Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 28
fyrr en dagar.“ Lagðist Bjarni enn út af og sofn- aði og svaf vært til morguns án þess að verða fyrir frekari ásóknum. Só á eftir þeim úlpuklædda Önnur saga er til um ómennska draumveru á Reykjaheiði, er draga vildi ferðamenn með sér út í ofsaveður og bylji. Er til sögn um það að Jón Benediktsson sýslumaður á Rauðuskriðu hafi eitt sinn sent Stefán Þorláksson vinnumann sinn, hraustmenni hið mesta og margrenndan að afli, í skreiðarferð norður á Melrakkasléttu og fékk hori- um til fylgdar óharðnaðan unglingspilt. Höfðu þeir marga hesta undir áburði. Komið var fram á haust þegar saga þessi gerðist, þykkt veður og rigning í byggð, en tók að drífa þegar upp á heiðina kom að austan. Fóru þeir Blá- skógaveg og þegar þeir komu vestur að Höfuðreið- um var komin þynglsaófærð, og snjórinn náði hest- unum víða í kvið. Smám saman gekk að með hríð og síðan náttmyrkur. Kvað Stefán þá óráð að halda ferðinni áfram, heldur skyldu þeir taka ofan af hestunum, búa um sig í skjóli við klyfjarnar en binda hestana á streng. Það gerðu þeir, en gengu sjálfir um gólf alla nóttina til að halda á sér hita. Höfgi sótti á piltinn og vildi hann leggjast niður og sofna, en Stefán leyfði honum það ekki, rak hann jafnharðan á fætur aftur og barði hann ef annað dugði ekki. Loks kom svo, að svefn sótti á Stefán sjálfan, féll snöggvast á hann höfgi og dreymdi að til sín kæmi maður í grárri úlpu, bað sá Stefán að koma með sér. Stefán bað hann fara norður og niður og kvaðst hvergi koma. Vaknaði hann um leið og þótt- ist sjá á eftir þeim úlpuklædda út í hríðina. Við þetta hvarf allur svefn af Stefáni það sem eftir var nætur og undir morguninn rofaði nokkuð til svo Stefán taldi ferðafært. Bjó hann upp á hestana, að mestu einn, því pilturinn var þá lítt fær orðinn og gat naumazt staðið undir á meðan Stefán lét baggana upp. Undir kvöld daginn eftir komust þeir félagar með lestina við illan leik að Heiðarbót, fyrsta býlinu vestan heiðar. Var pilturinn þá svo aðframkominn að hann fékk ekki mælt, en þó ekki kalinn til skemmda. Skildi Stefán piltinn og flesta hestana eftir í Heiðarbót, en hélt sjálfur áfram um nóttina heim í Rauðuskriður. Sagt er að bylurinn hafi stað- ið yfir óslitið í heila viku, aðrir segja hálfan mánuð. Hreindýr á Reykjaheiði Það er talið að mikið hafi verið um fjallagrös á Reykjaheiði áður fyrr. En í byrjun aldarinnar sem leið leitaði þvílíkur fjöldi fólks grasa þar úr nærliggjandi byggðarlögum að „hún örtíndist blað fyrir blað“. Fram eftir 19. öld var einnig mikið um hreindýr á Reykjaheiði og talið er að þau hafi átt verulegan þátt í gereyðingu fjallagrasa á heiðinni, enda lögðust grasaferðir þangað með öllu niður. Hreindýr eru löngu horfin af öllum þessum slóð- um, en hreinhorn og hreindýrabein fundust lengi á eftir, allt fram um síðustu aldamót. Hreindýra- veiðar voru talsvert stundaðar á Reykjaheiði á meðan þau héldu sig þar. Ein hreinskyttan hét Jón Jónsson og bjó á Ingveldarstöðum í Keldu- hverfi. Jón var skytta góð enda þótt vopnið væri gamall byssuhólkur, fornlegur mjög, og sjálfur bjó Jón til kúlurnar í hana. Þess er getið um Jón skyttu á Ingveldarstöðum, að eitt sinn er hann fór upp á Reykjaheiði til hrein- dýraveiða snemma hausts, hafi hann sært hreindýr í námunda við svokölluð Eilifsvötn. Við skotið lagði dýrið út í vatnið. Jón kunni ekki við þessar aðfarir þess, óð á eftir því og gat eftir nokkurn eltingarleik flæmt það upp á tanga, sem gekk fram í vatnið. Þegar dýrið var komið á þurrt skaut Jón á það síðustu kúlunni sinni, en var svo óheppinn að hæfa ekki. Hreindýrið lagði þá aftur út í vatnið, synti þvert yfir það, en var mótt orðið og illa sært svo það lagðist undir stein á vatnsbakkanum hin- um megin. Jón krækti fyrir vatnið, læddist að stein- inum unz hann var kominn mjög nálægt dýrinu. Hlóð Jón þá byssuna með smá steinvölum og púðri, þar sem kúlurnar voru allar þrotnar, og skaut. Hreininum varð ekki meira meint af skotinu en svo, að hann þaut á fætur og enn út í vatnið, hafði þó ekki farið langt er hann stakkst dauður fram yfir sig og sökk. Jón skytta fór á eftir dýrinu og ætlaði að draga það til lands, en það hafði stungizt svo illa á horn- in niður í eðjuna á vatnsbotninum að því varð ekki bifað. Varð Jón að gera hræið til úti í vatninu og bera kjötið í stykkjum til lands. Réðist með sjólfskeiðiiigi á dýxið Önnur saga um sögulegt hreindýradráp á Reykja- heiði segir frá manni þeim sem Sigurpáll hét og var Arnason. Hann bjó í Reykjahverfi vestan Reykjaheiðar. 28 FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.