reykjaheiði varð þeim
litið til höfuðsins og sáu það gapa og geispa af-
skaplega. SIó á þá ótta af þessari óhugnanlegu og
ferlegu sýn og grófu höfuðið þar sem þeir voru
staddir. Heita þar síðan Höfuðreiðar.
Frá Höfuðreiðarmúla lágu áður tvær aðalleiðir
vestur af Reykjaheiði, önnur þar sem nú er bíl-
leiðin til Húsavíkur, hin vestur með Lambafjöll-
um um Höfuðreiðar og Geldingsdal niður í Reykja-
hverfi. Fram til þess að bílvegur var ruddur yfir
heiðina var síðarnefnda leiðin miklu fjölfarnari og
talin aðalleiðin yfir Reykjaheiði.
Fyrstu sagnir
Allt frá því er liöfuð Víkings bónda á Víkinga-
vatni geispaði á Höfuðreiðum liafa margir undar-
legir og válegir atburðir gerzt á Reykjaheiði og hún
má teljast í röð sögulegustu fjallaleiða á íslandi.
Eina fyrstu heimild um atburði, sem skeð hafa
á Reykjaheiði, er að finna í Grettissögu. Þar segir
frá því er Grettir lék á Þóri í Garði með því að
dulbúast og beina Þóri og fylgdarliði út í ófærar
mýrar og keldur á heiðinni og skaprauna þeim á
þann veg. Sá einn ljóður er á þessari frásögn, að á
Reykjaheiði eru engar keldur né mýrar til. Hér er
því annaðhvort um hreinan skáldskap að ræða eða
þá að höfundur hefur farið heiðavillt og meint t. d.
Axarfjarðarheiði, sem öllu líklegra má telja.
í gömlum annálum kemur Reykjaheiði oft við
sögu. Þar segir m. a. að árið 1629 hafi tvo menn
kalið til bana á Reykjaheiði og var þó komið fram-
yfir sumarmál.
Árið 1700 skeður válegur og næsta ótrúlegur at-
burður á Reykjaheiði síðla sumars, eða seint í
ágústmánuði að talið er. Um hann segir Grímsstaða-
annáll orðrétt á þessa leið:
FRJÁLS VERZLUN